Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 24

Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 24
24 JÓLABLAÐ D AGS nokkuð af ljóðunum. Ég vissi, aðingu hjá sjálfum mér, að ég fór að hann var vínhneigður og sást stund- kenna í brjósti um menn, sem vínið hafði náð valdi yfir, mildaði mig í um ölvaður. Ég hafði rótgróna óbeit á drykkjuskap, og hún færð- ist yfir á mennina, sem neyttu víns í óhófi. Obeit þessi eða andúð átti rætur að rekja til móður minnar fyrst og fremst. Hún var einnig styrkt við það, að ég vandist aldrei víni, meðan ég ó.y upp. Vín var varla haft um hönd á heimili föð- ur míns, meðan það var leyfilegt, nema í fyllsta hófi, og aldrei eftir gildistöku vínbannsins. Svo bar til, að ég lét fjölrita sálma mína og andleg ljóð, frumort sumt, en öðru snúið á íslenzku. Árni heitinn Árnason bókbindari á Akureyri innhefti bókina fyrir mig. Eitt sinn er ég kom til hans vegna bókar minnar, sagði hann mér, að Davíð Stefánsson liefði ver- ið hjá sér, séð bókina og endilega viljað kaupa eitt eintak þegar í stað. Ég vissi þá ekki, að Davíð safnaði bókum og bjóst ekki við, að skáldi sem honum mundi finnast mikill slægur í því, sem þar var að finna. Mun ég hafa látið þetta í ljós við Árna og það álit, sem ég hafði á Davíð. Mér finnst enn ég heyra rödd Árna, þegar hann sagði: „Davíð er bezti drengur." Sagði hann mér ennfremur, að hann kæmi oft til sín og að þeir ræddu mikið saman um trúmál. Var að heyra á Árna, að Davíð væri trú- hneigður, og þótti mér það frétt- ir. Árni var maður heittrúaður og gaf út nokkur ágæt kristileg smárit og þýddi mikið, einkum fyrir Barnablaðið. Var ekki komið að tómum kofum hjá honum, er trú- málin voru rædd. Mun Davíð hafa fundið það. Aðalsteinn Jónatansson, vinur Davíðs, ræddi og við mig um hann. „Davíð er fínasti maður,“ minnir mig, að honum féllu orð. Vitnis- burðir þessir, samfara þeirri breyt- garð Davíðs, og betri hlið þess manns fór ég að sjá skýrar en áður. Kunnleikar fóru að takast með okk- ur meiri en fyrr. Mér var kunnugt um, að rithöf- undar gefa fólki náinn gaum. Samt varð ég forviða, þegar DaVíð sagði við mig, og var Jrað árla á tíma kynningar okkar: „Ég hefi stúderað Jrig svo, að ég gæti skrifað um Jaig heila bók.“ Við höfðum að vísu talazt við, en lítið þó. Athugun lians á mér var Jdví ekki sprottin af samtölum. Eji þetta hefir verið venja hans, að at- huga menn, grandskoða þá, lát- bragð Jreirra og hreyfingar, orð þeirra og kæki. Sem betur fór fann þjóðskáldið sér verðugri viðfangs- efni í ritsmíðar en mig. Nú vil ég geta einkennilegs at- viks, sem fyrir mig koma í sambandi við Davíð. Á ævi minni allri fram að þessu á það sér aðeins eina hlið- stæðu. Mig minnir helzt, að atvikið gerðist um Jrað Jeyti, sem ég spurði hann, hvernig hann færi að lýsa reynslu trúaðra manna. Ef til vill gerðist Jrað þá. Ég gekk við hlið hans nokkur skref. JÞá fannst mér, sem um hann léki stór hjúpur, er lagðist upp að mér. Ég skynjaði fremur með lík- ama mínum, heldur en ég sæi það, að í hjúpi Jressum voru rákir eða rendur, þræðir, upp og niður, mis- munandi litir. Bar mjög mikið á dökkum Jínum eða rákum, en ljós- ari litir voru Jró innan um. I3etta mun verið hafa ára Davíðs, sá Jjós- hjúpur, er sumir skyggnir menn segjast sjá utan um fólk. Aðrir segja, að sérhver mannslíkami sé rafkerfi, og lieilinn útvarpsstöð, er sendir frá sér rafbylgjur. Það mun nú vera vísindalega sannað. Sendi- orkan hefir reynzt mælanleg á mæli, sem til þess var útbúinn. Var sagt frá reynslu mannsins, er mæli- tækið bjó til, í tímariti Idalldóru Bjarnadóttur, Hlín, og í útlendum tímaritum. Þetta var á dökku tímabili í ævi lóavíðs, BýSt ég við, að bjartari hafi verið hjúpur sá, er leið nær lokum ævi hans. Davíð gerðist áskrifandi að Norð urljósinu, sem Arthur Gook trú- boði gaf út, en með lionum starfaði ég. Davíð vildi fá árganginn allan í einu og innheftan. Þannig fengu nokkrir kaupendur liann. I’á fóru leiðir mínar að liggja til húsdyra hans við Bjarkarstíg 6. Þá hóf hann þann sið, að bjóða mér inn. Eftir J^að tókust með okkur æ meiri kunnleikar. Ég fylgdi sem bezt ég gat reglunni, sem Orðskviðir Saló- mós gefa, en hún er Jressi: „Stíg sjaldan fæti þínum í hús náunga þíns, til þess að hann verði ekki leiður á þér og hati þig.“ Fannst mér það aukast, er liðu tímar, að Davíð fagnaði heimsóknum mín- um. Sá var lengi háttur á samtölum okkar, að Davíð spurði mig hvað ég segði um eitthvert málefni. Varð ég þá að láta móðan mása, en sjálf- ur mælti hann fátt. Slíkt er háttur viturra manna, Jrví að Salómó segir einnig í Orðskviðum sínuitn: „Fá- málgur maður er hygginn." Fylgdi ég lítt Jjví viturlega ráði, Jrví að ég vildi komast að Davíð með boðskap biblíunnar. Vitnaði ég oft til henn- ar, er því varð komið við. Hann tók Jiví mætavel. Eitt sinn tók hann að spyrja mig eitthvað um sveit mína og um- hverí i, Jregar ég var ungur. Var Jrað víst eftir Jrað, að bók Páls Kolka læknis, „Föðurtún," kom út. Sagði ég honum, minnir mig, hvar æsku- heimili mitt var staðsett, en })að var á Miðfjarðarhálsi, eigi ýkja- langt frá Bjargi. En þar var Grettir alinn upp, og fannst mér nokkuð til um það á uppvaxtarárum, að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.