Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 20. febrúar 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. UÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Háttur margra stjórnmála- manna er að segja eitt en framkvæma annað. Reynslan sýnir til dæmis að ekki er vert að byggja allt of mikið á kosningaloforðum pólitíkusa. Þau eru stundum grafin og gleymd um leið og kjörstöð- um er lokað. Hástemmd loforð um alls kyns aðgerðir til að skapa betri tíð með blóm í haga eru oftar en ekki sett fram til þess eins að fá almenning til að „kjósa rétt“. Eftir á má svo finna ótal afsakanir fyrir því að svíkja gefin loforð. Orð og efndir núverandi ríkisstjórnar er glöggt dæmi um þann ósið stjórnmála- manna að segja eitt en meina annað. í kosningabaráttunni lofuðu frmabjóðendur núver- andi stjórnarflokkar öllu fögru. Þeir ætluðu svo sann- arlega að skapa hér fyrir- myndarríki; eins konar para- dís á jörð. Meirihluti kjós- enda beit á agnið, eins og til var ætlast. Stjórnarmyndunin gekk greiðlega fyrir sig og „hvítbók" ríkisstjórnarinnar leit dagsins ljós. Þar fékk meirihluti kjósenda staðfest- ingu á því að hann hefði him- in höndum tekið, því kosn- ingaloforðin voru á sínum stað í þeirri ágætu bók. Hún var, að því er virtist, ávísun á fyrirmyndarríkið. Um svipað leyti fór hins vegar að halla undan fæti á stjórnarheimil- inu. Síðan hefur komið í ljós að ávísunin á fyrirmyndarrík- ið reyndist innstæðulaus með öllu. Kjósendur fengu hana „í hausinn" aftur og hafa síðan þurft að greiða hærri dráttarvexti en nokk- urn hefði grunað. Þótt ríkisstjórninni hafi mistekist hrapallega að upp- fylla kosningaloforðin kemur enginn að tómum kofunum hjá henni þegar skýringa er leitað: „Syndir fyrri ríkis- stjórnar", „erfiðar ytri aðstæður", „ófyrirsjáanlegir erfiðleikar í ríkisfjármálum" og síðast en ekki síst einn allsherjar „fortíðarvandi“, eru vinsælustu afsakanir stjórnarþingmanna og ráð- herra á yfirstandandi kjör- tímabili. Þessi atriði eiga að réttlæta það að ríkissjóðs- hallinn hefur ekki minnkað þótt hann ætti að gera það; að skattar hafa hækkað, þótt þeir ættu að standa í stað eða lækka; að lágmarkslaun og skattleysismörk hafa ekki hækkað, þótt þau ættu að gera það; að kaupmáttur ráð- stöfunartekna hefur minnkað í stað þess að vaxa; að vextir hafa hækkað í stað þess að lækka; að atvinnuleysi hefur aukist í stað þess að minnka, og síðast en ekki síst að byrð- unum hefur ekki verið dreift jafnar milli þjóðfélagsþegna, þrátt fyrir loforð um hið gagnstæða. Þannig mætti í raun lengi telja. Þegar litið er til kosningaloforðanna annars vegar og efndanna hins vegar, stendur ekki steinn yfir steini hjá núverandi stjórnarflokkum. Þeir hafa þurft að éta þau öll ofan í sig. Skilaboð ríkisstjórnarinnar til kjósenda, nú þegar kjör- tímabilið er tæplega hálfnað, eru skýr. Þau rúmast í einu, sjö stafa orði: „Afsakið!“. BB. Afsakið! Lundúnapistill Þórirjóhannsson skrifar Af Erosi, Quaglino’s og Kalla Bretaprins í síðasta pistli sagði ég frá því að Eros hafi verið fjarlægður frá Piccadilly Circus til viðgerðar. Eftir að fólk hafði gert sér það að leik til margra ára að kiifra upp um hann kom að því að sprungur mynduðust á þeim fæti sem hann hvílir á. Túristar iðka þessa íþrótt í fullkomnu ábyrgðarleysi og hafa sjálfsagt ekki ímyndað sér álagið að hafa almenning prílandi upp á sér dags daglega fram á hundrað ára aldur. En sem sagt, nú er Eros í viðgerð og um tíma ótt- uðust menn að hann ætti ekki afturkvæmt heldur skyldi eftir- líking sett í staðinn. Sá ótti er ástæðulaus og stefnt er að þvf að frummyndin verði komin á sinn stað fyrir aldarafmæli afhjúpunar styttunnar, 29. júní nk. Talandi um Eros, þá stefnir þingið að því að banna afrugl- ara sem tjallinn getur fjárfest í, langi hann til að slappa af að næturþeli með bjórglas í hönd, horfandi á ástarmyndir í sjón- varpi hvar blíðuhót þykja næsta opinská svo þingmönnum þykir nóg um. Sú sjónvarpsstöð sem um ræðir er niðurlensk en send- ir út frá Danmörku þar sem eru engin lög um þann iðnað sem um ræðir. Upp á frónsku heitir stöðin „Eldrauðar hollenskar". Sá ráðherra sem býður hvað mest við herlegheitunum, Peter Brooke, bauðst til að leggja sómakenrid sína að veði og berja augum filmu frá umræddri sjónvarpsstöð í von um að sann- færast um bágborið siðgæði stöðvarinnar. En forráðamenn gjálífissjónvarpsins hrista bara hausinn og segjast ekki skilja frafárið, í myndunum sé ekkert ofbeldi, nóg sé af því annars staðar. Mér hefur verið tíðrætt um erfiða tíma hér á Bretlandseyj- um. Prátt fyrir samdrátt og harmakvein var opnaður um síðustu helgi, hér í höfuðborg veitingastaðanna, stór og glæsi- legur veitingastaður í Burystræti nálægt Piccadiily Circus. Sá heitir Quaglino’s og er mitt á meðal staða sem getið hafa sér gott orð fyrir mat á heimsmæli- kvarða: Le Caprice, The Square, Waltons, Greenhouse. Quaglino’s cr tískustaður, er ætlað að vera „in“, tekur 420 manns í sæti. Aðaláherslan er lögð á sjávarrétti og til mat- reiðslu hafa verið fengnir fyrsta flokks kokkar sem matbúa í ásýnd matargesta, flestir frá „le Pint de la Tour“, sem er gegnt íslenska galleríinu í Butlers Wharf. Til að hanna staðinn var feng- inn Keith nokkur Hobb, sem getið hefur sér gott orð sem hönnuður veitingastaða. Sér til fulltingis fékk hann listamann til að mála súlur í salnum, einn um hverja súlu. Petta er fólk eins og Philip Hughes, Javaid Alvi, Catherine Keraly, Patrick Kinmouth o.fl. Ljósmyndir eftir Noelle Hoeppe voru sérstak- lega pantaðar til að prýða vegg- ina. Ekkert er til sparað og allt skal vera rétt, meira að segja er passað upp á að sandurinn í öskubökkunum á salernunum sé í þeim lit sem passar við umhverfið. Pað sem vekur kannski mesta athygli er loftið. Þar sem veitingastaðurinn er að hluta niðurgrafinn og sóiargeisl- ar ná ekki inn er lýsingin hönn- uð þannig að hún breytist, tölvu- vætt, hægt og rólega til að líkja eftir dagsbirtu og næturhimni eftir því sem við á. Þrátt fyrir öll herlegheitin er Quaglino’s í ódýrari kantinum miðað við áðurnefnda staði. Ég held ég haldi mig við Raefil’s í Kirkju- stræti í Twickenham, lítill og rólegur staður og fyrirtaksmat- ur. Síðastliðinn sunnudagur var dagur heiiags Valentínusar, þegar ástin blómstrar í hjörtum, ungum sem öldnum. Peir sem fylgjast með voru hræddir um að dvöl Karls Bretaprins í Mexíkó á þessum degi róman- tíkurinnar yrði heldur einmana- leg. Annað var uppi á teningn- um. Hann þótti afslappaður, tók lífinu með ró og sló á létta strengi. Hann hafði orð á því að í Bretlandi væru gefin út „skrít- in dagblöð“ og gerði þannig grín að pressunni. Ha,ha! Aldeilis fyndinn maður!! En sérfræðingar í málum konungs- fjölskyldunnar halda að hann sé fyrst og fremst að sýna að hann geti vel staðið sig án Díönu. Kveðja frá Lundúnum, Þórir. V

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.