Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 16

Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 16
15 JÓLABLAÐ DAGS Fjallgarðurinn austan við Ytri-Jökulsárbotna á Flateyjardal. an. Það tæmist undir jökulinn á vissu árabili, og ef til vill hefur Fnjóskadals- vatnið einnig gert það. Mætti segja mér að þá hefði verið bomsara-boms, eins og í vísunni stendur. Krókur á móti bragði. Áfram var haldið. Vegurinn liggur um grýtta mela, en er annars sæmilegur. Fyrsti gírinn reynist hæfa þessum vegi bezt, en stöku sinnum tökum við „spretti“ í öðrum gír, en þeir eru yfir- leitt ekki langir. Við förum fram hjá fyrsta eyðibýlinu, Þúfu, sem nú er nán- ast sannnefni, því þar sjást engin merki mannvistar, nema fáeinar þúfur, dálítið grænni en umhverfið. Stutt er þá að næsta bæ, Vestari-Krókum, en þar gerist vegurinn verri, enda yfir mýrar- drög að fara. Það blessast þó allt með góðri hjálp að ofan. Rétt fyrir utan Krókabæina liggur vegurinn upp á einkennilega mela. Eru þeir samansettir úr ótai hryggjum og hólum, með djúpum dældum og hvilft- um á milli. Efnið er yfirleitt fíngert og góður vegur þarna. Við setjum jafnvel í þriðja gír spölkorn. Þóri finnst þetta ágætur skeiðvöllur að renna eftir og biður mig að láta sig út úr farartækinu. Ég tel það fráleitt að hann hafi nokkuð við bílnum, þar sem honum sé nú ekið í þriðja gír, en Þórir er á annarri skoðun. Verður það úr að ég læt Þóri út og hann tekur jafnskjótt til fótanna og er á svipstundu horfinn fyrir næsta melhól. Ég ek nú sem mest ég má upp á hólinn, en þá sé ég grilla í Þóri lengst norður á Heiði. Virðist mér óþarft að reyna þennan leik lengur og hægi ferðina, fer að athuga melana í kringum mig. Hverskonar myndun er þetta eigin- lega? Ég reyni að rifja upp Jarðfræði Guðmundar Bárðarsonar, en finn ekk- ert, sem minnir á þessi ósköp. Kemst helzt að þeirri niðurstöðu, að þetta sé Jökultímamyndun. Hér hafi Fnjóska- dalsjökullinn einhvern tíma endað, og Fnjóskáin runnið út á undan hon- um og hlaðið undir sig þessum ógrynn- um af möl og sandi. Þótt einkennilegt sé, gat ég engar strandlínur fundið í þessum hólum og ættu þeir þá að vera eldri en Fnjóskadalsvatnið. Eða var þetta bara eitthvert rugl? Falskenning? Sem ég er niðursókkinn í þessar hugsanir, tek ég eftir því, að bíllinn er farinn að hossast óvenju mikið, rykkist og skrykkist til. Þá kemur í ljós, að hann er kominn langt út fyrir slóðina. Ég fer út að leita að slóðinni, og finn hana von bráðar. Hugsa sem svo, að jarðfræðin sé ekkert lamb að leika sér við, og þar á ofan varasöm. Þórir sést nú hvergi, er líklegast kominn út á Dal. Bolaflag og Ódeila. Brátt enda melhólarnir og kemur þá að grunnri en víðri lægð með rennslétt um botni. Fyrir norðan hana eru grýtt- ir ásar og melar. Hinn slétti botn lægð- arinnar vekur strax athygli. Hann er allvel gróinn, en þó grisjar í möl sums staðar, og víða sjást einkennilega ljósir steinar í mölinni. Þessa sömu ljósu steina hef ég séð lengst inni í Fnjóska- dal. Þetta er augljóslega framburður hinnar fornu Fnjóskár, og þessi egg- slétta hvilft er þá yzti hluti Fnjóskadals vatnsins hins mikla, vatnsbotninn, eins og kalla mætti hann, enda stemmir hæð hvilftarinnar vel við stallinn í Þveráröxlinni (um 10 m.). En hvar er þá útfall Fnjóskárinnar gömlu? Jú, þarna er það, ekki ber á öðru. Norður úr hvilftinni að vestan liggur gildrag eitt, með vallgrónum botni, sem lítill lækur liðast eftir niður í hvilftina og fellur síðan yfir hana vestast og framhjá melunum, niður í Árbugsá. Þessi litli lækur fellur að vísu öfugt við gömlu Fnjóská, en sé honum fylgt spölkorn norður eftir, kemur brátt að upptökum hans. Þá er dálítið móahaft og síðan fellur annar lækur í norður. Hér eru þá núverandi vatna- skil vesturheiðarinnar, sem svo er köll uð. Svo segir í gömlum bókum, að Þórir snepill nam Flateyjardal allan til Odeilu. Þetta örnefni er nú týnt, en hefur á herforingjaráðskortinu verið flutt austur á fjallgarðinn milli Flat- eyjardals og Skjálfanda. Hins vegar má telja víst, enda í samræmi við forna venju, að Ódeila hafi merkt vatnaskil Heiðarinnar. Myndi því réttast að setja þetta örnefni þar niður. Er gott til þess að vita, að þessi vatnaskil, sem senni- lega eru einhver þau merkustu á land- inu, fái þannig stutt og laggott nafn. Hvilftina áðurnefndu, vatnsbotninn forna, hef ég með sjálfum mér kallað Bolaflag, en það örnefni þekkist á Heiðinni um þessar slóðir, þótt ekki sé ég þess fullviss, að það eigi einmitt þarna heima. Á melunum norðan hvilftarinnar er allmikill uppblástur, sem sennilega hefur byrjað fyrir öldum, og gæti það verið Bolaflagið. Almannakambur. Gildragið, sem áður var nefnt, hinn forni farvegur Fnjóskár, breikkar og dýpkar er norðar dregur. Brátt kemur í það dálítil á, vestan úr Heiðinni, Höfðagilsá, og fellur eftir því norður- eftir. Verður það nyrst að klettagili allmiklu, sem brátt mynnir við annað álíka gil, en eftir því fellur dálítil á, úr Austurheiðinni. Milli giljanna verð- ur mjór malarhryggur yzt, sem kallast Almannakambur. Ekki munu það ýkj- ur, að sitja hafi mátt klofvega á kambi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.