Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 20. febrúar 1993 ? E R S L. I I A R Jl I D S T 0 Ð Hafnarstræti 97 úivais fau. > of‘glelrs W uotLond0n St*rfsfóik SápubúÖ^ N\\K\ð 0rvagogEve\Vn ^ ^Crabtreeogt y ^ ^lkomin ■ Starfsf0"1 ^U^f^rut,, P °3salt St*rfSfóik Sápubúóaó^ Vantaf vörum a ^pöW^^púvdur ^lkomin ■ Starfsfó'^ DUNDUR ÚTSALA! Hún hefur aldrei verið betri! Hefst laugardaginn 20. febrúar Opið frá kl. 10-16. Athugið: Fleiri verslanir í Sunnuhlíð verða einnig opnar til kl. 16.00 þennan laugardag. Kaffi á könnunni. * Fullt af efnum á 200-300 kr. pr. m. * Peysuefni með góðum afslætti. * Köflótt og munstruð ullarefni með helmings afslætti. * Samkvæmisefni * Blússuefni. * Buxna- og dragtaefni * Thermo efni * Gallabuxnaefni * Vattefni * Útigallaefni * Gluggatjaldaefni * Rúmteppavatt * Rúmfataefni * Og margt fleira. 20-70% afsláttur! Nú er hægt aó gera góð kaup! Sunnuhlíð 12 Sími 27177 Fréttir Fádæma léleg aðsókn í Hlíðarflalli í vetur: Ákveðið að lækka verð á hálfsdagskortum fuilorðlmia - einnig verður styttur opnunartími á þriðjudags-, miðvikudags- og fímmtudagskvöldum Frá og með dcginum í dag lækka hálfsdagskort fullorð- inna í Hlíðarfjalli um 200 krónur, úr 700 í 500 krónur. Þessi afsláttur gildir til 17. mars nk. og að sögn ívars Sig- mundssonar, forstöðumanns Skíðastaða, var hann ákveðinn vegna fádæma lélegrar aðsóknar í Hlíðarfjall það sem af er vetri. Einnig hefur að sögn ívars ver- ið ákveðið að stytta opnunartíma í Hlíðarfjalli þriðjudags-, mið- vikudags- og fimmtudagskvöld. Þessi þrjú kvöld í viku hefur ver- ið opið til kl. 21, en frá og með næstkomandi þriðjudegi verður opið til kl. 19. Eftir sem áður verður opið um helgar kl. 10 til 17. „Aðsóknin í vetur hefur verið alveg með eindæmum léleg og það má segja að aðeins hafi verið góð aðsókn einn dag, það er að segja þegar var ókeypis í lyfturn- ar. Það var að vísu gott veður þann dag, en okkur heyrist á fólki að því finnist þetta of dýrt. Því ætlum við að lækka verðið á hálfsdagskortum. Okkur finnst ástæða til að fá úr því skorið hvort lækkun hefur áhrif eða ekki,“ sagði ívar. ívar sagði að ákveðið hafi ver- ið að stytta opnunartímann á kvöldin vegna þess að aðsóknin eftir klukkan sjö hafi verið lítil sem engin. ívar sagðist telja að til að skýra lélega aðsókn í vetur kæmi fleira til en peningaleysi fólks. Veðrátt- an hafi verið með eindæmum erf- ið og fólk sé einfaldlega orðið þreytt á henni. Þá hafi sitt að segja að undanfarnir vetur hafi verið lélegir og því hafi skíða- áhugi dottið niður, ekki síst hjá unga fólkinu. „Ég tel að það taki í það minnsta tvö ár, þótt aðstæð- ur verði hagstæðar, að ná skíða- áhuganum upp aftur. Svo má ekki gleyma því að nú er mikið framboð af allskyns líkamsrækt og inni í líkamsræktarsölunum er alltaf jafn gott veður,“ sagði ívar. óþh Akureyri: Jólasveinar á borði bæjarráðs - hugmyndir ferðamálahópa verði samræmdar og settar Bæjarráð Akureyrar fjallaði sl. fimmtudag um skýrslu þá sem Bjöm Bjömsson, rekstrar- ráðgjafi, tók saman fyrir Iðn- þróunarfélag Eyjafjarðar og Dagur greindi frá sl. fimmtu- dag, en þar er lagt til að stofn- að verði markaðsfyrirtæki á Akureyri sem hefði það að aðalmarkmiði að auka að- dráttarafl bæjarins m.a. með því að gera hann að aðsetri jólasveinsins hér á landi. Sigurður J. Sigurðsson, for- maður bæjarráðs, segir að það hafi verið mat bæjarráðsmanna að í skýrslunni hafi komið fram mörg atriði sem þegar hafi verið rætt um í starfshópi í ferðamálum á vegum bæjarins og nefnd í ferðamálum á vegum atvinnu- í einn „pott“ málanefndar. Því hafi mönnum þótt rétt að áður en lengra yrði haldið verði þessar hugmyndir samræmdar og settar í einn „pott“. Eða eins og Sigurður orð- aði það: „Við ætlum að reyna hella þessu öllu saman og sjá hvort við getum ekki fengið út úr þessu eitthvað bitastætt. Hins vegar hafa menn ekkert á móti þeirri hugmynd að Akureyri sé sá staður á íslandi sem sé heim- kynni jólasveinsins.“ í nefndri skýrslu Björns Björnssonar er sett upp dagskrá „mánuð fyrir mánuð, með fyrir- vara um einstaka liði, til þess að hægt sé að átta sig á hvernig verk- efnaskipting og dreifing kostnað- ar gæti orðið út frá fjölbreytileika starfseminnar og hvernig hugsan- lega mætti draga úr árstíðar- sveiflum." Hugmynd Björns er eftirfarandi: Janúar; vetrar- íþróttir, nýársfagnaðir og fjalla- ferðir, febrúar: vetraríþróttir, árshátíðir og snjósleðarall, mars; ráðstefna, árshátíðir og vetrar- íþróttir, aprfl; kaupstefna og ráð- stefna, maí; listahátíð og ráð- stefna, júní; listahátíð og Arctic open, júlí; víkingaleikar og polla- mót, ágúst; hestamannamót, markaðsdagar og útihátíð, sept- ember; listahátíð unga fólksins og tónleikahald, október; lista- hátíð unga fólksins og ráðstefna, nóvember; heimabær jólasveins- ins, jólaborð og skemmtanir og desember; heimabær jólasveins- ins, jólahátíð og skemmtanir. óþh HáPé músík í miðbænum Ný sérverslun með tónlist, HáPé músík, hefur verið opnuð í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið Hafnarstræti 98. Það eru þeir Hjörtur Jónsson og Pétur Gunnarsson sem reka verslunina og þeir segja þetta fyrstu sér- verslun sinnar tegundar á Akureyri. Þeir segja hljómdiskaúrvalið meira og fjölskrúðugra en áður hefur þekkst og með öflugri pöntunarþjónustu geti þeir útvegað alla tónlist sem gefin er út í heiminum. Mynd: Robyn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.