Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 18

Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 20. febrúar 1993 i Meyjaskemman 1954. Frá vinstrí: Jóhann Konráðsson (Schubert), Jóhann Ögmundsson, Halldór Helgason, Her- mann Stefánsson og Guðmundur Gunnarsson. Saga óperettusýninga hjá Leikfelagi Akureyrar: Alvinsælustu og eftir- miraiilegustu sýningamar - Leðurblakan verður fíórða óperettan hjá félaginu Nú er rúmlega mánuður í frumsýningu Leikfélags Akur- eyrar á óperettunni Leður- blökunni eftir valsakónginn Jóhann Strauss. Leðurblakan hefur oftlega verið nefnd „drottning óperettunnar“ og er hún fræg fyrir gáska og fjör, enda tónlist Strauss þrungin léttlyndi og bjartsýni, alþýðleg og tiginmannleg í senn. Þótt Leðurblakan hafi ekki verið sýnd áður hjá Leikfélagi Akur- eyrar skipa óperettur sérstak- an sess í hugum áhorfenda á Akureyri því með alvinsælustu sýningum LA voru óperetturn- ar Meyjaskemman, Bláa káp- an og Nitouche, sem margir muna eflaust eftir. Mikil stemmning skapaðist í kring- um þessar sýningar og vonast er til að hægt verði að endur- vekja þá stemmningu. Saga óperettunnar hjá Leikfélagi Akureyrar hefst með gestasýn- ingum frá Reykjavík fyrir og um 1940. Hljómsveit Reykjavíkur kom norður með Bláu kápuna 1938 og um atburð þennan segir Haraldur Sigurðsson í Sögu leik- listar á Akureyri: „En merkasti viðburður á leik- sviðinu árið 1938 var án alls efa sýningar á óperettunni Bláa kápan, sem Hljómsveit Reykja- víkur færði okkur dagana 7.-11. júní. Leikstjóri var Haraldur Björnsson, en Hans Stepanek tók við músikstjórn af dr. Franz Mixa, sem farinn var utan. Þess- ari merku nýjung í listalífi bæjar- ins, fyrstu óperettunni, var tekið með fádæma fögnuði og telur blaðið Dagur (9. júní) „...að Bláa kápan sé glæsilegasta leiksýning, sem fram hefir farið á Akureyri." Sérstaklega voru gagnrýnendur blaða hugfangnir af Pétri Jónssyni óperusöngvara og Sigrúnu Magnúsdóttur. Gestasýningar frá Reykjavík Gerður er greinarmunur á söng- leik og óperettu. Leikfélag Akur- eyrar hefur sýnt marga söngleiki á undanförnum árum við miklar vinsældir og sló My Fair Lady aðsóknarmet leikárið 1983-84. En óperetturnar hafa ekki síður verið vinsælar. Önnur óperetta var flutt í Sam- komuhúsinu í júlí 1941. Þetta var gestasýning Leikfélags Reykja- víkur og Hljómsveitar Reykja- víkur á Nitouche. Leikstjóri var Haraldur Björnsson og hljóm- sveitarstjóri dr. Victor Urbantc- hitch. Um viðburð þennan segir í Sögu leiklistar á Akureyri: „Þess- um leik- og sönggestum var fagn- að ákaflega og blaðið Dagur rit- aði um „sólskinsstundir í leikhús- lífi Akureyrar". Lárus Pálsson lék Celestin, söngkennarann í klaustrinu „af mikilli snilld... svo að helzt vilja áhorfendur aldrei missa hann út af senunni“ (Dagur). Sigrún Magnúsdóttir vakti einnig mikinn fögnuð „...með sínu ótæmandi lífsfjöri, gáskafulla hlátri og björtu söngrödd" (íslendingur). Gunn- þórunn Halldórsdóttir og Brynj- ólfur Jóhannesson fóru einnig á kostum sem hin stranga abbadís og drambsami major. Lárus Ing- íóhann ögmundsson: I>ykirvæiistum Bláu kápuna „Ég held að mér þyki nú vænst um „Bláu kápuna'L Pó var það enginn leikur. Hann reyndi ekkert á mig og það reyndi ekkert á sönginn, þó ég þyrfti að syngja þar ein tóif lög. Þarna bara saméinaðist hvorutveggja, söngur og leik- ur. Ég býst nú við því að þaö muni einhverjir leikarar brosa að því, að ég segi eftir svona mörg hlutverk að þetta litla hlutverk sé skemmtilegast. En þetta var ákaflega elskulegt. Manni ieið vel,“ sagði leikar- inn, söngvarinn og Ieikstjórinn Jóhann Ögmundsson, sem nú er nýlátinn, í viðtali við Signýju Pálsdóttur í Leikfélagsblaðinu sem kom út í október 1983. ólfsson málaði fögur leiktjöld og lék drykkfeldan liðþjálfa, en Alfreð Andrésson lék Pigeon og „vekur það skoffín óstöðvandi hlátur“ (Dagur). Aðgangseyrir var hærri en þekkst hafði áður hér norðanlands eða 6,50-12,50 hér á Akureyri en 5 kr. á smærri stöðunum.“ Meyjaskemman með Jóhanni Konráðssyni í aðalhlutverki Þannig kynntust margir Norð- lendingar óperettunum, með gestasýningum að sunnan. En þar kom að því að Leikfélag Akureyrar ákvað að ráðast í upp- færslu á óperettu og varð Meyja- skemman fyrir valinu. Meyjaskemman var frumsýnd 18. nóvember 1954 og markar tímamót í sögu leiklistar á Akur- eyri enda fyrsta óperettan sem Akureyringar settu á svið. Þetta er hugljúfur og angurvær söng- leikur sem fjallar um ástir og ævi Schuberts og félaga hans. Sýning- unum var tekið með óvenju mikilli hrifningu og kepptust blöðin við að hæla henni. Leikstjóri var Ágúst Kvaran, söngstjóri Árni Ingimundarson og undirleikarar norski fiðlu- leikarinn Ivan Knudsen og frú Soffía Guðmundsdóttir píanó- leikari. Hermann Stefánsson samdi og æfði dansana. „Leikstjóranum tókst með full- um sóma að stýra óvenju stórum leikhópi, um 20 manns, sem flutti leikhúsgestum 15 ómþýða söngva og haganlega var fléttað saman tregablandinni rómantík, feimni Schuberts, glaðværð og glasa- glaum félaga hans og yndisþokka systranna. Inn á milli komu svo fram skringilegar aukapersónur til að krydda þessa ljúfu Vínar- stemmningu,“ segir Haraldur Sigurðsson í Sögu leiklistar á Akureyri. Jóhann Konráðsson, tenór- söngvari, var fenginn í aðalhlut- verkið, hlutverk Schuberts. Þótti mörgum djarft teflt enda hafði Jóhann aldrei leikið á sviði áður. En hann heillaði áhorfendur með glæstum söng og góðum leik. í öðrum hlutverkum voru m.a. Jóhann Ögmundsson, Hermann Stefánsson, Halldór Helgason, Guðmundur Gunnarsson, Vignir Guðmundsson, Árni Jónsson, Sigríður P. Jónsdóttir, Björg Baldvinsdóttir, Brynhildur Steingrímsdóttir, Helga Alfreðs- dóttir og Matthildur Sveinsdóttir. Sýningar á Meyjaskemmunni urðu 18 og var þeim ákaflega vel tekið. Sýningin komst í hóp þeirra allra vinsælustu hjá Leik- félagi Akureyri, aðeins Skugga- Sveinn hafði verið sýndur oftar eða 19 sinnum. Hvað væri Bláa kápan án söngsins? í lok leikársins 1960-61 réðist Leikfélag Akureyrar aftur í það stórvirki að setja upp óperettu, að þessu sinni Bláu kápuna eftir Feiner og Hardt-Warden. Þýð- inguna gerði Jakob Jóh. Smári. Leikstjóri var Ragnhildur Stein- grímsdóttir og söngstjóri Guð- mundur Kr. Jóhannsson, sem jafnframt lék á píanó ásamt Sig- urði Erni Steingrímssyni á fiðlu í upphafi hvers þáttar. Aðalsteinn Vestmann málaði leiktjöld. „í þessum þýska söngleik er haglega fléttað saman ástarunaði og ljúfum tónum, titlatogi, kímni og hégómaskap, en einnig örlar á alvöru lífsins, andstreymi og ástarsorgum. Margir þekktustu söngvarar bæjarins tóku þátt í sýningunni og héldu henni uppi „og hvað væri Bláa kápan án söngsins?" spyr eitt bæjarblaðið (íslendingur)," segir í Sögu leik- listar á Akureyri. Leikendur í Bláu kápunni voru Stefán Halldórsson, Björg Bald- vinsdóttir, Júlíus Oddsson, Jóhann Konráðsson, Jóhann Ögmundsson, Haraldur Sigurðs- son, Brynhildur Steingrímsdótt- ir, Ragnhildur Steingrímsdóttir, Halldór Helgason, Egill Jónas- son, Sigtryggur Stefánsson, Aðalsteinn Jónsson, Sigríður P. Jónsdóttir, Árni V. Viggósson, Inga Guðmundsdóttir og Kristjana Jónsdóttir. Sýningin fékk mjög góða dóma „En mér þótti alltaf langmest gaman ív söngleikjunum. Vegna þess að það var svo gaman að geta sungið og dans- að og þá kom leikurinn af sjálfu sér. Maður fékk að hreyfa sig svo mikið, varð svo léttur og þetta varð svo skemmtilegt. Músikkin höfð- aði alltaf til mín fyrst og fremst. Ég hef verið söngelsk alla tíð. Alltaf sungið í kór frá því ég man eftir mér. Því má segja að „Meyjarskemman" og „Bláa kápan“ hafi verið skemmtilegustu Ieikritin. En þetta var alveg ægileg vinna.“ Svo mælti Björg Baldvinsdótt- ir í Leikfélagsbláðinu 1983, en Björg lék og söng sig inn í hjörtu áhorfenda á árunum 1943-81 og hefur reyndar komið fram síðan. Björg Baldvinsdóttir og Jóhann Konráðsson fóru með aðalhlutverkin í Meyjaskemmunni. Úr Bláu kápunni leikárið 1960-61. Standandi eru Ragnhildur Steingríms- dóttir, Jóhann Konráðsson og Brynhildur Steingrímsdóttir og sitjandi Björg Baldvinsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.