Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 13

Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 13
Laugardagur 20. febrúar 1993 - DAGUR - 13 Öskudagslíð velkomin á Blikkrás UÍH uið HRRFNRGIL-j Konudagshelgin í Vín Okkar besta veislukaffi alla helgina. Vínarís og ísréttir í ótal myndum. Þegar ís er annars vegar er aðeins það besta nógu gott. ir Blómstrandi pottablóm, ný sending. Fræ og sáðvörur. Blómaskálinn - Eitthvaö fyrir alla Góður staður... í fyrra efndi fyrirtækið Blikk- rás hf. á Akureyri til samkeppnl meðal öskudagsbarna. Auglýst var sérstaklega eftir öskudags- liðum og kom 71 lið, eða ails um 380 börn í heimsókn í fyrir- tækið og hlýddu starfsmenn á margan sönginn þann dag. Dómnefnd var skipuð til að dæma liðin út frá söng, bún- ingarnir skiptu ekki höfuðmáli, og var 3 bestu liðunum boðið í pizzu á Greifanum. Öll liðin fengu mynd af sér og nú á Akureyrarmótið í einmenningi: Páll Páls- son efstur - konurnar sækja að honum Akureyrarmót í einmenningi á vegum Bridgefélags Akureyrar hófst í Hamri sl. þriðjudags- kvöld en þá var spiluð fyrsta umferð af þremur. Sá spilari sem fær besta skor úr tveimur umferðum verður Akureyr- armeistari. Keppni þessi er jafnframt firmakeppni og eftir fyrstu umferð er Páll Pálsson efstur j með 112 stig en Kolbrún Guð- veigsdóttir er í öðru sæti með 104 stig. í þriðja sæti er Ragnhildur Gunnarsdóttir með 101 stig, Sveinn Pálsson í fjórða sæti með 100 stig og jafnir í fimmta til sjötta sæti eru Kristján Guðjóns- son og Magnús Magnússon með 98 stig. Hermann Tómasson er í sjöunda sæti með 97 stig og Sig- fús Hreiðarsson í því áttunda með 96 stig. Næstkomandi þriðjudagskvöld verður haldið áfram með sveita- keppni félagsins og verða þá spil- aðar 16., 17. og 18. umferð. Spilamennskan hefst kl. 19.30 og eru spilarar beðnir að mæta stundvíslega. -KK Ósýnilega félagið: SpjaJl um heimspeki Næsta miðvikudagskvöld mun prófessor Páll Skúlason flytja erindi á Hólum í Hjaltadal. Hann mun ræða um viðfangsefni heim- spekinnar og hvaða tilgangi hún þjóni. Hvetjum alla til að mæta. Ósýnilega félagið. öskudaginn, næstkomandi mið- vikudag, ætlar Blikkrás að endur- taka leikinn og óska eftir ösku- dagsliðum í heimsókn. Það er því viðbúið að starfs- nenn Blikkrásar verði önnum kafnir við að hlýða á fjörug lög á öskudaginn og geri ekki mikið annað á meðan ef aðsókn verður eins góð og í fyrra. Meðfylgjandi er mynd frá öskudeginum 1992. SS Menningarsamtök IMorðlendinga ng dagblaðið Dagur hafa ákveðið að efna til samkeppni í Ijóðlist. Höfundur Ijóðsins, sem domnefnd metur best, fær að launum tvö meistaraverk íslenskrar bukmenntasogu; Ritverk Junasar Hallgrímssunar og Sturlunga sögu. Þau Ijóð, sem hljóta verðlaun eða viðurkenningu, verða birt í Degi og ef til vill einnig í riti á vegum MEIMUR. Aðstandendur keppninnar áskilja sér rétt til að birta önnur Ijnð sem send verða. Engin mörk eru sett um lengd Ijóð- anna og þau mega vera hvort sem er hefðbundin eða óbundin. Ljóðin skal senda undir dulnefni en með skal fylgja rétt nafn, heimilis- fang og símanúmer í lokuðu um- slagi, auðkenndu dulnefninu. 5kilafrestur Ijóða er til 16. mars nk., sem er síðasti póstlagningar- dagur. Utanáskriftin er: Menningarsamtök Norðlendinga b/t Únnu Helgadóttur □uggugerði 2 670 Kópasker Ritverk Jónasar Hallgríms- 5anar er glæsilegt safn, í górum bindum Dg veglegri Ö5k|u. alls rúmar 2.DDD blað- síður að stærð. I. bindið ber heitlð „Ljúð eg lausamál", II. bindlð .Bréf og dagbækur", III. bindi Náttúran og landið og IV. bindi .Skýringar og skrár". Ritstjórar verksins em þeir Haukur Hannesson, Páll Val55on og Sveinn Yngvi Egilsson. Útgefandi er Mál og menning. Sturlunga saga. Hér er um að ræða mjög veglega útgáfú; þrjú bindi í fallegri öskju. alls um 1.5D0 blaðsíður að stærð. Texti Bturlunga sögu. með nú- tímastafsetningu. er í tveimur bindum en í þriðja bindinu er að finna orðskýringar. ættartölur, nafnaskrá, kort og ýmsa texta. sem tengjast Sturlungu. Útgefandi er Mál og menning. Menningarsamtök IMnrðlentlinga - Dagur Höfundur Ijoðsins, sem dómnefnd mestur næstbest, hlýtur Sturlunga sögu að launum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.