Dagur - 20.02.1993, Page 15

Dagur - 20.02.1993, Page 15
ÍÖRNIN OKKAR Laugardagur 20. febrúar 1993 - DAGUR - 15 Kristín Linda Jónsdóttir Ungbamasund - um sundkennslu, fyrri hluti Allir ættu að kunna að svnda. Það að kunna að synda getur skilið á milli lífs og dauða og öll erum við á einu máli um að börnin okkar þurfi að Iæra sund. Á síðustu árum hafa ýmsar nýjungar skotið upp kollinum í sundlaugum landsmanna. Auk hefðbundinna sundnámskeiða fyrir börn, sundkennslu skólanna og sundþjálfunar sundfélaganna sjást nú kornabörn og smábörn sækja sundnámskeið. Fullorðið fólk kemur í auknum mæli á námskeið og bregður sér jafnvel í hinar ótrú- Iegustu stellingar í vatnsleikfimi. Auðun Eiríksson íþrótta- kennari á Akureyri hefur starfað við sundþjálfun og sund- kennslu um margra ára skeið og er nú formaður Sundfélags- ins Oðins á Akureyri. Auðun féllst á að svara nokkrum spurningum um sund og sundkennslu. I þessari grein er fjall- að um ungbarnasund en í næstu grein verður fjallað um heimsóknir barna og foreldra í sundlaugar, skólasund og vatnshræðslu. Skipulögð kennsla í ungbarna- sundi hér á landi hófst í Mosfells- bæ árið 1989. Hér á Akureyri hófust regluleg námskeið í vatns- þjáifun barna í nóvember árið 1991. Námskeiðin eru haldin í innisundlaug Akureyrarsund- laugarinnar á vegum Sundfélags- ins Óðins. Ungbamasund hefur þekkst mun lengur erlendis en hér á landi en það er upprunnið í Ástralíu árið 1965. Áhrif vatnsþjálfunar „í Pýskalandi hefur verið gerð rannsókn á áhrifum ungbama- sunds á börn. Par kom í ljós að börn sem hafa hlotið reglulega vatnsþjálfun frá upphafi eru fyrr til en jafnaldrar þeirra. Þau eru á undan í hreyfiþroska og hafa þroskaðra jafnvægisskyn. Þau eru í betra andlegu jafnvægi en jafnaldrar þeirra og eiga auðveld- ara með að takast á við umhverf- ið. Þessi munur virðist síðan hverfa þegar börnin eldast. Pegar þau eru um það bil tíu til ellefu ára er ekki hægt að greina lengur mun á þeim börnum sem hafa hlotið vatnsþjálfun og þeim sem ekki hafa notið hennar. Markviss vatnsþjálfun skilar, samkvæmt þessu, börnum ákveðnu forskoti í þroska á fyrstu æviárunum en skiptir ekki sköpum þegar til lengri tíma er litið,“ sagði Auð- un. Hver eru helstu markmið ungbarnasunds? „í fyrsta lagi gefa tímarnir í ung- barnasundinu foreldrum kost á að vera með barninu sínu. Sinna því einu reglulega og styrkja þar með og þroska tengsl sín við barnið. Foreldrar eru hinir eigin- legu kennarar barns í ungbarna- sundi, sundkennarinn er fyrst og fremst til að benda á og kenna réttu handtökin, hvetja foreldra og veita þeim öryggi. En höfuð- markmið ungbarnasundsins er að efla félagsleg tengsl, gagnkvæmt traust og þroska í samskiptum barns og foreldris. Pessar sam- verustundir í sundlauginni hafa reynst mörgum börnum og for- eldrum mikils virði. í öðru lagi er um markvissa hreyfiþjálfun að ræða. í vatni eiga ungbörn auðvelt með að hreyfa sig. Sú hreyfing verður til þess að þau styrkjast og hreyfi- færni þeirra vex fyrr en ella. Þar | Auðun Eiríksson sundkennari. „Ég fæ að fara í sundlaugina með mömmu, húrra!‘ af leiðandi verða þau öruggari gagnvart umhverfinu. Stöðugt áreiti á öll skynfærin leiðir að sama marki. í þriðja lagi er um kafþjálfun að ræða. Markmið kafþjálfunar er að gera barn sem fyrst sjálf- bjarga í vatni. Öll börn fæðast með varnarviðbragð sem við nefnum daglega kyngiviðbragð. Það lýsir sér á þann hátt að þegar vitin, munnur og/eða nef, verða fyrir áreiti loka börnin fyrir öndunarveginn, í ákveðinn tíma um það bil 3-5 sek. Þessi með- fæddi ósjálfráði eiginleiki gerir kafþjálfun mögulega en hann dofnar með aldrinum og hverfur upp úr sex mánaða aldri ef hon- „Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum og því ættum við aldrei að fara út í tilraunir með þau á hlutum sem við höfum ekki þekkingu á, eins og kafþjálfun.“ „Stórskrítinn maöur þessi Auðun!“ Heiðrún ásamt móður sinni Fjólu í ung- barnasundtíma. um er ekki haldið við. Með aukn- um þroska verður þessi ósjálf- ráða lokun síðan áunnin, barnið hefur lært að loka meðvitað, fyrir vitin, ef það lendir í vatni. Það er rétt að geta þess að vatnsþjálfun ungbarna er ekki nauðsynleg, en hún er ótvírætt góður kostur, í þroskaferli ung- barns og fyrir samskipti barna og foreldra.“ Þriggja mánaða krfli í sundi „Það er algengast að börn byrji í ungbarnasundi um þriggja mán- aða aldur. Ég tek ekki yngri börn en það í tíma til mín. Hins vegar þekkist það að börn byrji í vatns- þjálfun sjö til níu vikna gömul. Pegar börnin koma á námskeið mæta þau með foreldrum sínum tvisvar í viku, hvert námskeið er í mánuð. Flestir foreldrar hafa kosið að koma með börnin sín á tvö til þrjú námskeið. í framhaldi af því fara foreldrarnir sjálfir með börnin sín í sund og halda vatnsþjálfuninni áfram. Ef vel er haldið á spöðunum og þjálfunin er markviss allt frá upphafi er ekki óeðlilegt að tveggja til tveggja og hálfs árs gamalt barn sé fært um að bjarga sér í vatni. Þá á ég við að falli það í vatn þá geti það komist upp á yfirborðið og jafnvel upp á bakkann af eigin rammleik. Hins vegar eru þessi börn auðvitað ekki synt, þau kunna ekki sundtökin og verða ekki endilega synt fyrr en önnur börn. En þau eru vatnsvön og ef ekkert hefur komið upp á þá eru þau væntanlega ekki vatnshrædd heldur líður þeim vel í vatni þar sem þau gjörþekkja það og eigin- leika þess.“ Hvernig fara tímar í ungbarnasundi fram? „í fyrsta lagi er barnið látið venj- ast aðstæðum og því gefinn góður tími til þess. Þegar barnið er orð- ið afslappað gagnvart umhverf- inu, hefst hin eiginlega þjálfun, sem er annars vegar hreyfiþjálfun og hins vegar kafþjálfun. Æfing- arnar miðast fyrst og fremst við aldur og þroska barnsins. Við vit- um að líkamsþroski barna hefst að ofan, á hálsi, efra baki og örmum, og færist svo niður á við. Æfingarnar taka mið af þessu þroskaferli. Það sama má segja um kafþjálfunina, við nýtum okkur fyrst meðfæddu ósjálfráðu viðbrögðin til að fara með þau í kaf og seinna verða æfingarnar fjölbreyttari samfara auknum andlegum þroska barnanna." Aðeins í umsjá sundkennara „Að lokum skal það tekið skýrt fram að engum, óvönum foreldr- um er ráðlagt að hefja kafþjálfun barna sinna upp á eigin spýtur. Köfunin sem slík er einföld í framkvæmd en rétt meðferð og handtök í byrjun geta skipt sköp- um varðandi framtíð barnsins í ungbarnasundi. Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eig- um og því ættum við aldrei að fara út í tilraunir með þau á því sem við höfum ekki þekkingu á eins og kafþjálfun. Þá má geta þess að samkvæmt könnun sem gerð var í Svíþjóð fyrir fáum árum á slysatíðni í ungbarna- sundi kom í ljós að hvergi í heim- inum hafa komið upp alvarleg óhöpp í kennslustundum í umsjá menntaðra kennara í ungbarna- sundi,“ sagði Auðun. Næsti þáttur: í sundi

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.