Dagur - 23.12.1959, Blaðsíða 32

Dagur - 23.12.1959, Blaðsíða 32
32 JÓLABLAÐ DAGS veggjum eru línurit, er sýna Iramfarirnar, sem orðið hafa á efnahagssviðinu, og hvaða breytingar muni á verða með næstu sjö ára áætluninni, sem samþykkt var af 21. flokksþinginu. Hvergi er sparað að geta samanburð og er þá auðvitað miðað við Bantkiríkin, þegar leggja skal mat á framfarirnar í iðnaði og vöxtinn í efna- liag ríkisins. Það eru vissulega tölur, seui tala, sem blasa við augum á veggjum sal- anna, og Rússar draga heldúr cnga dul á, að þeir keppi að því helst og fremst að fara íram úr Bandaríkjamönnum á sem flestum sviðum. Enn standa þeir þeim að baki að ýmsu leyti, en liitt blasir lika við af hverju þili, ef marka má tölurnar, að framleiðsluaukningin er miklu örari hjá Ráðst jórnarþ jóðu num. Geitnskcyti og þotur. Þrátt fyrir nauman tíma, fórum við auðvitað í vísindahölli na, þó ekki væri nema til að h'ta á sputnika og þess háttar hluti. En reyndar cr sjón ekki sögunni miklu ríkari um þá hluti. Þótt verið væri að reyna að útskýra fyrir okkur í stórum dráttum hina ýmslu liluta í gervitungli, fór það meira og minna fyrir ofan garð og neðan. Mér þótti meira til koma að horfa á eina af hinum frægu TU-þotum, sem þarna stóð í grcnndinni, og var öllum írjálst að skoða. Þetta eru mjög fögur tæki, en síðar gafst tækifæri til að komast að raun um, að það er einnig mjög gott að ferðast í slíku farartæki. Fjölmargt nýstárlegt bar fyrir augu þarna í húsa- kynnum vísinda og tækni, en eitt af því, sem kom mér mest á óvart var benzín í föstu formi, sem túlkurinn sýndi okkur mjög hróðugur. Sagði hann þetta alveg nýja tippíinningu, að hægt væri að koma benzíninu í fast form, og það væri einnig gott eldsneyti I því formi. Þetta kæmi sér einkum vel á köldum stöðum, þar sem erfitt væri um flutninga. Væri þá auð- velt að geynta benzínið í hlöðum, en með því að láta hnausana í þar til gerða pressu, nijög ódýra, yrði efnið fljótancli um leið og á því þyrfti að lialda. Gátum við sjálíir sannað þetta. Með því að taka bita af þessum einkennilega „osti“ og krcista hann allfast, fór benzínið að leka. Fleiri þættir birtast í „Degi“ síðar. 7 úrn áeetlunin. Sumt í þessari höll ber að vísu leiðin- legan áróðurskeim, mundi sumum finnast. 1 íyrsta salnum eru í myndum og mál- rerkum saga októberbyltingarinnar og lögð áherzla á þýðingu hennar í siigu mannkynsins. M. a. er þarna málvcrk af árásinni á Vetrarhöllina í Pétursborg 1917. Annars skipar 7 ára áætlunin iindvegi í þessari höll. Þegar því tímabili er lokið, 1965, ætla Ráðstjórnarþjóðirnar að vera komnar fram úr þeirn ríkjum Evrópu, sem lengst eru á veg komin í iðnaði, Bret- landi og Þýzkalandi í framleiðslu á nef hvert. 1970 eða jafnvel lyrr telja Rússar sig munu komna fram úr Bandaríkja- mönnum og ætla þá að standa íremstir í heimi. Hallir einstakra rikja. Eins og fyrr segir, hefur hvert Ráð- stjórnarlýðveldi sitt eigið hús í þessari megindeild afrekssýningarinnar. Þcssi hús eru mörg hvpr mjög fögur, en við bygg- ingu þeirra hefur verið liigð áherzla á að halda fram einkcnnum í húsabyggingar- list þeirrar þjóðar, sem þar á hlut að máli. Okkur gafst ekki tími til að heimsækja nema eina slíka liöll, sýningu ráðstjórnar- lýðveldisins Uzbekistan. Það var lærdóms- rík kennslustund í landafræði. Kort voru af landinu til að sýna legu þess, fram- leiðslu af ýmsu tagi o. s. frv. og ekki má gleyma framförum í menntamálum. Þarna voru 1917 örfáir læsir og skrifandi, en nú eru háskólamenntaðir menn um það bil helmingi fleiri en í Frakklandi, að tiltölu. Aðalframleiðsla landsins er baðmull. Uzbekistan er þriðja mesta baðmullar- land í hcimi, á eftir Bandaríkjunum og Kína. Afrckssýningin í Moskvu cr heil borg úl af fyrir sig.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.