Dagur - 24.12.1966, Page 28

Dagur - 24.12.1966, Page 28
28 manns og það var nnnið í baðstof- nnni á vetrum og líka sofið þar. Fólk blandaði rneira geði þá en nú og eiginlega var allt miklu félags- legra. Oft komu gestir og töfðu lengi. Stundum voru þeir mjög skemmtilegir og fréttafróðir. Pabbi og mamma voru eins og konungur og drottning í ríki sínu. Þau voru stjórnsöm og þurftu að vera það, þar sem svona margt fólk var. En snúum okkur nú aftur að ballinu, sem var rétt að byrja. Við höfðum tæpast lyst á súkkulaðinu og kökunum fyrir tilhlökkun. Svo reis Nonni virðulega úr sæti sínu, tók nikkuna sína æfðurn höndum, þennan mikla töfragrip. Og dans- inn hófst. Eftir litla stund var ein iðandi kös á gólfinu. Það var sung- ið og dansað og ef einhver var með fýlusvijr eða var óframfærinn, var hann óðar dreginn fram á gólfið. Nikkan hans Nonna dugði vel og Nonni sjálfur auðvitað ekki síður. Það bogaði af honum svitinn, en hann var óþreytandi. Sumar stelpurnar voru eldri en ég, jafnvel nokkrum árum, og þótt- ust vera eitthvað merkilegar með sig og hafa vit á hlutunum. Þær töluðu mcira um stráka þegar þær hittust en við, sem yngri vorum, og þögnuðum þegar okkur bar að! Eg vissi ekki hvernig tíminn leið, klukkutíma eftir klukkutíma. Ein- hverntíma um rniðja nótt tók ég eftir því, að kunningjakona mín, sem var fermd vorið áður og lík- lega 15 ára gömul, var horfin úr baðstofunni. Það leið nokkuð löng stund og þá rann upp ljós fyrir mér, því einn strákurinn var líka horfinn, einmitt strákur, sem hún hafði dansað mest við. Foi'vitni mín tók alveg af mér ráðin og áður en ég vissi af, fór ég að leita. Eg læddist fram göngin, sem voru skuggaleg þrátt fyrir ljóstýru. Veit ég þá ekki fyrr til, en ég nærri rekst á þau bak við eina lrurðina. Og hvað haldið þið að þau hafi verið að gera nema kyssast? Mér varð al- veg orðfall og ég stóð þarna eins og saltstólpi og fyrirvarð mig Jró fyrir að horfa á þetta. Já, og hlusta á pískrið í þeim. Þau sáu mig ekki og eftir stutta stund dró ég mig í hlé og fór sömu leið til baka. En nú hafði ég eitthvað til að hugSa um. Fram að þessu hafði ég aðeins séð fullorðið fólk kyssast. Þetta var allt annað og spennandi hlaut það að vera, af því það var skemmtilegra að standa þarna í hálfgerðu myrkri og kulda i staðinn fyrir að dansa. Ég var á þeim aldri, að hugsa mjög þokukcnnt nm ástarlífið. Mér hafði kannski flogið ýmislegt í hug í því sambandi, einkum út frá því scm ég heyrði aðra segja eða ræða um i hálfkveðnum vísum. En allt svoleiðis tal fannst mér leiðínlegt og jafnvel Ijótt. En var þá ljótt að kyssast eins og þau frammi í göng- unum? Eða var það ósköp gaman? Það vissi ég ekki. Ég var þó skotin í Stjána en óskir mínar í sambandi ■við hann náðu fyrst og fremst til leikja og svo var líka gaman að tala við hann — en að kyssa hann — það mun mér naumast liafa dottið í hug. Ég dansaði og dansaði og allir dönsuðu. En einhvern veginn var það svo, að þetta ball fékk annan svip eftir leitarferðina mína. Lík- lega hefi ég glápt venju fremur á Stjána, því hann kom nú til mín og bauð mér í dansinn. Hvað myndi ég nú gera, ef við mættumst'af til- viljun í göngunum og hann — væri kannski eins og hinn strákurinn —? Mér fannst ég reglulega Ijót að vera að hugsa um þetta en gat ekki að því gcrt. En hvað var hann að hugsa? Það vissi ég ekki og svo töl- uðum við saman eins og venjulega. Klukkan var víst farin að ganga fjögur eða fimm um morguninn og enn var ekkert lát á skemmtuninni, þegar ég ákvað að vera nú reglu- JÓLABLAÐ DAGS -----------------------f----- lega sniðug við Stjána. Ég sagði honum eins sakleysislega og mér var unnt, að mér væri svo voðalega heitt. Eigum við að skreppa út, sagði hann, og kæla okkur svolítið? Svo fórum við svo lítið bar á, ég á undan og beið hans frammi í göng- unum. Eitthvað straukst við fótinn á mér og mér varð bilt við. En þetta var bara kötturinn, sem hafði ekk- ert gaman af dansi. Og svo kom Stjáni. Honum var dimmt fyrir augum og hann var nærri búinn að reka sig á mig. Hann læddist eins og þjófur og ég hélt niðri í mér andanum. Og þarna stóðum við hvort hjá öðru. Aldrei þessu vant sagði hann ekki orð. Svo kom kisi aftur og nuddaði sér malandi upp við okkur. Það er bara kötturinn sagði ég. Já, það er kötturinn, sagði hann. Kannski sögðum við eitthvað meira, álíka gáfulegt. Svo kom ég óvart við Stjána og áður en ég vissi þreif hann utan um mig. Ég gleymdi víst að streitast á móti. Þetta var ósköp spennandi og for- vitnilegt. Nú ætlaði hann víst líka að kyssa mig og einhverjar efasemd- ir skutust um kollinn á mér. En ég hafði ekki tíma til að hugsa. Hátt og hvæsandi hljóð rauf þögnina. Stjáni hafði stigið ofan á skottið á kettinum. Þar með lauk fyrsta ævin- týrinu á fyrsta ballinu mínu, því að það setti að mér óstöðvandi hlátur, en Stjáni sagði Ijótt eins og fullorð- inn maður. Með beztu jólakveðju. Bína. 1 H i (J (I (B II 9

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.