Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 8
8 JÓLABLAÐ DAGS 1 f 1 IP f I Ifl IMMLlfft s s |i Kristneshæli. ■ ',x -- •• ■ í | jmm rrrrrrr til stuðnirigs um sín málefni. Hér 'stóð heill fjórðungur að baki mjög virtri framkvæmdastjórn. Þegar Ragnari þótti tími til kominn hclt hánn prýðiléga veizlu á Hótel Is- land, sem var þá béztur húsakostur til mannfagnaðar í höfuðborginni. Veizlan va.r háldin á línu Jóns Þor- lákssonar. Veizlukostur góður. og áferigi miðað við að tryggja hæfi- legt fjör í skálaræðum. Suðurför Ragnars hafði mikil áhrif á fram- þróun berklávarnanna. Kristnes fékk mikinn stuðning frá öllum málaaðilum og hvergi gætti ósann- gjarnrar andstöðu. Stjórnin og þirigið vildi styðja heilsuhælisbygg- ingu Norðlendinga eftir mála- vöxtum. Norðarilands var haldið áfram fjársöfnun í Kristnes. Nefndin sótti frain á mörgum vígstöðvum. Kaup- menn Akureyrar og Kaupfélag Ey- firðinga stóðu hlið við hlið við sam eiginleg átök. Vilhjálmur Þór var manna bezt fallinn til að hafa yfir- umsjón með stórbyggingum og naut sín ágætlega við Kristneshæl- ið. Böðvar Bjarkan var annálaður vitmaður og úrræðamikill við að finna heppilegar leiðir í vandamál- um. Landlæknir og húsameistari höfðu örugga forystu þar sem reyndi á þekkingu þeirra og at- orku. Ritstjóri Dags hafði frá upp- hafi verið lífið og sálin í þessu fyr- irtæki. Hann vakti yl'ir samtökun- um og bræðrafagi margra aðila þar til fullur sigur var unninn. Eftir hálft annað ár var Kristneshæli full byggt og fullskipað. Eftir aldar- fjórðung hafði þetta þjóðarátak svo að segja útrýmt hvítadauðanum úr hálfu landinu. Nú vill svo til að fyrrverandi rit- stjóri Dags hefur ritað bók um æskuár sín. Þar kemur fram í stutt- um æviþáttum ógleymanlegar lýs- ingar á erfiðleikum fólksins í byggð og bæ á þessu tímabili um nálega vonlausa baráttu við hvítadauðann. Sú bók verður lesin um allt land og efnið ekki hulið í hjúp gleymsk- unnar. Nú líður að jólum og ára- mótum. Mér hefir þótt við eiga að auka norðlenzkan tímamótafögnuð með því að rifja upp í fáum orðum sögu um mikla hættu og miklar hugsjónir sem leiddu til eftirminni legs sigurs í ógleymanlegu sjálfs- bjargarmáli. Sagan endurtekur sína lærdóma. Hér er minnzt eins af hreystiverkum aldamótafólksins. Þar stóðu konur og karlar norðan- lands saman í fremstu víglínu. Sú saga má aldrei gleymast.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.