Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 21

Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 21
JÓLABLAÐ DAGS 21 SESSELJA KR. ELDJÁRN: Skáldalækjarballið VETURINN 1908 í síðari hluta febrúar bar góðan gest að garði hjá okkur heima á.Tjörn í Svarfaðar- dal. Það var Hjöri Árna frá Skálcla- læk. Erindi hans var að bjóða okk- ur krökkunum heim á ball næsta laugardag. Hópur sá sem boðinn var úr Tjarnarsókn voru 13 ungl- ingar á aldrinum 12—16 ára. Ald- ursforseti var Tryggvi Sveinbjörns- son frá Brekku, síðar rithöfundur. Auk okkar krakkanna var svo Jón- as frá Brekkukoti sem var ágætur harmonikuspilari, og því ómiss- andi á sveitaböllin. Ákveðið var að hópurinn mættist á Tjörn. Klukk- an 7 að kvöldi laugardagsins voru allir boðsgestir mættir heima. Ekki er ég viss um að mamma hafi verið róleg þegar hún leit yfir hópinn, og ef til vill talið hann lítt til stórræða ef á þyrfti að halda. Mamma snéri sér því til spilarans og sagði: „Þú ert nú eini maðurinn sem treysta má til aðgæzlu í jressum hóp og ert því sjálfkjörinn til að vera forsjá barnanna". Þá gall í Tryggva: „Ég held frú Petrína að jrér sé alveg óliætt að trúa mér fyrir Sellu“, en svo var ég kölluð. Ekki sá ég fram- an r mömmu en einhvern veginn fannst mér eðlilegt að hún hefði brosað, og talið líann ólíklegan til stórræða í ferðalögum og allt ann- að betur gefið. Tryggvi var mjög nærsýnn. Við vorum rétt að leggja af stað niður hlaðbrekkuna heima þegar Tryggvi beindi þessum hreystiorð- um til mömmu. Varla hafði hann lokið við setninguna þegar hann rak sig á örlitla jrúfu í brekkunni og datt kylliflatur. Mín viðbrögð við byltu Tryggva var að kalla glað hlakkalega: „Mamnra ]>ú veizt að íall er fararheill úr garði“. Veðrið var eins og bezt varð á kosið, glaðatunglsljós og rifahjarn, svo Jrað var ekki amalegt að brokka yfir Tjarnar-tjörnina og Bakkana yfir að Skáldalæk. Þegar við kom- um í áfangastað ilmaði af súkku- laðinu fram baðstófugöngin og alla leið út á hlað. Það var áreiðan- lega ekki laust við að vatn kæmi í munninn á aðkomufólkinu. Dans- salurinn var vitanlega baðstofan. Heimafólk hafði lagt á sig að bera út allt sem lauslegt var. Áður en ballið byrjaði var öllum veitt súkkulaði crg kökur eins og hver gat í sig látið. Þegar svo Jónas tók harmonikuna rnátti með sanni segja að líf færðist í tuskurnar. Ekki hafði þó dansinn staðið lengi er við heyrðum aðra hljómsveit sem ekki lét eins vel í eyrum okkar. Þar var sem sé að bresta á ógurleg- ur stormur og aftakarigning, og í kjölfar veðursins kolniðamyrkur. Mér leist nú ekki á blikuna og snéri mér því í skyndi til „kafilerans", sem hafði boðið mér umsjá sína og taldi liann skyldan til að fara strax með mér heim.’Hrædd er ég um að Tryggva hafi ekki litizt of vel á það, en svara þurfti hann mér ekki, því Árni, húsbóndinn, gekk þá til dyra og sagði: „Nú loka ég bænum og héðan fær enginn að fara fyrr en birtir af degi“, og þar með var ég afgreidd. Var nú dansað og mat- azt eins og magi og fætur jroldu til morguns og reynt að gleyma Kára, sem minnti ]rá all illþyrmilega á sig annað slagið. Þegar dagaði kom í 1 jós að áin hafði rutt sig svo langt senr augað eygði. Nú var ekki um neitt annað að velja en að hópur- inn legði af stað fram með ánni til að leita að snjóbrú yfir, ef hana væri að finna. Hvergi sást ísspöng, fyrr en komið var á móts við Velli, en þar var spöng. Jónas lagði út á ána og Nonni frá Tómasargerði á hæla honum. Nonni var jafnaldri minn, eld- skarpur náungi en nokkur glanni, í það minnsta í þessari ferð. ísspöng in fór þannig með okkur að hún klofnaði um miðjuna og myndaðist stór vök. Vestan vakarinnar var Jónas, en austan stóð Nonni eftir á blá brún ísspangarinnar. Þannig fór um sjóferð þá, en eflaust hefði verr getað farið. Ekki var Nonni mikið skelkaður eftir þessar ófarir. Jónas Vtar einyrki og nú var komið langt yfir vanalegan gjafatíma skepnanna svo Jónas taldi ekki hægt annað en fara heim, enda ekki þægilegt að fylgja hópnum eftir hinum megin árinnar, og þar fór sá er mamma treysti á. Jónas sagði okkur að nú yrðum við að halda áfram inn með ánni og leita eftir hvort nokkur önnur brú væri yfir, ef svo reyndist ekki yrðum við að fara fram á Bakkabrú, væri hún komin af væri ekki um annað að ræða en fara fram á Skíðadalsbrú og svo yfir aftur á Iíreiðarsstaða-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.