Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 19

Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 19
eeer isúid9i .os lUBsbisBUBj - huðaq - sr Laugardagur 20. febrúar 1993 - DAGUR - 19 Sakamálaþraut Ólafur Axelsson vann leiksigur í Nitouche og var kallaður Celestin söng- kennari í mörg ár eða jafnvel áratugi eftir þetta. og var Bláa kápan sýnd alls 20 sinnum, þar af tvisvar á Siglu- firði. Metaðsókn á Nitouche Ekki þurftu leikhúsgestir að bíða lengi eftir næstu óperettu. Priðja og vinsælasta óperettan sem LA hefur fært upp var Nitouche eftir F. Hervé í þýðingu Jakobs Jóh. Smára. Hún var frumsýnd 19. apríl 1965 og sló í gegn. Þetta hefur greinilega verið sérstaklega eftirminnileg sýning því í Leik- félagsblaðinu 1983 er rætt við Ólaf Axelsson, sem lék Celestin söngkennara í Nitouche, og þar segir að hann að sumir kalli hann enn Celestin söngkennara. Þar er því líka fleygt að sami áhorfand- inn hafi séð Nitouche 20 sinnum eða oftar. Leikstjóri var útvarpsmaður- inn góðkunni Jónas Jónasson. Um tónlist sáu Guðmundur Kr. Jóhannsson og dr. Maria Bayer Júttner. Gunnar Bjarnason teiknaði leiktjöld en Aðalsteinn Vestmann málaði. Þjóðleikhúsið lánaði nokkra búninga en Karó- lína Jóhannesdóttir saumaði aðra. Þórunn Ólafsdóttir, söngkona úr Reykjavík, fór með hlutverk nunnunnar Denise en í öðrum aðalhlutverkum voru áðurnefnd- ur Ólafur Axelsson og Sigríður P. Jónsdóttir sem lék abbadísina. Skemmst er frá því að segja að sýningin var talin ein sú besta sem Leikfélag Akureyrar hafði boðið bæjarbúum og þátttakend- ur fengu allir afbragðsdóma. Metaðsókn varð á sýningarnar, sem alls urðu 25 á Akureyri og 2 í Ólafsfirði. Sjálfsagt muna margir eftir Nitouche og fá ljóma í augun við minninguna. En síðan hefur Leikfélag Akureyrar ekki sýnt hreinræktaða óperettu heldur fjölda söngleikja. Tæplega 30 ár eru liðin og nú fá leikhúsgestir loks að sjá óperettu aftur, Leður- blökuna eftir Strauss. Frumsýn- ing er áætluð 26. mars. SS Úr Nitouche. F.v.: Sigríður Eysteinsdóttir, Renata Kristjánsdóttir, Guðlaug Hermannsdóttir, Kolbrún Daníelsdóttir og Eiríkur Eiríksson. Verið á undan Carter lögregluforingja að leysa þrautina. Ykkur til aðstoðar eru teikningar með mikilvægum vísbendingum... LOdð í garðinum - eftir Francis Clarke Síðdegissólin kastaði drungalegum skugga frá háu gullregns-trénu á fjármálamanninn Edgar Simmons. Hann var látinn og lík hans lá á grúfu á grasflötinni, skammt frá verönd húss hans sem var hið glæsilegasta. Carter lögregluforingi og Graham undirforingi veltu líkinu yfir á bakið og Dr. Thursby, lögreglu- læknirinn kraup við hlið þess á grasið. Hann bölv- aði lágt þegar hann fann vætuna seytla í gegnum buxnaskálmina og leit homauga í átt- ina að grasúðar- anum sem stóð sakleysilegur og hreyfingarlaus skammt frá þeim. En þegar hann stóð aftur á fætur, var efasemda- svipur á andliti hans. „Sko... skrámumar á enninu gætu hafa orsakast af falli á grasúðarann," tilkynnti hann. „Eg veit satt að segja ekki hvað varð honum að bana. Við verð- um að bíða eftir krufn- ingarskýrsl- unni til að fá úr því skor- ið hvort það eða hjartaáfall leiddP hann til dauða.“ Carter gekk til læknisins og Graham und- irforingi brosti þeg- ar hann sá yfirmann sinn krjúpa þar sem líkið hafði fyrst legið því með því komst hann hjá því að væta buxur sínar eins og læknirinn. Carter rannsakaði skrámumar af kostgæfni. Eínn og yfirgefinn Carter leit hugsandi á vel snyrta grasflötina. „Sko, ef Langton garðyrkjumaður segir satt um að hann hafi verið að klippa limgerði hinum megin í garð- inum, gat hann ekki hafa séð það sem gerðist hér.“ Hann benti Graham á að koma með sér um leið og hann arkaði af stað.fram fyrir húsið þar sem þeir fundu fjölskyldubflstjórann, Cyril Crowley þar sem hann var að þurrka af skínandi fínum bílnum. Hann sýndi spumingum mannanna lít- inn áhuga. „Ja, já,“ viður- kenndi hann. „Eg var hér einn og yfirgefinn þegar þetta gerðist. Eg var rétt að byrja að þvo bílinn þegar frú Simmons æpti og þá hljóp ég til að athuga hvað væri að. Ég fann landstjórann á flötinni, næstum því ofan á garðúðaranum svo ég hljóp til að skrúfa fyrir vatnið. Langton kom líka hlaupandi eins og tjandinn væri á hælum hans...“ Alfred Langton var myndarlegur en skuggaleg- ur ungur maður. Hann leit flóttalega á frú Simmons á meðan á yfirheyrslunni stóð. „Ég var nýbúinn að skera blóm í vönd og færa frú Simmons," sagði hann. „Þá bað yfirmaður minn mig að skera limgerðið hinum megin í garðinum. Hann sagðist sjálfur ætla að færa grasúðarann svo ég þyrfti ekki að koma aftur. Ég sótti því klippumar og fór. Það næsta sem gerðist var að frú Simmons æpti.“ Hrein ágiskun „En þú fékkst þér drykk fyrst, var það ekki?“ spurði Carter lögregluforingi og af sakleysis- legum svip hans að dæma, sá Graham að þetta var hrein ágiskun. Það kom honum því skemmti- lega á óvart að heyra angton jánka þessu. „Sko, já,“ viðurkenndi hann. „Það var heitt úti og frú Simmons bauð mér [drykk. Ég lauk við hann : á veröndinni áður en ég fór. Varla gerir _T~ það mig að glæpa- manni?“ „Kannski," umlaði Graham um leið og mennimir tveir gengu inn í húsið til að hitta ekkjuna. Frú Simm- ons var ung kona með társtokkið andlit en virtist samt mjög falleg þrátt fyrir áfall- ið. „Edgar var búinn að færa gras- úðarann einu sinni og var að fara út í garðinn til að færa hann aftur,“ sagði hún snöktandi. „Ég var að koma blómum fyrir í vasa í stofunni og þegar hann beygði sig niður eftir slöngunni sá ég hann detta og reka höfuðið í. Læknirinn var búinn að segja að hann gæti fengið annað hjartaáfall hvenær sem er... ég bjóst hins vegar ekki við þessu!“ „Jæja, hvað sýnist þér, Graham?" spurði Carter þegar mennimir tveir gengu aftur út á veröndina. Um leið og hann sagði þetta virti hann hugsandi fyrir sér tvö tóm glös sem stóðu á garðborðinu. „Þurfum við að bíða eftir krufningarskýrslunni? Annað þeirra lýgur... og mér sýnis að hér hafi verið framið morð!“ Hvers vegna lítur þetta út fyrir að vera morð og hver lýgur? Lausn á sakamálaþraut: 'IACj J3BU jnQjæj QU9A uuunQn jnpi) oas §o qisbjS b j3b[ qu9a jsjXj jnjai| QtJtn 'tinBjq QU9A uinuoq jipun qisejS iqjoij ‘(SuipuoqsiA BSofjSnE uiq) uub -JEQnSBJ§ BJæj QB JEA UUBq JE§9Cj QIJJOp JBUU91J jnQEUIUI§I9 IJEJ-J 'IACj Ijsýj SUOUimiS pjj §0 SUI9 I5J5J9 B§9J§§nJ0 JSIQJ9§ „QlsXjg" Óperettan Nitouche sló í gegn hjá LA 1965. Hér má sjá leikstjórann Jónas Jónasson lengst t.h. togast á við söngkonuna Þórunni Ólafsdóttur á mynd sem tekin var af hópnum á æfingu. Auglýsing í Degi ber árangur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.