Dagur - 23.12.1959, Blaðsíða 31

Dagur - 23.12.1959, Blaðsíða 31
JÓLABLAÐ DA6S 31 Að liinuni ýinsu dcilduni og sérstofu- uiuiiii meðtöldum nmnu vtm .25. Inisund stúdentar nenia við Moskvuháskúla. A'ðal- byggingin rúmar 15 þúsund. I>ar er alls ekkert íjallað um húmanistiskar greinar. Það er athyglisvert tímanna, tákn, að kentisla í þeim íer fram í gamalli háskóla- byggingu skammt lrá Kreinl. Þangað liljóta þó allir jiessir verðandi elnavísinda- menn einhvern tíma að koma, ]>ví að ]>eir eru skyldir að ljúka vissum .námskeiðum í heimspeki og haglræði og auk þess sleppa þeir ekki við að læra eitt erlent tungumál að eigin vali. Stúdeiitar launnftir. Það er mikill atburður í ævi stúdcnts að vera veitt inntaka í MÖskvuháskóla, ]>ar komast miklu færri að en vilja. F.n eftir að þangað er einu sinni komið, er engu að kvíða, ef námið gengur að óskum, ]>ótt elnahagurinn sé ekki góður. Nem- andi við háskóla í Ráðstjórnarríkjunum fær laun fyrir vinnu sína við námið en á móti er þess auðvitað krafist, að hann skili yissum afköstum. Mikil ástundun og elja við námið er launuð með ríflegum aukaþóknunum. f>essi lauít munu vera um 900 rúblur á mánuði, sem nægir ágæt- lega til allra nauðsynja. Þessum launum heldur stúdentinn nieðán sumarleyfi stendur yfir í skólanum, en auk ]>ess fá ]>ó stúdentar, a. m. k. í sumum greinum, nokkra fjárhæð í viðbót, sem ætluð er til ]>ess að ferðast fyrir og kynna sér ýmsa híuti. Háskólaborgari ]>arf ekki að kvíða ]>ví að námi loknu, að hann fái ekki at- vinnu. Ég spurðist fyrir um, hvað hæft væri í þeim fréttum, að menn væru sendir til starfa að geðþéitta stjórnarvalda og án þess að fá/að velja sér starfið, sjálfir, er náminu væri lokið. Fékk ég ]>að svar, að mörgum mönnum væri, einkum ef ]>eir væru tæknimenntaðir, boðið starf, þar sem mest kapp væri lagt á uppbyggingn, t. d. víða í Síberíu, þar isem . lifskjörin væru á ýrnsan hátt örðugri, en ]>eir fengju þá hærri laun. Mönnum yæri að sjálf- sögðu frjálst að hafna slíkum •tilboðum og þyrftu þé> engu að kvíða, .því að hvar- vetna væri þörf á menntuðu fólki til starfa. Afrekssýningin. Eitt af því, sem flestir. útlendingar í Moskvu skoða.er landbúnaðar-og iðnaðar- sýningin (Exhibition and Econontic Achi- evement), sem kalla mætti afrekssýningu Ráðstjórnarrikjanna. Hún.er einstæð. Sýn- ing þessi er opin allt árið um kring. Upp- haflega var hún fyrst og fremst landbúnað- ársýning, en nú skipar iðnaðuriun þar engu é>veglegri sess, nema síður sé. Sýn- ingarsvæðið er 211 hektarar að flatarmáli, og hús og liallir eru yfir 300. Þetta er eiginlega borg éit af fyrir sig, með fiigur stræti og torg, veitingahús og skemmti- garða. Gosbrunnar og trjágróður gleðja augað. Ilið fegursta af öllu eru ]>é> mörg húsin. Morguninn, sem við skoðuðum lítinn hluta af þessari miklu sýningu, var heldur grátt um að litast og krapafor á giitunum, en þrátt fyrir ]>að var mikill fjöldi fólks að skoða sýninguna. Til að afsaka forina, sagði hinn sérlegi túlkur, sem fylgdi okkur um svæðið, að menn væru vanir að gera ráð íyrir, að veðurspár væru rangar, og ]>ví yæru engin tæki í gangi við að hreinsa krapið af s ýningarsvæðinu. Við vorurn þarna á gangi eins lengi og við máttum vera að því, um það bil 3 klukkustundir. Túlkurinn okkar, sem annars sagðist vera japönskutúlkur sýningarinnar en talaði þö ágæta ensku, sagði, að með ]>ví að vera um það bil eina mínútu að skoða hverja ein- staka útstillingu eða hlut, myndi taka ár að kynna sér sýninguna alla, án þess að reiknaður væri sá tími, sem færi í gfingu- lerðir milli húsa og deilda sýningarinnar. Deildir sýningarinnar. Sýningin skiptist í fjórar höfuðdeildir. Fyrsta deildin hefst í mikilli liöll, er stend- ur fyrir endanum á innreiðinni á sýning- una. Þar er sýnd þróunarsaga í fram- faramálum. Auk ]>ess eru í þessari deild ein sýningarhöll fyrir hvert hinna fimm- tan sovétríkja og enn ellefu hallir þar sem Ijallað er um cinslök efni, svo sem vísindi (]>ar eru líkön spútnikanna og éitlistanir á útbúnaði þeirra) og friðsamlega notkun kjarnorkunnar. Sérstakar deildir eru um lieilsugæslu og læknavísindi, alþýðumenntun og æðri skóla, bókaútgáfu í Ráðstjórnarríkjunum og mörg fleiri efni, jafnvel barnaleikföng og framleiðslu þeirra. Verkin sýna merhin. 1 fyrstu sýningarhiillinni er rakin saga ráðstjórnarinnar síðan 1917 og áhorfend- anum er þar í fáum en glöggum dráttum gerð grein lyrir þeim breytingum, sem orð- ið hafa á flestum sviðum þjóðlífsins síðan núverandi stjórnaríorm var tekið upp. A

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.