Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 17

Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 17
JÓLABLAÐ DAGS þessum, áður en þar var ruddur vegur eftir honum, niður í gilið mikla, Dals- árgilið, sem myndast af giljunum tveim ur, er áður voru nefnd. Jafnan mun þó alfaravegur hafa leg- ið um Almannakamb, sem nafnið bendir einnig til, en fyrsti bílvegurinn var þó lagður ofan í Vestu*giliö nokkru sunnar, og lá síðan út eftir því, sum- part eftir árfarveginum. Mun hvorug- ur kosturinn hafa þótt góður. Heldur þótti mér geigvænlegt að aka niður eftir kambinum; flöturinn ofan á hryggnum aðeins vegarbreiddin, og hyldýpisgil báðum megin. En farkost- urinn reynist hér sem endranær, traust ur og réttsækinn, og komst ég þetta því klakklaust án frekari tíðinda. Þeir eru einráðir í því gili. Á leiðinni niður kambinn þorði ég hvorki að líta til hægri en vinstri, en þegar ég var kominn næstum niður í gilið, verður mér það á. Sé ég þá hvar maður stendur á eyri við ána í Aust- urgilinu. Hefur hann komið upp út- búnaði, sem einna helzt minnir á til- raun Foucaults í Péturskirkjunni í Róm og kíkir nú og miðar í ýmsar stefnur, ýmist uppréttur, hálfboginn eða á maganum. Við þessa sýn bregður mér svo, að engu munar að bíllinn kútveltist fram af kambinum. Þótti mér sýnt, að hér væri á ferðinni annað tveggja, útilegu- maður, og væri þeim þá allmjög fram farið síðan síðast spurðist til þeirra á öræfum, að þeir væru nú farnir að stunda vísindi, ellegar þetta væri Þór- ir sá, er týndist mér innarlega á Heiðinni. Kom brátt í ljós, að síðari tilgátan var sú rétta. Sem betur fer var vísindamaðurinn svo niðursokkinn í athuganir sínar, að hann tók ekki eftár því, í hve mikilli lífshættu ég var á kambinum. Þegar ég kem svo á vettvang er Þór- ir í óða önn að skrifa inn athuganir sínar. 70° hefur hann skrifaðj Hvað er þetta, standa lögin á haus? spyr ég. Þórir lítur upp heldur brosleitur. Þá veit ég að hann rneinar grannhornið, en nógur halli er það nú samt og meiri, en við eigum að venjast. Hallinn virð- ist stefna í SA eða SSA, en það er þrautin þyngri að ákveða stefnuna ná- kvæmlega. Að vísu hefur Þórir haft með sér nákvæma stæi'ðfræðireglu til þeirra hluta, en hún reynist ekki not- hæf við þessar kringumstæður. Við reynum ýmsar aðferðir, en verð- 17 Skriðjökull í Jökulsárbotnum (fremri) á Flateyjardal. um að lokum að gefast upp við að nota stærðfræðii'egluna. Hún virðist ekki gilda í þessu gili. Kannske eru hér ein- hverjir landvættir, sem hindra það. Eða eins og Hannes segir: Þeir eru einráðir í því gili, ótal búa í svörtum hyli. Bezt að hugsa ekki meira um það, segi ég upphátt, og fer að leita að grös- um í klettunum. Og viti menn. Þama er þá sigurskúfur á klettasyllu, óblómg aður að vísu, enda blómgast hann sjald an fyrr en í september. (Innfluttur sig urskúfur, sem t. d. vex í Vaglaskógi, blómgast oft miklu fyi'r). Sigurskúfur- inn eða purpurablómstrið er líklega skrautlegasta planta landsins, þegar hann er í blóma. Hann finnst aðeins á fáum stöðum, jafnan í klettasyllum, þar sem skepnur komast ekki að. Nú er að vei'ða áliðið dags. Við fá- um okkur bita af nestinu, og höldum svo áfram. Enn er drjúg leið í Héiðar- hús, en þangað er föi'inni heitið þenn- an dag, og ekki er vitað hvar óvinir sitja í fleti fyrir. Sú þykkjuþunga. Óvinurinn lét ekki eftir sér bíða. Eft- ir að hafa ekið út sléttar sandeyrar Dalsárinnar, sem þama var ósköp sak- leysisleg og raunar vesældarleg í þessu geysimikla og víða gili, sem Fnjóská hin forna hafði eitt sinn graf- ið fyrir hana, komum við allt í einu að foraðsvatnsfalli, sem fellur þvert niður úr austurhlíðinni í einum iðandi streng gegnum heljarmikla grjóturð, sem hún hefur auðsýnilega sjálf borið fram i tímanna rás. Af stærð steinanna má mai-ka, að miðað við það sem hún get- ur orðið og sýnist þó ærið illúðleg með skolhvítu vatni, sem hvei'gi sér til botns í. Hvort sem það var nú ánni að kenna beint, eða hx-æðslunni í méi', þá hættir nú farkosturinn að ganga. Var líkt sem hann væri steini lostinn yfir þessum undrum og stórmei'kjum þai'na í ui'ð- inni, og kannske eru vélar ekki skiln- ingslausar, þrátt fyrir allt, a. m. k. ekki gamlar vélar. Við prófuðum nú ána og reyndist hún furðu grunn en mjög stórgrýtt í botni og straumþung. Kom sér vel að sá gamli var háhjólaðui', enda skreið hann yfir ána eins og ekkert væri, þég- ar hann hafði jafnað sig. FÓr því betur fyx’ir okkur en Páli foí'ðum, ér hann í’eið yfir Rangá. Vatnsfall þetta kallast Jökulsá, nán- ar tiltekið hin syðri, og mu'n hún bei'a nafn með rentu. Var nú hindrunráláust að kalla ut í Heiðai'hús, og þangað náðum við heilu og höldnu að kvöldi þessa dags. Hitt- um við þar fyrir hið veglegasta sælu- hús, sem um getur á þessu landi, og tókum okkur þar gistingu. Dýrin víða vaknað fá. Þessi vísa Sigurðar Bi'eiðfjörðs datt mér í hug, þegar ég var að nudda stýr- urnar úr augunum við lækjarsprænu hjá sæluhúsinu moi'guninn eftir;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.