Dagur - 23.12.1959, Blaðsíða 9

Dagur - 23.12.1959, Blaðsíða 9
JÓLABLAÐ DAGS 9 HÓLMGEIRÞORSTEINSSON: Reynitrén í Möðrufellshrauni (Flutt á Eyfirðingamóti í Reykjavík 1943.) í Eyjafirði er til svokallað Miiðrufellshraun. Það er að vísu ekki eldhraun eins og hér gerast, heldur er iþað talið vera lram- hrun úr f jallinti fyrir ofan. I hrauni þessu er stórbjörgum hrúgað allavega sarnan með skútum og gjótum og dálitlum rjóðrum á milli. iÞar er skjól fyrir forvitnum aug- um og eyrnm. — Þar er því gott til leynifunda. í hrauninu uxu fyrir löngu síðan tvö undurfalleg reynitré — þau einu er til voru í framfirðinum. En svo voru þessi tré einu sinni tekin upp með rótum og fíutt til Akur- eyrar og gróðursett aftur þar. En fólkið í sveitinni var ekki ánægt með að vita ekki um Jrað, hvernig trén hefðu komið í ihraun- ið,hver hefði sáð fræjunum og Ihver alið önn fyrir þeim, J>ar til þau voru orðin hærri en tennur búfjár- ins náðu. Utm Jretta vissi enginn né þekkti forsögu þessa fagra gróðurs. — Þetta hlaut að vera eitthvað dul- arfullt. Og þar sem Jrekkingin þraut tók hið skapandi ímyndun^r- afl við. Um lausn þessarar gátu rnyndað- ist svo ævintýri, sem var í samræmi við hugsunarhátt fólksins í Eyja- firði, trú þess og vonir. í stuttu máli er ævintýrið á þessa ■leið: Fyrir löngu síðan voru í Möðrufelli ung meyja og ungur sveinn, sem unnust hugástum. En þau urðu að fela ást sína fyrir mönnum, Jjví að hún var í mein- um. Hraunið varð því griðaskjól þeirra. Þar gátu þau hitzt og notizt. í litlu rjóðri milli afarstórra steina, sem nefnt var kirkjan — því að Jrar var kór og áltari, — hafa þau kropið unt kyrra, bjarta nótt, og við altar- ið, sem ekki var með höndum gert, hala þau verið vfgð hvert öðru til eilífs trúnaðár. Þar hefur unga unnustan grátið Iiöfgum tárum sorgar — og unaðar, og kvað enn mega sjá tár liennar glitra á burkn- unum, sem vaxa í hraungjótunum. En ávöxturinn af ást Jreirra varð ekki dulinn til lengdar, því að unga brúðurin bar liann undir brjóstum sér. En mennirnir áttu sín lög og sína dómstóla. Og samkvæmt þeint lög- um var ást þessara ungu elskenda svívirðileg — því að þati voru syst- kin. — Og dómstólarnir dæmdu Jtau til Mfláts. — Líkamir Jreirra, ihlið við hlið, voru svo dysjaðir í hrauninu, Jtar sem hið stutta en heita ævintýri .þeirra hafði gerzt. Þannig endaði hinn sýnilegi Jrátt- ur harmleiksins. En fólkið í sveitinni undi ekki þessum málalokum. 1 hugum þess lá grunur unt að lög mannanna væru máske ekki alvís né dómar Jteirra óskeikulir. F.n það vissi að til var annar dómstóll, æðri öllum öðr- um, sent öll mál urðu að koma fyr- ir, hvort sem þeim var áfrýjað Jrangað eða ekki. — Eram lyrir Jrann æðsta dóm hlaut því mál hinna ógæfusömu elskenda frá Möðrufefli einnig að koma. Og framrni fyrir þeim æðsta dómi krupu nri þau, sem sek voru fundin fyrir dómi mannanna. Æðsti dómarinn spurði ekki unt ltvað Jrau hefðu afbrotið við lög mantianna. Hann spurði aðeins: Hafið þið elskað, og liefur kærleiki ykkar verið djúpur og óeigingjam, og hverju hafið Jrið fórnað lians vegna? — En æðsti dómarinn þurfti ekkert svar, hann þckkti öll þeirra málefni, án málsskjala. Og dómarinn allra dómara tók Jtau í faðnr sinn og sýknaði þau af ákæru mannanna. Og til að gefa mönnunum sýnilegt tákn dóntsnið- urstöðu sinnar, tók ltann tvö lítil fræ og gróðursetti þau með eigin hendi á leiðunt systkinanna frá Möðrufelli. Upp af þessum fræjum spruttu svo tvö fögur reynitré í Möðrufellshrauninu. Þannig svaraði gamla, eyfirzka fólkið lyrir sitt leyti spurningunni uni tilkontu reyniviðartrjánna. | A VEIÐUM. Eitt sinn var Montgomery marskálkur á rádýraveiðum í Bretlandi i i með nokkrum Vinum sínum. Skytturnar dreifðu sér um veiðisvæðið, og = = skothvellirnir glumdu lengi dags. i Er veiðimennirnir voru komnir heirn um kvöldið, leit marskálkurinn | | frá einum til annars, þurrkaði svitann af enninu og spurði: — Erum við hérna allir? i i — Já, já, við erum allir komnir. — Guði sé lof, sagð-i Montgomery, þá hefur það verið rádýr, sem ég | i skaut! Z s rillMIMMMMIIMMMMIIIIMIIIIIIMMMMMIMMmMIMIMMIIIIIMIIMMMIMMIMMMIMIIIIIMMIMMMMMIMIIIMIMIIMMIMMMMIMIMMIIIMIIMMIMMMIMlí >

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.