Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 12

Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 12
12 JÓLABLAÐ DAGS lega í Ijós, þegar fréttist af Þórði og hann hafði sagt frá hrakningum sín um. Breytni Jóns við veikan föru- naut sinn mæltist að vonum illa fyrir. Hann þótti hafa sýnt ókristi- legt miskunnarleysi og ekki bætti það málstað hans, að hann skyldi ekki segja til Þórðar þegar hann kom í Atlastaði. Að vísu hefur hann iíklega skammast sín fyrir að skýra rétt frá skiptum sínum við Þórð, en engu að síður var það glæpsamlegt að segja ekki til pilts- ins og láta hann liggja úti í frost- inu um nóttina. Má telja það hreina guðsmildi að Þórður lifði þá nótt af. Allt þetta fúlmennskuathæfi Jóns Hákonarsonar vakti slíka gremju, að vinir Þórðar og venzlamenn beittu sér fyrir því að mál var höfð- að á hendur drösulmenninu. Var Jón kærður fyrir sýslumanni Ey- firðinga, Lárusi H. Scheving á Möðruvöllum í Hörgárdal. Sýslu- maður stefndi Jóni til þingstaðar Svarfdæla, Grundar í Svarfaðardal, og var réttur settur í máli hans 8. júní 1702. Þórður greindi nákvæm- lega frá samskiptum þeirra Jóns í ákæru sinni og er frásögn þessi byggð á því, sem um þetta mál er bókað í þinga- og dómabók Vaðla- Jjings. Jón gat ekki neitað neinu af því, sem Þórður bar á hann, né fram- burði Atlastaðamanna, og er svo að sjá, að hann hafi viðurkennt yfir- sjón sína fúslega. Lá því næst fyrir að ákveða sekt hans eða refsingu.. Sýslumaður skipaði ö manna dóm í málinu. Dóm þann skipuðu einn lögréttumaður, Jón Einarsson í Hraukbæ, og 5 hreppstjórar úr Svarfaðardal, þeir Gunnar Þorleifs- son á Böggvisstöðum, Jón Jónsson á Bakka, Jón Jónsson annar, Hall- dór Skeggjason á Hofi og Nikulás Þorbjörnsson í Ytra-Hvarfi. Þessir heiðursmenn komust að þeirri nið- urstöðu, að Jón Hákonarson hefði sér ekkert til forsvara gegn ákæru Þórðar og -skorti jafnframt alla frómheitsvitnisburði, svo hann var sekur fundinn um að hafa forséð sig stórlega, bæði samkvæmt and- legu og veraldlegu lögmáli. Loka- orð dómsins voru þannig orðrétt: „En af því hann hefur ekki fé til, fyrir sig að bæta, hafi Jóns Hákon- arsonar refsing forsvaranlega á- lagða eftir valdsmannsins tempran í þingmanna viðurvist, fyrir þessi sín brot, sem og aðra ótilhlýðilega höndlun við sína hreppsmenn eftir framburði lögréttumannsins Jóns Einarssonar, upp á það að svoddan ókristileg aðferð við sannkristinn mann, mætti fyrir Réttarins aðstoð ei í vöxt fara, heldur sem mest aft- urhaldast." Þessa dómsniðurstöðu, sem að vísu er nokkuð óljós, samþykkti Lárus sýslumaður, og seinna um daginn, eftir að jDÍngfundi var lok- ið, var refsingin lögð á sökudólg- inn. Merkilegt er, að Jjess er ekki getið hver refsingin var, en mun sennilega hafa verið venjuleg fleng- ing. Lítið er um Jrennan Jón Hákon- arson vitað umfram það sem upp- lýsist við fyrrnefnt réttarhald. Jón Einarsson lrm. í Hraukbæ virðist Jiekkja nafna sinn bezt af þeim dómsmönnum og bendir það til Jiess, að hann hafi dvalið í Krækl- ingahlíð eða nálægum sveitum, og gæti jafnvel verið ættaður þaðan. Þó er hann ekki á þeim slóðum J:>eg ar manntalið er tekið 1703. Auð- vitað gæti hann verið dáinn þá, eða fluttur í fjarlæg héruð, en samt tel ég líklegasf að hann sé sá Jón Hákonarson, sem J^etta ár er vinnu- maður í Ytri-Grenivík í Grímsey. Þórður Grettisson var svarfdælsk ur að uppruna, en ekki mun þó auðvelt að ættfæra hann nákvæm- lega, né aðra Grettisniðja, sem fyr- irfinnast í Svarfaðardal 1703. Þau eru 8 Grettisbörnin í dalnum þetta ár og flest í Urðasókn. Öll eru þau fulltíða, en þó á mismunandi ald- ursreki. Fjögur eru á aldrinuin 42— 55 ára, en hin eru yngri, 16—27 ára gömul. Vissulega gætu þau öll ver- ið hálfsystkini að faðerni og er það reyndar líklegt, en Grettir sá, sem hefur getið þau af sér, er ekki í tölu lifenda 1703 og því ókunnur. Sama er að segja um konur hans. Þórður Grettisson var vinnumaður á Köngustöðum (síðar Göngust.) 1703, hjá Jóni Ingimarssyni bónda þar og konu hans Oddnýju Grettis- dóttur, sem samkv. framansögðu hefur e. t. v. verið hálfsystir hans. Hún var þá 55 ára (f. 1648) og elzt fyrrgreindra Grettisbarna, en Þórð- ur var um það leyti aðeins 17 ára (f. 1786) svo aldursmunurinn var mikill. Þórður gerðist bóndi í Svarf aðardal. Hann bjó á Koti (björg- unarstað sínum) 1712 og enn 1721, en líklega á Skeiði 1735 og lengur. Engar sögur fara af honum eftir að skiptum hans við Jón Hákonarson lauk ,enda auðfundið af þeim, og af vitnisburðum, sem hann fékk við réttarhöldin, að hann hefur ver ið friðsamur maður og greiðvikinn. Segir í réttarskránni að Þórður hafi fengið „almennilega, fróman og ærlegan vitnisburð", sveitunga sinna. Ekki er víst um kvonfang Þórðar eða börn. Hann hefur eflaust kvænzt og líklegt er að Oddný Þórð ardóttir kona Páls Magnússonar á Kongsstöðum muni vera dóttir hans en f.rá þeim mæiti rekja ættir. Önnur dóttir þórðar hefur verið Björg, , kona. Bessa Vigfijssonar í Gljúfrárkoti. Lýkur svo þessum þætti af Þórði Grettissyni og hinni sögulegu för hans yfir Heljardalsheiði á Þrett- ándann 1702. (Heimildir: Dóma- og þingbæk- ur Vaðlaþ., Manntöl 1703 og 1762 úr Eyjaf.). Austurbrún 2, Reykjavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.