Dagur - 23.12.1959, Blaðsíða 19
JÓLABLAÐ DAC§
19
N
JÓN JÓNSSON FRÁ SKJALDARSTÖÐUM:
Nokkrir þcettir um
JÓNAS HALLGRÍMSSON
Þegar ég var farinn áð stauta, lét
faðir minn okkur bræðurna lesa
kvæði Jónasar Hallgiíihssonar og
lærðum við sum iþeirrá 'nokkurn
veginn, svo sem: Fílilbrekka gróin
grund, Hvað er svo gl'att og Skein
yfir landi sól á sumarvegi. Og for-
vitnir urðum við, þegaf faðir okkar
sagði, að höfundur kvæðanna hefði
alizt upp á Steinsstöðum pg spurð-
um margs.
IFIann sagði okkur frá eftirfarandi
atriði, sem hann hafði eftir Rann-
veigu systur skáldsins. En faðir
minn var 10 ár hjá lienni og Stefáni
Jónssyni, seinni manni hennar.
Gljiifrabúi og Bunulækur.
Skammt utan við túnið á Steins-
stöðurn fellur stór lækur, nefndur
Stekkjarlækur. Spölkorn upp í fjall-
inu fellur lækurinn frám af nokk-
uð háu klettabelti og myndast þar
fallegur foss, 15 metra hár. Oft var
Jónas litli að fara með læknum upp
að fossinum og sat þar tímum sam-
an. Einu sinni er hann kom heim
sagði hann foreldrum sínum að
fossinn ætti að heita Gljúfrabúi,
það væri svo fallegt nafn. Þegar
fólkið var við heyskap suður á eng-
inu og Jónas hjá því, var harin að
dunda við læk, sem fellur úr Steins-
staðavatni, sem er hátt í fjallinu.
Lækur sá er dálítið einkennilegur,
þannig að í honum eru margir smá
fossar eða bunur. Og þó að lækur-
inn vaxi mikið, er hann jafnan
hreinn o«' blár, sem mun stafa af
því, að hann hefur upptök sín í
vatninu. Læk þenna nefndi Jónas
Bunulæk.
Um umhverfi Steinsstaða yrkir
Jórias hið alkunna og fagra kvæði:
Fffilbrekka, gróin grund, sem er
hið fegursta kvæði, sem ort hefur
verið um Öxnadalinn.
Eins og kurinugt er fluttu for-
eldrar Jónasar frá Hrauni að
Steinsstöðum vorið 1808.Þau höfðu
búið á Ilrauni að nokkrum hluta
undanfarin ár, því að eigandi jarð-
arinnar, Jónas að nafni, bjó á meiri
hfuta jarðarinnar. Munu þau séra
Hallgrímur og kona hans, Rann-
veig Jónasdóttir, hafa verið fremur
fátæk, enda voru þá liarðindaár
mikil og flestir bændur sárfátækir.
Nú fengu þau þessa vildisjörð til
ábúðar, sem er hin fegursta, og var
þá bezta jörðin í dalnum. Og um
þetta bil varð séra Hallgrímur að-
stoðarprestur hjá séra Jóni Þorláks-
syni á Bægisá og þjónaði á Bakka.
Bakkasókn er nokkuð stór og var
þá mannmörg og munu verið hafa
þó nokkrar tekjur af embættinu,
enda blómgaðist búskapur þeirra
vel á Steinsstöðum.
Þannig liðu 8 ár, þar til sá
hörmulegi atburður varð, að séra
Hallgrímur drukknaði í Hrauns-
vatni. Varð það með þeim hætti er
nú skal greina.
Drukknun séra Hallgríms
Þorsteinssonar.
Sunnudaginn 4. ágúst 1816
messaði séra iHallgrímur á Bakka.
Áður en hann fór að heiman gat
hann um það við konu sína og
börn, að hann myndi fara fram að
Hraunsvatni til silungsveiða, því að
á þeim áruin og lengi síðan var
mikil silungsveiði í Hraunsvatrii.
Var séra Hallgrímur þaulvanur
veiðum þarna. Hann mun hafa ver-
ið samferða messufólki frá Hrauni
fram eftir. Tafði hann þar um
stund og þá góðgei\ðir. — Jónas
bóndi lét tvo sonu sína, sem voru
um tvítugs aldur, fara með honum
til veiðanna. Héldu þeir sem leið