Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 5

Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 20. febrúar 1993 - DAGUR - 5 Fréttir Áhrif vaxtahækkunar í félagslega kerfinu: Kostnaður Mðarkaupanda hækkar um 3 milljónir - greiðslubyrðin þyngist í hlutfalli við tekjur Hljómsveitin er athyglisverð nýjung í tónlistarlífinu á Norðurlandi. Þessi mynd var tekin á æfingu á sal Tónlistar- skólans á Akureyri sl. fimmtudag. Mynd: Rubyn Sinfóníuhljómsveit tónlistarskóla á Norðurlandi: Tónleikar á Húsavík og Akureyri um helgina Sinfóníuhljómsveit nemenda í tónlistarskólum á Noröurlandi undir stjórn Guömundar Óla Gunnarssonar, skólastjóra Tón- listarskólans á Akureyri, verður með sína fyrstu tónleika um helg- ina. Fyrri tónleikarnir verða í dag, laugardag, kl. 16 á sal Tón- listarskólans á Húsavík og þeir síðari á morgun, sunnudag, í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 16. Aðgangur er ókeypis og eru nemendur tónlistarskólanna Öryggi barna - okkar ábyrgð er samstarfsvettvangur allra helstu landssamtaka sem vinna að slysavörnum og málefnum barna á Islandi. I fram- kvæmdastjórn eiga sæti full- trúar frá Foreldrasamtökun- um, Hollustuvernd ríkisins, Landlæknisembættinu, Neyt- endasamtökunum, Rauða krossi Islands, Slysavarna- félagi íslands og Umferðar- ráði. Framkvæmdastjórn átaksins Öryggi barna - okkar ábyrgð, hefur sett sér það markmið að á næstu fimm árum lækki slysatíðni á börnum um 20% en slys á börn- um eru því miður tíðari hér á landi en í nágrannalöndunum. Samkvæmt skýrslu landlæknis á slysaþingi sl. haust var slysadauði barna á íslandi 1981-1985 um 12 börn á hverja 100.000 íbúa með- an samsvarandi tala í Svíþjóð var um 7 börn. Miðað við óbreytta slysatíðni má ætla að 30 börn muni deyja af slysförum 1992-1997 á íslandi. Með sameiginlegu átaki hins breiða hóps sem að átakinu stendur er stefnt að því að það takist að forða 6 börnum frá dauðaslysi. Markmiðið er að öllum slysum á börnum fækki en höfuðáhersla verður lögð á að koma í veg fyrir mjög alvarleg slys og dauðaslys. Fjármunir sem sparast hinu opin- bera og einstaklingum eru miklir sérstaklega hvattir til að koma á tónleikana. Tónlistarskólinn á Akureyri gengst í vetur fyrir stofnun sinfóníuhljómsveitar nemenda í tónlistarskólum á Norðurlandi. Stofninn í hljómsveitinni er strengjasveit elstu nemenda Tónlistarskólans á Akureyri en aðrir hljóðfæraleikarar eru úr blásaradeild skólans og öðrum tónlistarskólum á Norðurlandi. Hljómsveitin kom fyrst saman í auk þeirra þjáninga sem alvarleg slys valda þeim slösuðu og aðstandendum þeirra. Kostnaður heilbrigðisþjónust- unnar af völdum barnaslysa er ekki þekktur samkvæmt upplýs- ingum frá Borgarspítala og heil- brigðisráðuneyti og er þess vegna erfitt að meta árangur slysavarna til fjár. Að mati framkvæmda- stjórnar átaksins er vel raunhæft að gera ráð fyrir að mikill kostn- aður muni sparast samhliða í janúar bárust á land á Norðurlandi 14.140 tonn laf fiski, sem er nokkru minna en í janúar í fyrra. Þá var afl- inn 14.558 tonn. Á Akureyri lönduðu togararnir 2.212 tonnum, sem er mjög svipað aflamagn og fyrir ré.ttu ári. Janúarafli norðlensku togar- anna var 4.048 tonn, rúmum 1.000 tonnum minni en í janúar 1992. Sé litið á aflasamsetningu Akureyrartogaranna sérstaklega kemur í ljós að þorskveiðin hefur dregist verulega saman. 1 sl. mánuði var veiðin 1.063 tonn, 1.609 tonn í janúar í fyrra. í lok æfingabúðir á Hrafnagili 13. og j 14. febrúar sl. og æfði á hverju kvöldi í liðinni viku. A efnisskrá tónleikanna í dag og á morgun eru þrjú verk: Gymnópedíur eftir Erik Satie í hljómsveitarútsetningu eftir Cl. Debussy, píanókonsert í C-dúr eftir W.A.Mozart og Sinfónía nr. 8, ófullgerða sinfónían, eftir F. Schubert. Einleikari með hljóm- sveitinni á þessum fyrstu tónleik- um er Birna Helgadóttir. fækkun slysa á börnum næstu fimm árin. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til þess að meta kostnað þjóðfélagsins vegna slysa og háar upphæðir nefndar í því sambandi. Alvarlegum slysum og dauða- slysum á börnum hefur fækkað hin síðustu ár og má rekja það til aukinna slysavarna og breyttra þjóðfélagshátta, eins og segir í greinargerð framkvæmdastjórn- ar. -KK janúar fengu togararnir dágóðan ýsuafla í Reykjafjarðarál og lönduðu 246 tonnum á móti 72 tonnum árið áður. Ufsa og karfa- veiðin var á svipuðu róli. í minnkandi þorskgengd sóttu tog- ararnir á grálúðuslóð vestur af landinu. Aflinn í janúar var 366 tonn, en ekki nema 181 tonn árið áður. Frá bátunum barst engin loðna til Akureyrar í janúar, en í byrj- un febrúar í fyrra voru tonnin orðin 1.052. Á Norðurlandi barst mest af loðnu í janúar til Raufar- hafnar, 4.662 tonn. Á Þórshöfn var landað 2.685 tonnum. ój Vaxtahækkunin sem ákveðin hefur verið í félagslega hús- næðiskerfínu hefur mætt mikilli andstöðu á Alþingi, bæði hjá stjórnarandstöðunni og meðal nokkurra stjórnar- liða. Þykir mörgum þingmönn- um sem enn séu lagðar byrðar á sama fólkið og það megi ekki við meiru. Eins og Dagur hef- ur greint frá eykst greiðslu- byrðin í hlutfalli við tekjur og verður hér litið nánar á nokkur dæmi. Lán í félagslega kerfinu eru 90% af kaupverði og þau eru til 43 ára. Ef íbúðaverð er 8 milljón- ir er lánsfjárhæðin því 7,2 millj- ónir króna. Lánið er afborgunar- laust fyrsta árið, vaxtabætur koma á öðru ári hjá þeim sem hafa vaxtabyrði umfram vaxta- gjöld og eignir eins og væntan- lega allir í félagslega kerfinu. Lít- um þá á nokkur dæmi út frá þess- um forsendum, en upplýsingarn- ar koma frá Húsnæðisskrifstof- unni á Akureyri. íbúðarkaupandi með 100 þús- und krónur í mánaðartekjur greiðir 72 þúsund kr. í vexti af umræddu láni 1. árið en enga afborgun. Greiðslubyrðin er því 6 þús. kr. á mánuði. Þetta er mið- að við 1% vexti. Miðað við 2,4% vexti greiðir þessi sami kaupandi 173 þúsund krónur 1. árið, eða 14.417 kr. á mánuði. Á næsta ári koma afborganir til sögunnar. Þær verða lægri þegar vextirnir hækka og vaxtabætur koma nú á móti. Greiðslubyrði sama kaupanda næstu árin er 207 þúsund á ári, eða 17.250 kr. á mánuði, miðað við 1% vexti. Þegar vextirnir hækka í 2,4% koma vaxtabætur á móti og nettó greiðslubyrði verður frá 186 þús. til 193 þús. á ári næstu fimm árin, eða 15.525 - 16.050 kr. á mánuði. Þessar tölur breytast strax þeg- ar íbúðarkaupandinn er kominn með 150 þúsund krónur í mánað- artekjur því þá lækka vaxtabæt- urnar og greiðslubyrðin þyngist eftir vaxtahækkunina. Og miðað við 200 þúsund króna mánaðar- tekjur eykst greiðslubyrðin eftir vaxtahækkunina úr 207 þús. í 258 þús. á 2. ári, eða úr 17.250 kr. í 21.525 kr. á mánuði, og þyngist smám saman meira með hverju ári. En greiðslubyrðin segir ekki allt um áhrif vaxtahækkunarinn- ar. Eignarmyndun kaupenda fé- lagslegara eignaríbúða verður mun hægari og kostnaður eykst verulega. Lítum á dæmi þar sem forsendurnar eru þær sömu og fyrr, íbúðin kostar 8 milljónir og Iánið er 7,2 millj. Miðað við 1% vexti er eignar- myndun (útborgun og afborgun á láni) 680.000 kr. eftir 1 ár, 698.785 eftir 2 ár, 900.206 eftir 10 ár og 1.843.499 eftir 25 ár. Miðað við 2,4% vexti gjörbreytist þetta því afborganir lækka. Eignar- myndunin er sú sama eftir 1 ár en hún er 661.190 kr. eftir 2 ár, 603.211 eftir 10 ár og 1.333.206 eftir 25 ár. Eins og sjá má er munurinn mikill. Kostnaður (vextir og fyrning) eykst um 6-8 þúsund krónur á mánuði, fer t.d. úr 16.000 kr. á mánuði 2. árið í 24.400 kr. á mánuði. Eftir 10 ár verður íbúð- arkaupandinn búinn að greiða 1.868.854 kr. í þennan kostnað miðað við 1% vexti en 2.835.496 kr. miðað við 2,4% vexti. Og þegar upp er staðið, eftir 43 ár, hefur kaupandinn greitt 5.504.949 kr. í kostnað miðað við 1% vexti en 8.260.364 kr. miðað við 2,4% vexti. Munurinn er hátt í 3 milljónir króna. SS Ishokkí íslandsmótið Bauer-deildin laugardaginn 20. febrúar kl. 13.00. Skautafélag Akureyrar-Björninn. Stórútsala á Rossignol skíðum. Allt að 40% afsláttur Mætum og hvetjum heimaliðið s|p|o|r|t ver Glerárgötu 28 • Sími 11445. Öryggi barna - okkar ábyrgð: Markmiðið að slysatíðni bama lækki um 20% á næstu fimm árum - slys á börnum tíðari hér en í nágrannalöndunum Norðurland: Aflinn í janúar 14.140 tonn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.