Dagur - 23.12.1959, Blaðsíða 20

Dagur - 23.12.1959, Blaðsíða 20
20 JÓLABLAÐ DAGS Séð fram Öxnadalinn. — (Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson.) liggur upp að vatninu, sem er löng og allbrött leið, síðan i'ram með vatninu að vestan að árósunum. Þar var bátskel, sem höfð var til að róa á fram á vatnið með íyrirdrátt- arnet, því að veiðin var framkvæmd með fyrirdrætti. — iÞegar fleiri en tveir menn voru við fyrirdráttinn fóru tveir fram á vatnið. Annar reri, hinn hélt í togið. Þriðji mað- urinn var í landi með hinn enda netsins. Nú vildi prestur fara fram og halda í togið, þótti það skemmti- legra en vera í landi. Mun hann hafa staðið í skut bátsins, því að svo var kænan lítil, að ekki gat nema ræðarinn setið á þóftunni. Ofurlítil kvika var á vatninu og mun prestur hafa hrasað niður á borðstokkinn, þegar bátnum var snúið við og hon- um 'hvolft samstundis, og báðir mennirnir fallið í vatnið. Ólafur Jónasson — svo hét sá sem var með presti — gat komizt á kjölinn, en það tók nokkurn tíma hjá dionum að ná til prests og draga hann upp á kjölinn og síðan að ná í togið, sem flaut á vatninu skammt frá. Gat svo Jón bróðir hans dregið bátinn að landi. Þá var séra Hall- grírnur örendur, að því er séð var, enda kunnu þcir 'bræður engar að- ferðir til Jífguna r. Urðu þeir 'hræddir og fór Ólafur í skyndingu heirn að Hrauni og sagði tíðindin. Var þá sent á næstu bæi og fengin hjálp til að bera prestinn hcim að Hrauni. Bóndi fór út að Steinsstöð- um til að tifkynna ekkjunni og börnunum þessi sorgardðindi og ráðgast um, ihvort fíytja ætti Jíkið út að Steinsstöðum. Niðurstaðan varð séi að Mk prests stóð uppi í Hrauni, unz jarðarförin fór fram og munu Hraunshjónin hafa veitt Jreztu aðstoð sína. Þetta er auðskilið á kvæði Jónas- ar um fráfail föður síns svohljóð- andi: Þá var ég ungur er unnir luku föður augum fyrir nnér saman. Man ég þó missi minn í heimi fyrstan og sárastan, er mér l’aðir livarf. Man ég og minnar móður tár, er hún aldrei sá aftur heim snúa Jeiðtoga Ijúfan og Jjós á jörðu sitt og sinna. Það var sorgin þyngst. Nærri rná geta, Iivert feikna áfall þetta hefur verið fyrir Steinsstaða- 'lieimiJið, en Rannveig var kjark- kona og hélt hún btiskap áfrarn með tilsjón barna sinna. EJdri son ur hennar — Þorsteinn — mun þá Jiafa verið kominn nokkuð y.fir feraiingu. Hann var mesti ráðdeild- armaður. Rannveig, systir hans, var 14 ára, en Jónas á níunda aldursári. Anna, systir þeirra, var yngst og fædd á Steinsstöðum, en ekki er mér kunnugt um aldur hennar. i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.