Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 23

Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 23
Laugardagur 20. febrúar 1993 — DAGUR - 23 í UPPÁHALDI „NBA-boltinn í miklu uppáhaldi“ Ami Stefánsson er vel þekktur meðal þeirra sem fylgjast með íþróttum, enda fjölhæfur íþróttamað- ur og hefur víða komið við. Ámi er fþróttakennari, en er um þessar mundir liðsstjóri l. deildar liðs KA f handknattleik, ásantt því að þjálfa 2. og 3. flokk félagsins. íþróttimar skipa því stóran sess í lífi hans. HvaÖ gerirdu helst ífristundum? „Þær fáu frístundir sem ég á reyni ég að eiga með fjölskyldunni.“ HvaHa matur er i mestu uppáhaldi hjá þér? „Ætii það sé ekki grillað nautakjöt mcð bemesósu" Uppáhaldsdrykkur? „Léttmjólk og bjór.“ Ertu hamhleypa til allra verka á heim- ilinu? „Við getum sagt að ég sé hamhleypa til sumra verka, en það skiptir dálitlu máli hver þau eru.“ Spáiröu mikið í heilsusamlegt tíferni? já ég er farinn að gera það aftur sem betur fer. Það kom dálftil lægð í þetta hjá mér en nú er ég alveg á fullum krafti að rækta líkamann.*' HvaÖa blöö og tímarit kaupiröu? „Ég kaupi Moggann og Dag.“ segir Árni Stefánsson Arni Stefánsson. Hvaöa bók er á náttboröinu hjá þér? „Hún heitir Showtimc og er eftir Pat Raley sem þjálfað Lakers á sínum tfma í NBA-deildinni. Annars les ég talsvert mikiö af enskum vasabrots- bókum, bæði spennusögur og íþrótta- bókmenntir ef ég kemst f þær.“ HvaÖa hljómsveitltónlistarmaöur erí mestu uppáhaldi hjá þér? „Það em margir ég hlustaði mikið á Queen og á sínum tíma fylgdist ég mikið með nýbylgjutónlist og hlust- aði á allt á þeim vettvangi." VppáhaldsíþróttamaÖur? „Á erlendum vettvangi er það Charles Barkley. Síðan er allt í lagi að vera svolftið væminn og segja Alfreð Gíslason." HvaÖ horfiröu helst á i sjónvarpi? „Það em íþróttir og cinnig spennu- myndir þegar maður hefur tíma. Aðallega em það auðvitað fþróttir og NBA f miklu uppáhaldi." Á hvaða stjórnmálamanni hefuröu mest álit? „Davíð Oddssyni." Hvará landinu vilduröu helst búa fyr- ir utan heimahagana? „Þarf það að vera á landinu? Ef svo er þá vildi ég helst búa á Laugar- vami. Ég var þar í skóla og líkaði mjög vel. Veðrið var gott og þægilegt að búa á Laugarvatni í alla staði." HvaÖ mundiröu kaupa ef þú fengir 100 þúsund kall upp úr þurru? „Ég mundi fara með konuna í helgar- ferð til London." Hvernig mundir þú eyöa þriggja vikna vetraifríi? I;Ég mundi fara til Miami á Florida. Ég hef einu sinni verið þar og fannst það rosalega gott.“ Hvaö œtlaröu aö gera um helgina? ,JÉg er að fara suður með strákana sem ég er að þjálfa þannig að það verður nóg að gera um helgina." HA Íþróttir ______ íslandsmótið í handknattleik, 6. og 7. flokkur: Góð ferð Þórsara tíl Reykjavíkur Um síðustu helgi var keppt á íslandsmóti 6. og 7. flokks í Rcykjavík. Þetta eru yngstu krakkarnir og til þessa hafa Akureyrarliðin ekki sent lið til keppni. Þórsarar ákváðu hins vegar að fara á eitt tjölliðamót með báða flokkana og héldu því suður um síðustu helgi. Þar voru samtals mætt 40 lið til leiks, 18 hjá strákum og 22 hjá stelpum. Ferðin tókst frábærlega vel í alla staði og var almenn ánægja með hana bæði hjá krökkunum og fararstjórum. Alls voru þetta 35 krakkar með þjálfurum og far- arstjórum og að sögn Gunnars M. Gunnarssonar, þjálfara 6. flokks, voru krakkarnir til mikill- ar fyrirmyndar og félgi sínu til sóma. Árangurinn var einnig betri en búist var við ef það er tekið með í reikninginn að þessir krakkar hafa lítið sem ekkert keppt í Handknattleikur: Slæmt tap gegn Tékkum íslendingar fóru illa út úr fyrstu viðureign sinni á fögurra landa móti í handknattleik sem nú stendur yfir í Frakklandi. Leikið var gegn Tékkum og máttum við þola 7 marka tap, 26:33. íslendingar voru með yfir- höndina framan af leiknum og höfðu yfir 11:7 þegar 20 mínútur voru búnar. Þá kom mjög slæmur kafli hjá okkar mönnum og það sem eftir var af hálfleiknum skor- uðu Tékkar 10 mörg gen 1 og höfðu yfir 17:12 í leikhléi. Þenn- an mun náðu íslendingar ekki að vinna upp. Gunnar Ml. Gunnarssun, þjálfari 6. flokks Þórs gefur sínum mönnum góð ráð. Mynd: KK vetur, meðan Reykjavíkurliðin hafa leikið margsinnis sín á milli. Bestu liðin eru að spila upp undir 40 leiki á vetri. Ein ástæða þess að farið var með 7. flokk var sú að KA sendir ekki lið til keppni í þessum flokki á Akur- Um síðustu helgi var haldið fyrsta punktamót vetrarins í flokki 13-14 ára á Dalvík. Mót- ið fór fram í góðu veðri og tókst vel í alla staði. Til leiks voru mættir 70 kepp- endur af öllu landinu. Röð þriggja efstu varð eftirfarandi: Stórsvig, stúlkur: 1. Ása Bergsdóttir, R. 1:51,22 2. Auður K. Gunnlaugsdóttir, Ak. 1:51,92 3. Aðalheiður Reynisdóttir, Ak. 1:52,74 eyrarmóti og þetta því eini mögu- leikinn til að spila alvöru leik. í 6. flokki sendi Þór bæði A- og B- lið til keppni. A-liðið vann ÍA 15:3 og Aftureldingu 11:8 en tap- aði fyrir Fylki 5:7, HK 8:9 og fyr- ir ÍR 11:12 í hörku leik, en IR- ingar héldu mótið. Markahæstir voru Pétur Kristjánsson með 17 mörk og Gunnar Konráðsson með 10. B-lið 6. flokks vann ÍA 8:0 en tapaði 8:15 fyrir Fjölni, 5:8 fyrir Stjörnunni, 6:7 fyrir Val og 4:7 fyrir Gróttu. Markahæstir hjá Þór voru Haukur Ágústsson sem skoraði 10 mörk og Hörður Sig- þórsson með 6. Sem fyrr segir gekk mótið vel að öðru leyti en því að dómgæsla var í slakara lagi. Þór var með eitt lið í 7. flokki, en þeir strákar eru 7-8 ára. Liðið keppti 4 leiki. Vann Val 7:3 og Víking 4:2 en tapaði fyrir ÍR 2:10 og 7:14 fyrir Haukum. Strákarnir léku síðan um 5. sætið gegn Fram og töpuðu 4:6. Þórsarar höfnuðu því í 6. sæti en FH var sigurvegari og Grótta í 2. sæti. Markahæstir voru Árni Þór Sigtryggsson með 12 mörk og Páll Indriðason með 8. Svig, stúlkur: 1. Ása Bergsdóttir, R. 1:28,82 2. Kristjana Benediktsdóttir, Hú. 1:43,92 3. Hallfríður Hilmarsdóttir, Ak. 1:45,76 Stórsvig, drengir: 1. Jóhann F. Haraldsson, R. 1:45,64 2. Hannes Steindórsson, R. 1:46,77 3. Jóhann G. Möller, Sigl. 1:48,18 Svig, drengir: 1. Börkur Þóröarson, Sigl. 1:26,73 2. Sturla M. Bjarnason, Da. 1:27,23 3. Rúnar Friðriksson, Ak. 1:40,59 Skíði 13-14 ára: Pimktamót á Dalvík Kjarvalsstofa í París Kjarvalsstofa í París er íbúö og vinnustofa, sem ætl- uö er til dvalar fyrir íslenska listamenn. Reykjavíkur- borg, menntamálaráðuneytið og Seðlabanki íslands lögðu fram fé til þess að koma upp slíkri starfsað- stöðu í Parísarborg með samningi við stofnun, sem nefnist Cité Internationale des Arts, og var samning- urinn gerður á árinu 1986. Kjarvalsstofa er í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvalsstofu, og gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til stjórnar Cité Internationale des Arts, er tekur endan- lega ákvörðun um málið. Dvalartími er skemmstur 2 mánuðir, en lengst er heimilt að veita listamanni afnot Kjarvalsstofu í 1 ár. Vegna fjölda umsókna undanfarin ár hefur dvalartími að jafnaði verið 2 mánuðir. Þeir sem dvelja í Kjarvalsstofu greiða dvalargjöld sem ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts og miðast við kostnað af rekstri hennar og þess búnaðar sem þeir þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en almenn leiga í Parísarborg. Dvalargestir skuldbinda sig til þess að hlíta reglum Cité Internationale des Arts varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu. Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvalsstofu, en stjórnin mun á fundi sínum í mars fjalla um afnot listamanna af stofunni tímabilið 1. ágúst 1993 til 31. júlí 1994. Skal stíla umsóknir til stjórnarnefndar Kjarvalsstofu. Tekið er á móti umsóknum til stjórnarnefndarinnar í skjalasafni borgarskrifstof- anna í Ráðhúsinu, en þar liggja einnig frammi umsóknareyðu- blöð og afrit af þeim reglum sem gilda um afnot af Kjarvalsstofu. Fyrri umsóknir þarf að endurnýja, eigi þær að koma til greina við þessa úthlutun. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 14. mars nk. Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu. Sjúkrahúsið í Húsavík sf. Læknaritari óskast til starfa við Heilsugæslustöðina Húsavík frá 1 apríl 1993. Um er að ræða 50% stöðu. Óskað er eftir skriflegum umsóknum - umsóknar- eyðublöð fást á heilsugæslustöðinni. Umsóknarfrestur er til 4. mars. Frekari upplýsingar hjá læknafulltrúa í síma 41333. t STEINGRÍMUR EGGERTSSON, Ránargötu 1, Akureyri, sem lést laugardaginn 13. febrúar, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 22. febrúar kl. 13.30. Heiðrún Steingrímsdóttir, Þorsteinn Jónatansson, Karl Hróðmar Steingrímsson, Katrín Guðmundsdóttir, Cecilia Steingrímsdóttir, Jón Hallgrímsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN ÖGMUNDSSON, Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 23. febrúar kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hans, vinsamlega láti Dvalarheimilið Hlíð njóta þess. Karolína Jóhannesdóttir, Gunnar Jóhannsson, Fríður Jóhannesdóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Helgi Sigurðsson, María Jóhannsdóttir, Einar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.