Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. febrúar 1993 - DAGUR - 3 Fréttir Norræna skólasetrið: „Fjarri aDri skynsemi að sveitarfélög byggi yfir starfsemina“ - segir Kristján Júlíusson bæjarstjóri á Dalvík Stefnt er að stofnun hlutafé- lags um norrænar skólabúðir og ráðstefnusetur á Hvalfjarð- arströnd, um 80 km frá Reykja- vík, og er það gert í fullu sam- ráði við skólayfirvöld. Sam- kvæmt upphaflegri áætlun er gert ráð fyrir að skráning í skólabúðirnar geti hafist 15. mars nk. og formleg opnun verði 3. september í haust en Ijóst er að þessi hugmynd á verulega erfitt uppdráttar. Aðstaða verður til að taka á móti liðlega 90 nemendum og kennurum þeirra. Fjármögnun þessara skólabúða byggir ann- ars vegar á styrkjum og lánum en hins vegar á hlutafé. Sótt er um lán til Vest-Norden sjóðsins og styrki til ýmissa aðila s.s. Norræna félagsins, Norrænu ráðherranefndarinar, Norræna menningarsjóðsins og Byggða- stofnunar. Gestur Ólafsson arki- tekt og skipulagsfræðingur hefur teiknað hús fyrir starfsemina og hljóðar kostnaðaráætlun upp á 52 Dalvík: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráði hefur borist erindi frá UMSE, þar sem greint er frá fyrirhuguðu Meistaramóti íslands í frjáls- um íþróttum, 14 ára og yngri og 15-18 ára, dagana 24,-25. júlí í sumar á Dalvík. Óskað er eftir fyrirgreiðslu frá Dal- víkurbæ um svefnpokapláss, stjórnstöð o.fl. Erindinu var vísað til íþrótta- og æskulýðs- ráðs með ósk um að ljá málinu liðsinni. ■ Bæjarráð hefur að tillögu félagsmálaráðs, samþykkt að ráða Guðrúnu Snorradóttur og Halldóru Jóhannesdóttur í störf á gæsluvellinum en alls bárust sex umsóknir um stöð- urnar. ■ Bæjarráð hefur jafnframt samþykkt að daggjald á gæslu- vellinum í tiiraunaopnun febrúar-maí verði kr. 150 en félagsmálaráð gerði að tillögu sinni að daggjaldið yrði kr. 50. ■ Bæjarráði hcfur borist erindi frá Má sf., þar sem ósk- að er eftir leyfi til að nota bæjarmerki Dalvíkur á minja- gripi. Erindið var samþykkt en haft verði samráð við bæjarrit- ara um útiit merkisins. ■ Umhverfismálanefnd bein- ir því til bæjarráðs og félags- málanefndar að unglingavinn- an byrji fyrr á vorin og að ráðnir verði fleiri flokkstjórar við unglingavinnuna. Tilgang- urinn með þessu yrði sá að garðyrkjumaður bæjarins fengi unglingana með sér til starfa við útplöntun, fegrun og uppbyggingu opinna svæða. ■ Stjórn Heilsugæslustöðvar- innar hefur samþykkt að ger- ast stofnaðili að Landssamtök- um Heilsugæslustöðva sem stofnuð voru í desember og greiða samþykkt árgjald kr. 10.000. ■ Á fundi stjórnarinnar til- kynnti Þórir V. Þórisson yfir- læknir Heilsugæslustöðvarinn- ar að Bragi Stefánsson tæki við yfirlæknisstöðunni frá og meö 1. mars nk. ■ Hafnarstjórn hefur sam- þykkt að þjónustugjöld hækki um 3% frá síðasta ári. milljónir króna. Aðaltilgangur búðanna er að þar geti orðið mið- stöð menningarmiðlunar og sam- skipta íslenskra nemenda og nemenda frá hinum Norður- löndunum og væntanlega víðar úr heiminum síðar meir. Helstu markmið og áherslur skólabúðanna verða þríþættar. í fyrsta lagi umhverfisfræðsla og verður sjálfbær þróun í umhverf- ismálum lykilhugtak. Virðing fyr- ir umhverfinu, læra að njóta nátt- úrunnar og nýta hana á skynsam- legan hátt verða þau áherslu- atriði sem sett verða á oddinn. í öðru lagi verður saga lands og þjóðar kynnt og gengið út frá Fjórtán sveitarfélög á Norður- landi hafa sótt um lán til Lána- sjóðs sveitarfélaga vegna þessa árs. Umsóknarfrestur rann út 31. jan. sl., en ekki er ólíklegt að fleiri umsóknir eigi eftir að berast, skv. upplýsingum Sam- bands ísl. sveitarfélaga. Sveitarfélögin sem hafa skilað inn umsóknum til sjóðsins eru á Norðurlandi vestra: Hvamms- Hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. hafa verið fryst um 20 tonn af loðnu í febrúarmánuði en í gær var engin löndun á loðnu í sjónmáli. Frystingu verður haldið áfram strax og hráefni berst. Loðnan sem hefur veiðst að undanförnu er óvenju stór og væn og hentar því mjög vel til frystingar en nokkuð er um Ioðnu í flokknum 50 stk/kg, en reikna má með að loðnan fari sögu viðkomandi byggðarlags sem dæmi um sögu íslands, allt frá tímum Egilssögu og fram á þennan dag. í þriðja lagi verða skólabúðirn- ar miðstöð norrænna nemenda- skipta en með þeim verður efld kynning á norrænu samstarfi og þeim fjölmörgu tækifærum sem bjóðast ungu fólki. Bent er á að þar skapist góð aðstaða fyrir námskeiðahald, minni ráðstefn- ur, niðjamót, brúðkaup, afmæli o.fl. yfir sumartímann og um helgar að vetri til. Snorri Þorsteinsson í Borgar- nesi, fræðslustjóri Vesturlands, segir að hugmyndin hafi verið tangahreppur, Blönduós, Seylu- hreppur og Sauðárkrókur. Á Norðurlandi eystra sóttu eftirfar- andi sveitarfélög um lán: Fljóta- hreppur, Akureyri, Húsavík, Ólafsfjörður, Dalvík, Svarfaðar- dalshr., Hríseyjarhr., Glæsi- bæjarhr., Svalbarðsstrandarhr. og Raufarhafnarhr.. Að sögn Birgis Blöndal hjá Lánasjóði sveitarfélaga er í mörgum tilfell- um ekki sótt um ákveðna smækkandi eftir því sem líður á vertíðina. Nokkrar prufur hafa verið gerðar með að frysta karlloðnu en óvíst er um framhaldið á því. Engir sölusamningar hafa verið gerðir um sölu á henni en hingað til hafa hængarnir og smærri hrygnur farið til bræðslu. Greidd- ar eru um 14 þúsund krónur fyrir tonnið af loðnu til frystingar eða nær fjórfalt það verð sem greitt kynnt í sveitarfélögunum vestan Skarðsheiðar og nokkrum þétt- býlisstöðum í Vesturlandskjör- dæmi og að undirtektir séu blendnar þrátt fyrir að skóla- setrinu sé ætlaður staður í kjör- dæminu en menn séu sammála um að hér sé um hið merkasta framtak að ræða menningarlega séð en fjármögnun hafi hins veg- ar gengið mjög hægt. Horft hafi verið til þess að nýta Héraðsskólann í Reykhoiti undir þessa starfsemi en á því sjá menn ýmsa hnökra og m.a. hafa komið fram hugmyndir sem gætu blásið nýju lífi í framhaldsskólana í dreifbýlinu. Stofnfundur hluta- upphæð. Oft séu sveitarfélögin að athuga lánamöguleika sína, enda eiga sum sveitarfélög eftir að ganga frá fjárhagsáætlun þessa árs. Birgir sagði mögulegt að fleiri umsóknir berist þó að frest- urinn sé útrunninn og að þær verði afgreiddar. Hann vildi ekki gefa upplýsingar um þær fjárhæð- ir sem sótt er um, í þeim tilfellum sem það er tilgreint. Nánar verð- ur fjallað um það síðar. sþ er fyrir þá loðnu sem fer til bræðslu. Áætlanir eru uppi um að frysta allt að 3000 tonn af kvenloðnu á vertíðinni en geysilegur verð- munur er á loðnunni eftir stærð. Þannig fást um 151 þúsund krón- ur fyrir tonnið eða um 151 kr/kg af stærstu loðnunni en fer niður í 86 þúsund krónur eða 86 kr/kg og jafnvel enn neðar fyrir þá smæstu. GG félags um Norræna skólasetrið verður haldinn að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd fimmtudaginn 11. mars nk. Öllum sveitarfélögum landsins hefur verið boðin aðild að hluta- félaginu „Norræna skólasetrið" og hafa viðbrögð yfirleitt verið mjög neikvæð. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar fjallaði um boðsbréfið á fundi sínum 8. janúar sl. og segir þar m.a.: „Sveitarstj órn Eyj afj arðarsveitar sér ekki ástæðu til að leggja fram hlutafé. Hún lýsir yfir undrun sinni á fyrirhuguðum byggingar- áformum í ljósi þess að víða um land er að finna vannýtt skóla- húsnæði. Þá vekur það furðu að skólayfirvöld skuli eiga þarna hlut að máli. Loks má geta þess að ekki er skortur á húsnæði fyrir fundi, námskeið og fleiri sam- komur sem getið er um í lok bréfsins.“ Kristján Júlíusson bæjarstjóri á Dalvík segir hugmyndir um norrænar skólabúðir góðra gjalda verðar en það sé fjarri allri skyn- semi að sveitarfélög í landinu fari að byggja yfir starfsemina meðan í landinu sé nóg af skólahúsnæði sem vandkvæði eru á að nýta og það sé ráðandi viðhorf meðal sveitarstjórnarmanna á íslandi. GG Sauðárkrókur: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráð hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að kosin verði þriggja manna undirbúningsnefnd til að undirbúa og skipuleggja vina- bæjamót á Sauðárkróki í júní í sumar. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að taka lán hjá Byggðastofnun að upphæð kr. 10.000.000 vegna stjórn- sýsluhúss. Einnig er bæjar- stjóra falið að leita eftir lán- töku hjá Byggðastofnun vegna áframhaldandi framkvæmda við húsið. ■ Félagsmálaráð iýsti á fundi sínum nýlega, yfir óánægju sinni með hvernig staðið er að snjómokstri og hálkueyðingu við leikskóla bæjarins. Fram kom að foreldrar hafa ítrekað kvartað en án árangurs að því er virðist. Félagsmálaráð fer fram á að tafarlaust verði ráð- in bót á þessu. ■ Bygginganefnd hefur borist umsögn frá húsbílaeigendum á Sauðárkróki, varðandi skipu- lag tjaldsvæðis, þar sem þeir telja æskilegt að svæði fyrir húsbíla verði fært niður á Flæðarnar. Bygginganefnd samþykkti að óska eftir nýrri tillögu að tjaldsvæði, þar sem gert yrði ráð fyrir húsbílum niðri á Flæðunum. Einnig er óskað eftir kostnaðaráætlun. ■ Ferðamálanefnd gerir ráð fyrir að rekstur vegna kynn- inga og annarra verkefna í samvinnu við hagsmunaaðila verði svipaður og á síðasta ári. Jafnframt leggur nefndin til að henni verði úthlutaðar kr. 600.000 til rekstursins. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að taka lán hjá Lífeyrissjóði verkalýðsfé- laga á Norðurlandi vestra, að upphæð kr. 10.000.000 á þeim kjörum sem um semst. Stell, ljósritun og stimplagerð Á Akureyrí hefur verið opnað fyrirtæki sem sérhæfir sig í ljósritun, plasthúðun og stimplagerð. Fyrirtækið heitir Stell og er til húsa að Skipagötu 6. Stell er vel búið tækjum, má þar nefna nýja Rank Xerox lita- ljósritunarvél sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og býður upp á mikla möguleika. Þá eru til staðar tæki til plasthúðunar á pappír í öllum stærðum og þykktum allt frá skírteinum upp í stórar teikningar. Stimplagerðin hefur verið starfrækt undanfarin þrjú ár og er hægt að fá ýmsar gerðir stimpla. Einnig er von á vél sem þrykkir litmyndir á boli. Fyrirtækið er opið frá kl. 13-18 alla virka daga. Á myndinni er eigandi Stell, Hallur JÓnaS PéturSSOn. Mynd: Robyn Norðurland: Fjórtán sveitarfélög sóttu um lán - til Lánasjóðs sveitarfélaga Þórshöfn: Tuttugu tonn afloðnu fryst á Japansmarkað

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.