Dagur - 24.12.1966, Síða 15

Dagur - 24.12.1966, Síða 15
JÓLABLAÐ DAGS 15 ið rúmar ekki meira en tvo menn. Auk þess var þar benzín í stórum brúsa, því reikna mátti með að sá gamli yrði þurftafrekur. Án er ills gengis nema heiman hafi. Veður var stillt þegar við sigum út hlíðina austan fjarðar, regnskúrir gengu yfir, en hiti um 12 gráður. Á leiðinni skruppum við niður á Svalbarðseyri, til að fá þar olíu, sem gleymzt hafði að taka á Akureyri. Inntu Svalbarðseyringar okkur að ferð- um, en við sögðum hið sanna. Ráku þeir þá upp stór augu, oð töldu frá- leitt að við kœmumst út Heiðina á þessu farartæki, væri hún erfið bílum, sögðu þeir, og mátti skilja, að þeir álitu þetta hina mestu fífldirfsku. Við létum þetta ekki á okkur fá, og töldum Fordinn hafa þá eiginleika til að bei'a, að þetta mætti takast. Nefnd- um við það til sönnunar, að einmitt slíkur bíll hefði fyrstur farið yfir há- lendið. Lauk svo að hvorugir sannfærðu aðra, en ekki varð þetta okkur til mik- illar uppörfunar, sem varla var von, enda mátti gei'a ráð fyrir að Svalberð- ingar þekktu nokkuð til vegarins. Fall er fararheill. Við héldum svo sem leið liggur út í Dalsmynni og austur í Fnjóskadal, hjá Þverá. Þar fórum við að gá að afleggj- ai-a til Heiðarinnar, en fundum engan, og ókum svo suður hjá Gai'ði. A eyr- unum við Fnjóskána hittum við fólk við réttir, ag spurðum það eftir veg- inum. Kom þá í ljós að við vorum komnir góðan spöl framhjá. Fnjóskdælir töldu, að komast mætti út heiðina, ef ekki blotnaði, og gladdi það okkur heldur. Nú hafði að vísu rignt nokkuð um daginnj og gat færið hafa spillzt af þeim sökum. Útlitið var enn tvísýnt. Var nú snúið við og bi'átt fundum við Heiðarveginn. Liggur hann upp með Ái-bugsánni að vestan. Var hann upp gróinn og raunar aðeins ógreini- leg slóð. Reyndist hann vera þannig mest alla leiðina. Nokkrai' brekkur eru þarna upp að fara, og vegna bleytunnar kom brátt að því að bíllinn spólaði í moldarslóð- inni. Þótti okkur snemma byrja erfið- leikarnii', en þó hafðist þetta með því að Þórir fór út og ýtti á eftir. Datt mér þá í hug sagan um Úlfinn, sem leysti sig úr Læðingi. Ferð hafin á Flateyjardal. Vatnið, sem hvarf og áin, sem sneri við. (Ekki er allt sem sýnist). Eftir að þessi þraut var unnin þótti okkur tími til kominn að fara að hefja athuganir. Handan við ána blöstu við sléttir melar, sem mynduðu lái'étt þrep eða stalla (3. mynd). Hér var augljóslega um að ræða gamlar eyrar Árbaugsár- innar, sem hún síðan hafði grafið sig niður i, en hún fellur nú þarna í gljúfr- um. En áreyrarnar myndast þó ekki nema við vötn eða sjó, og hvei-nig gat staðið á þeim þai-na? Þá varð okkur litið upp í hlíðina fyrir ofan Þveráibæinn, þar sem kall- ast Þveráröxl. Hún er klædd fallegum kjarrskógi langt upp eftir, með aflíð- andi halla. Á einum stað er þó gi'eini- legur stallur í hlíðina, láréttur stallur eða þrep, myndaður af lægð inn í hana og bungu fyrir neðan lægðina. Bungan er að mestu skóglaus og því mest ábei'andi. Hvei'gi sést þó á klett þai'na, svo þetta er tæplega venjulegur kletta- stallur. Við göngum upp á stallinn og mæl- um hæð hans, sem reynist vera um 20 m yfir sjó. Við nánari skoðun verður ljóst að þessi stallur er grafinn af vatni, þetta er svokallaður strandflöt- ur, sem jafnan myndast þar sem vatns- borð eru, við það að vatnið nagar úr bakkanum og flytur efnið fi-am í vatn- ið neðan við bakkann (sjá 4. mynd). Til að svona stallur myndist þarf vatnsboi'ðið að hafa legið í langan tíma í þessai'i hæð. Ogreinilegri stall- ar ei’u neðar í hlíðinni, sem benda til, að lækkað hafa í vatninu stig af stigi. Þetta þýðir auðvitað, að í Fnjóskadal hefur eitt sinn legið mikið stöðuvatn, sem hefur að líkindum riáð innan frá Söi'lastöðum og út á Flateyjardalsheiði þar sem hún er hæst (Ódeila). Þá hef- ur Ái'bugsáin runnið í vatnið að aust- anverðu og síðar, þegar lækkaði í vatn- inu, hefur hún myndað eyrarnar áður- nefndu. Vatnið hefur haft afrennsli noi'Sur Heiðina, sem síðar vei'ður get- ið. Árbugsáin hefur því í vissum skiln- ingi snúið við, og þá myndaðist hinn einkennilegi bugur, sem hún er við kennd. Hið sama má raunar segja um Fnjóskána sjálfa, en vatn hennar hef- ur fyx'rum runnið til sjávar á, Flateyj- ardal. En hvei-s vegna myndaðist þetta mikla stöðuvatn í Fnjóskadalnum? Nú eru þó skörðin tvö, Ljósavatnsskai'ð og Dalsmynni mun lægri en vatnsborðið áðurnefnda. Hér er um tvennt að gera. Annaðhvoi't hafa þessi skörð þá verið grynnri, sem svarar hæð vatnsborðs- ins, eða þau hafa vei-ið stífluð af ein- hvei-jum ástæðum. Fræðimenn munu nú yfirleitt hall- ast að síðari kenningunni, og gera ráð fyrir að vatnið hafi stíflast uppi af jökli ísaldarinnar, sem lá í Eyjafirði og Bái-ðardal. Eftir því að dæma, hefur vatnið verið við lýði í ísaldarlok, eða fyrir um 10—11 þúsund árum. Geta má þess, að svipuð vötn eru enn til í landinu og er nafnkunnast Grænalón við Vatnajökul vestanverð-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.