Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Laugardagur 20. febrúar 1993
Popp
Magnús Geir Guðmundsson
Courtney og Kurt í sviðsljósinu
Hjónakornin Kurt Cobain og Courtney Love hafa mátt þola ýmislegt óskemmtilegt að undanförnu.
Síðastliðið haust var sagt frá hér
á Poppsíðu Gróusögu sem birtist
í breska slúðurblaðinu The Sun
um að frumburður rokkhjónanna
Courtney Love úr Hole og Kurt
Cobain úr Nirvana væri ekki heill
í heiminn borinn. Átti barnið, sem
er stúlka, að sögn blaðsins að
hafa fæðst sem eiturlyfjasjúkling-
ur og ætti ekki bjarta framtíð fyrir
sér sem slíkt. Hafði blaðið þetta
eftir „ónefndum heimildarmanni"
innan sjúkrahússins í Los
Angeles, þar sem barnið fæddist,
en sá setti sig sjálfur í samband
við blaðið.
Fregnin í The Sun vakti að
sjálfsögðu mikla athygli, en jafn-
framt hörð viðbrögð, þar sem
fljótlega kom í Ijós að hún ætti
ekki við rök að styðjast. Var í
fyrstu talið að blaðið hefði hrein-
lega spunnið fregnina sjálft upp
frá rótum, en nú virðist Ijóst að
einhver innan sjúkrahússins hef-
ur átt hlut að máli í von um skjót-
fengið fé. Hefur Courtney því
vegna þessa og eins hins að
bandaríska tímaritið Vanity Fair
hélt því fram að samkvæmt
sjúkraskýrslum hefði söngkonan
hlotið meðferð vegna heróín-
neyslu á meðgöngunni, ákveðið
að stefna sjúkrahúsinu fyrir
dóm. Ef sjúkrahúsið verður
sakfellt, á það ekki von á góðu
því þung refsilög eru í gildi í
Bandaríkjunum um brot á
þagnarskyldu heilbrigðis-
stofnana. Talsmenn sjúkrahúss-
ins neita hins vegar öllum sakar-
giftum og segjast tilbúnir að verja
mál sitt í dómi.
Þetta komandi dómsmál er þó
ekki það eina sem Courtney þarf
að fást við á næstunni, því hún
stendur einnig í gagnkvæmu
kærumáli við konu nokkra að
nafni Victoria Clarke, sem ásamt
annarri konu hyggst senda frá
sér bók um feril Nirvana í óþökk
hljómsveitarinnar og aðstand-
enda hennar. Kom til handalög-
mála á milli þeirra á næturklúbbi
einum í Los Angeles í desember
og saka þær hvor aðra um upp-
tökin. Annars er það að frétta á
léttari nótum að Courtney og
hljómsveitinni hennar Hole að
von er á nýju lagi frá þeim sem
heitir Beautiful Son.
Það er svo af Kurt Cobain að
segja að hann hefur líka verið í
sviðsljósinu eins og eiginkonan,
bæði vegna áðurnefndra blaða-
fregna og annarra hluta. í bréfi,
sem hann skrifaði sérstaklega til
aðdáenda Nirvana og sem átti að
fylgja plötunni Incesticide, en var
sleppt m.a. vegna andstöðu
útgáfunnar að hermt er, hellir
hann sér yfir höfund Vanity Fair
greinarinnar og segir að greinin
sé það grófasta og versta sem
hann hafi lesið um sig, uppfull af
lygum um hann og Courtney
Love. Segir Cobain í bréfinu,
sem barst til popptímarita eftir
krókaleiðum, annars margt
ófagurt um greinarhöfundinn
Lynn Hirschberg vegna
skrifanna, þannig að það er
kannski ekkert skrýtið þó útgáfan
hafi ekki viljað láta prenta það
með. Gefur t.d. að hann megi
„éta það sem úti frýs“
hugmynd um það sem Cobain
segir um Hirschberg.
En það er fleira sem hann reif-
ar í bréfinu beint til aðdáenda
hljómsveitarinnar, sem e.t.v.
hefði verið vel tilhlýðilegt að birta;
t.d. andúð sína á alls kyns
fordómum, sem tröllríða nú
Bandaríkjunum sem aldrei fyrr.
„Ef þið eruð einhverjir sem hafið
horn í síðu samkynhneigðra,
fólks af öðrum kynþætti eða
kvenna, þá gjörið svo vel að láta
okkur í friði. Komið ekki á tónleik-
ana okkar og kaupið ekki plöturn-
ar okkar,“ segir Cobain og er
mikið niðri fyrir. Það er líka ekki
að ósekju, því á síðasta ári
nauðguðu tveir menn konu um
leið og þeir sungu textann úr lagi
Nirvana Polly, sem í raun er þó
með boðskap gegn nauðgunum.
í ofanálag hefur svo Cobain
þurft að bera það af sér nýlega,
sem gengið hefur fjöllunum
hærra í Bandaríkjunum, að hann
væri tvíkynhneigður. Hafði hann
reyndar sagt frá því að hann
hefði oft leikið sér að því að
klæðast kjólum og að margir vina
hans væru hommar, en það
þýddi ekki að hann væri tvíkyn-
hneigður. Hann hefði aöeins
klæðst kjólunum til að hneyksla
og fá á sig stimpil til að geta látið
eins og fífl þegar honum hentaði
og hvað hommana varðaði væru
þeir aðeins venjulegir vinir hans,
ekkert meira.
Þess má svo að lokum geta að
á mánudaginn kemur út fyrsta
nýja lag Nirvana í eitt og hálft ár.
Lagið nefnist Oh, The Guilt og
verður á sameiginlegri smá-
útgáfu Nirvana með annarri
ágætri sveit, Jesus Lizard.
Ástæðan fyrir þessari sérstöku
útgáfu er tveggja ára gamall
samningur, sem dregist hefur að
uppfylla vegna hækkandi
frægðarsólar Nirvana.
Ur ýmsum áttum
að verður ekki annað sagt
um hana Madonnu en að
hún sé söm við sig í að sjá fjöl-
miðlum og öðrum fyrir „feitmeti"
að kjamsa á og það svo um
munar.
Nú á snótin nefnilega, ef að
líkum lætur, yfir höfði sér máls-
höfðun vegna nokkuð skondinn-
ar atburðarásar, sem hófst með
sambærilegum gerningi og Sinead
O’Connor framdi í bandarísku
sjónvarpi fyrir áramótin. Var
Madonna, líkt og Sinead, gestur
í þættinum Saturday Night Live
fyrir nokkrum vikum og gerði sér
þá einnig lítið fyrir og reif mynd
að hætti þeirrar írsku, en þó ekki
af páfanum, heldur af Joey
nokkrum Buttafusco, sem var
mikið í sviðsljósinu í Bandaríkj-
unum í fyrra vegna ástamála
sinna. Var hann í sambandi við
unglingsstúlku að nafni Amy
Fischer, framhjá eiginkonu sinni.
Amy þessi situr nú í fangelsi til
allt að fimmtán ára fyrir að hafa
ráðist á eiginkonuna í afbrýði-
kasti og veitt henni áverka.
Réttlæti þessa dóms hefur
eitthvaö verið umdeilt, því um
leið og Madonna reif myndina
öskraði hún að „berjast ætti við
rétta óvininn”. Er ekki að orðlengja
það að aðeins tveimur dögum
seinna var maðurinn skotinn og
særður af óþekktum byssumanni
í bílavarahlutabúð sinni. Mun
lögfræöingur hans nú íhuga
dómsmál á hendur poppstjörn-
unni vegna þessarar réttlætis-
hvatningar hennar.
Helno söngvari Les Negresses
Vertes allur.
Isíðasta mánuði lést í París
söngvari og forsprakki hinnar
óborganlegu hljómsveitar Les
Negresses Vertes (Grænu blökku-
kvennanna), Helno, að því er
best er vitað af völdum heróín-
neyslu. Er reyndar ekki vitað
nákvæmlega hvernig dauða
hans bar að garði, en hann hafði
verið heróínneytandi um árabil.
Helno heimsótti okkur (slend-
inga ásamt Les Negresses Vertes
fyrir nokkrum árum og gerði
hljómsveitin góða lukku með
sinni leikrænu alheimstónlist.
(Einhvers konar blanda af latnesk-
um, þjóðlaga-, rokk- og jafnvel
pönkáhrifum.) Hafa sumir kallað
Les Negresses Vertes, Pogues
Frakklands, sem að mörgu leyti
má til sanns vegar færa.
Ekki er vitað á þessari stundu
hver afdrif hljómsveitarinnar
verða, en Ijóst er að framtíð
hennar er í einhverri óvissu.
Hann Morrissey sem nú er
uppnæmur af endurheimtri
velgengni með plötunni Your
Arsenal, sendir frá sér væna tón-
leikaplötu í apríl undir nafninu
Beethoven Was Dead. Var grip-
urinn tekinn upp í París í fyrra og
geymir flest hans bestu lög.
Það er svo frekar af honum að
segja að í umræðunni er að hann
og sjálfur Prince taki upp, efni
saman. Sú hugmynd mun þó
vera á algjöru frumstigi, en hún
mun víst vera komin frá útgáfu-
fyrirtæki þeirra beggja í Banda-
ríkjunum.
Hún Madonna er enn einu sinni að vekja umtal með nýju uppátæki sínu.