Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 24

Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 24
Landssamband kúabænda vill freista þess að ná jafnvægi á nautakjötsmarkaði: Ákveðið að bjóða 4 þúsund í ungkálfabætur í mars og apríl Stjórn Landssambands kúa- bænda hefur ákveðið að bjóða bændum 4000 króna bætur fyr- ir hvern slátraðan ungkálf í mars og aprfl. Þetta er 500 króna hækkun frá gildandi ungkálfabótum. Guðmundur Lárusson, formaður Lands- sambands kúabænda, sagði að þetta væri gert til þess að freista þess að ná jafnvægi á nautakjötsmarkaðnum í vor. Guðmundur Lárusson sagði að samkvæmt forðagæsluskýrslum 'hafi kúm fækkað í landinu á síð- asta ári um sem næst 2000 og það þýði færri fædda kálfa í framtíð- inni. „En eins og er erum við að ýta miklum vanda á undan okkur og við þurfum að ná niður slátrun á næstu mánuðum þannig að við sjáum fram á viðunandi ástand á þessum markaði. Við höfum lengi ýtt vandanum á undan okk-1 ur og hann vex með hverjum deg- O HELGARVEÐRIÐ Samkvæmt veðurspá Veður- stofu íslands verður vestan og suðvestan gola í morgunsárið um allt Norðurland. Er líður að hádegi verður kominn suð- vestan stinningskaldi með snjókomu. Allhvasst eða hvasst verður af suðvestri undir kvöldið, en lægir og léttir nokkuð til í innsveitum í nótt. inum. Ungneytin bæta stöðugt við sig. Á síðasta ársfjórðungi síðasta árs var meðal fallþyngd komin yfir 200 kíló. Slík þyngdar- aukning er fljót að segja til sín í að auka á vandann. En ef bændur bregðast vel við til vors og taka tilmælum okkar um að slátra öll- um fæddum kálfum, sem ekki á að setja á til mjólkurframleiðslu, þá tel ég að við getum náð jafn- vægi á markaðnum. Bændur verða að taka mark á þessum ábendingum og bregðast við. Að öðrum kosti sjá þeir fram á frek- ara tekjutap,“ sagði Guðmund- ur. Kúabændur óttast að sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hætta að endurgreiða virðisauka- skatt af nautgripakjöti skerði verulega samkeppnisstöðu nauta- kjöts á kjötmarkaðnum. Guð- mundur sagði að vissulega væru menn hræddir við afleiðingar þessarar ákvörðunar, en salan í janúar væri ekki marktæk til samanburðar við sama tíma í fyrra. Hann sagði að nautakjötið hefði styrkt stöðu sína á kjöt- markaðnum á síðasta ári og ætla mætti að söluaukning hafi verið um 7,5%. Einkum hafi verið mikil aukning í sölu á nautakjöti í desember. En betur má ef duga skal og þess vegna hefur verið ákveðið að bjóða 4000 króna ungkálfabætur í mars og apríl. Einnig er í burðarliðnum sérstakt átak í sölu á nautakjöti, en Guð- mundur vildi á þessu stigi ekki upplýsa frekar um það. óþh Hugað að flótta, Mynd: Robyn Útvarpsmál Ólafsfirðinga í molum: Bæjarstjóri hefur ítrekað beiðni Almannavarnanefndar um úrbætur Almannavarnanefnd Ólafs- fjarðar samþvkkti á fundi sín- um í febrúar 1991 að fara þess á leit við Ríkisútvarpið og Póst og síma að gerðar yrðu úrbæt- ur í útvarpsmálum Ólafsfírð- inga því endurvarpsstöðin sem stendur á eyri við Ólafsfjarðar- vatn skammt frá Burstabrekku hefur hvað eftir annað dottið út. Aðalástæða þess er að hún fær rafmagn frá sveitalínunni þrátt fyrir að aðeins um 1,5 km er frá endamörkum bæjarkerf- isins og að endurvarpsstöðinni. Engin svör hafa enn borist við þessari beiðni Almannavarna- nefndar. Ólafsfjarðarbær er mjög vel settur í rafmagnsmálum, nægjan- legt varaafl sem dugar fyrir bæinn auk þess sem bærinn fær afl um Drangalínu og frá Skeiðsfoss- virkjun þannig að segja má að til þurfi miklar hamfarir til þess að bærinn verði rafmagnslaus. Sveitalínan dettur hins vegar strax út við minnsta álag og er oft óvirk um lengri tíma og þá heyr- ist að sjálfsögðu hvorki í Rás 1, Rás 2 né Ríkissjónvarpinu. Ríkisútvarpið gegnir lykilhlut- verki varðandi tilkynningar til fólks ef fárviðri, sjávarflóð eða snjóflóðahætta er yfirvofandi og núverandi ástand er því óviðun- andi með tilliti til öryggis íbúa Ólafsfjarðar á hættutímum að þessir ljósvakafjölmiðlar skulu alltaf vera með því fyrsta sem verður óvirkt og því ekki hægt að koma áríðandi tilkynningum til bæjarbúa. Þess má geta að Stöð 2 og Bylgjan hafa endurvarpssendi í bænum og fá því rafmagn frá bæjarkerfinu. í janúarmánuði sl. sendi Hálfdán Kristjánsson bæjarstjóri bréf vegna þessa máls til Ríkis- útvarpsins, alþingismanna og Pósts og síma sem sér um dreifi- kerfið. í bréfinu var þess krafist að á þessu máli verði fundin ásættanleg lausn. Miðvikudaginn 24. febrúar nk. er umdæmisstjóri Pósts og síma á Akureyri, Ársæll Magnússon, væntanlegur til Ólafsfjarðar til skrafs og ráða- gerða með forráðamönnum Ólafs- fjarðarbæjar um lausn á þessum vanda. GG V. STÖRI Höfðahlíð 1 (áður KEA-NETTÓ)- Sími 96 - 2 66 50 Nó verður fjör um helgina ALDREIMEIRA URVAL OPIÐ: MÁNUD. TIL LAUGARD. KL. 10:00-19:00 SUNNUD. KL. 13:00-19:00 FYRST AKUREYRI en er settur upp í Reykjavík Síðasti Stóri bókamarkaðurinn fyrir virðisaukaskatt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.