Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 6
Y - FIUÐAG - £G8r isindðt .OS TURBbiBpueJ 6 - DAGUR - Laugardagur 20. febrúar 1993 Kvikmyndasíða Jón Hjaltason Gary Oldman og Drakiíla Myndin byrjar með miklum látum aftur á 15. öld. Vígaferli eru mikil og ástin ekki langt undan. Hers- höfðingi einn, Vlad, hefur unnið sigur á Tyrkjum en konan sem bíður hans heima, Elísabet, fær þær fréttir að ástmaður hennar hafi beðið ósigur. Hún grípur til þess óyndisúrræðis að fyrirfara sér. Vlad verður gripinn miklum harmi, afneitar guði og leitar á vit myrkraaflanna til að ná fram hefndum. Fjórum öldum síðar endurfæð- ist Elísabet sem fegurðardísin Mina. Þetta er á tímum Viktoríu drottningar og sögusviðið er höf- uðborg breska samveldisins, London. Vlad er einnig á ferli, bú- inn mögnuðum hæfileikum og gegnir nýju nafni, Drakúla greifi. Breski leikarinn Gary Oldman, sem hefur leikið pönkarann, geð- sjúklinginn og úrhrakið, fer með hlutverk greifans. Reyndar sáum við hann síðast sem Lee Harvey Oswald í JFK. Hlutverk Drakúla er með svolítið öðru sniði og að einu leiti er það töluvert erfiðara. Oldman þurfti nefnilega að þola sex klukkustunda förðunarvinnu á andliti sínu þegar hann átti að breytast í Drakúla 85 ára. „Þetta er án vafa það erfiðasta sem ég hef þurft að þola um ævina. Það er engan veginn auðvelt að vera hríf- andi, kynæsandi og ástríðufullur falinn undir þungum búningi og Oldman sem Vlad á heimleið úr stríðinu; vondar fréttir bíða. Oldman sem Drakúla greifi á góðri stund. margföldu lagi af andlitskremum. Francis (leikstjórinn) var vanur að segja við mig: Svona láttu ekki svona, út af hverju ertu eiginlega að væla? Þetta er auðvelt. Þú ert sjálfur Drakúla." Það er svo annað mál að Oldman hefur dreymt um það síð- an hann var 5 ára gamall að bregða sér í gervi Drakúla. „Ég var ekki gamall þegar ég bað mömmu að sauma handa mér Drakúla búning." Það hefur ekki skemmt fyrir Bretanum að mót- leikarar hans eru ekki af verri en- danum. Winona Ryder er Elísabet og með henni ganga Anthony Hopkins, Keanu Reeves og Sadie Frost. Leikstjórinn er svo sjálfur Francis Ford Coppola en það hef- ur greinilega farið mjög vel á með honum og Oldman. „Það er svo með Francis að hann veit upp á sína tíu fingur hvað persónumar eru að hugsa. Hann getur sagt manni allt um þær. Samt sem áður gefur hann manni frjálsræði til að túlka þær.“ Að dómi Oldman er góður leikstjóri sá sem sér vanda- málið og segir: Þetta er ágætt en tökum 20 sekúndur af og það verður frábært. „Og síðan er atrið- ið stytt um 20 sekúndur og það gengur upp. Það sem ég meina er að leikstjórinn þarf ekki sífellt að vera að koma með ráðleggingar um leikinn eins og: Hugsaðu nú Oldman, hann er blóðsuga, 400 ára gamall, þetta skot... Nei þess í stað segir leikstjórinn einfaldlega; Anthony Hopkins fer fremstur í leit aö vampírunni. leiktu örlítið hraðar eða; þú mátt taka þinn tíma núna því að bla bla. Þetta er það sem ég kalla að hafa gott auga fyrir hlutunum." „Og hvers vegna ættu leikarar alltaf að sitja þegjandi undir gagn- rýni leikstjóra?" heldur Oldman áfram. „Maður velur ákveðna leið og leikstjórinn segir: Ég held að þetta gangi ekki sem þýðir með öðrum orðum: Mér líkar ekki það sem þú ert að gera og ég vil ekki sjá það í kvikmyndinni minni. Hversu margir leikarar snúast til vamar og segja: Mér líkar ekki hvemig þú leikstýrir mér í þessu atriði. Þessi alviska leikstjórans getur gert mig alveg æfan.“ Við þetta þurfti Oldman ekki að glíma í samvinnunni við Copp- ola; hann var ekki sífellt að gefa leikurunum fyrirmæli uin leik, hans var að gera bíómynd, þeirra var að túlka persónumar. Hvað er forsýning? 1 Reykjavík er forsýning kvik- myndar örlítið bragð til að vekja athygli á bíóinu (ég get ekki með góðu móti sagt væntanlegri kvik- mynd eða hvað?) í þeirri von að fleiri muni sækja hana en ella. í Los Angeles er þetta með svolítið öðmm hætti. Þar verður vart þver- fótað fyrir uppalegum gaumm sem bjóða á báðar hendur fría miða á forsýningar kvikmynda sem oft á tíðum eiga eftir að verða með ólíkindum frægar. Það er þó ekki með öllu kvaðalaust að þiggja miðann því að bíógesturinn fær ekki að yfirgefa salinn fyrr en hann hefur fyllt út spumingablað en þegar því lýkur er venjulega langt liðið á nótt. Forsýningamar eru nefnilega á mjög ókristilegum tíma eða þegar venjulegum sýn- ingum er lokið. Þessir venjulegu bíógestir utan af götunni geta haft mikil áhrif um hvemig endanleg gerð bíómyndar verður. Svör þeirra em gaumgæfð af margslags spekingum og ef eitt- hvað í þeim bendir til að mikill Sonur Bruce Lee á Akureyri Sonur Bruce Lee og konunnar Lindu Emery, Brandon, fæddist í Los Angeles 1. dag febrúar 1965. Hann var vart byrjaður að ganga þegar faðir hans byrjaði að kenna honum kúnstina að berjast upp á austurlenska vísu. Æskurámnum eyddi Brandon í Hong Kong þar sem faðir hans gerði garðinn fræg- an. Þegar Bmce andaðist árið 1972 sneri Brandon aftur til Bandaríkjanna staðráðinn í að feta í fótspor föður síns og verða fræg- ur leikari. Fyrsta myndin sem pilt- urinn lék í var Legacy of Rage, gerð í Hong Kong 1983. í kjölfar- ið fylgdi sjónvarpsmyndin Kung Fu; The Next Generation (1987) og svo komu þeir þrjár í röð, Las- er Mission (1989), Showdown in Little Tokyo (1991) og Rapid Fire (1992). En það er einmitt síðasta myndin sem gaf mér tilefnið til heldur villandi fyrirsagnar þar sem hún hefur að undanfömu ver- ið sýnd í Borgarbíói. Sjálfur hafði ég ekki áttað mig á tengslunum þegar ég fór að sjá þessa dæmigerðu B-mynd. Það var svo annað mál að hún féll al- veg ágætlega í kramið hjá mér, einkum vegna þess að einmitt þá stundina þurfti ég að hressa svolít- ið upp á sjálfsálitið eftir að hafa verið í hopp-tíma hjá Magnúsi Scheving. Og hvað er betra til þess en að setja sig í spor ódrep- andi hetju, sem vinnur bug á öll- um erfiðleikum og heillar allar konur, á meðan maður sjálfur situr í sæmilegu öryggi, maulandi poppkom falinn í rökkvuðum bíó- sal. Við slíkar aðstæður verður manni ekkert ómögulegt, jafnvel ekki að hoppa sundur- saman, með snúningi, táfettu og glæstri handsveiflu í bland við karlmann- legan höfuðrykk. En snúum okkur aftur að Brandon Lee, syni hins eitilharða Bruce Lee sem við minnumst allir unglingamir á mínum aldri. Ég hugsa stundum til þess þegar týnda kynslóðin og 68-kynslóðin hefja upp samkór um eigið ágæti og andagift hvers við hin megum gjalda sem ólumst upp með Lee og Donnu Summers. Én nú er ég aftur byrjaður að rövla (enda klukkan orðin óguðlega margt). Best að snúa sér aftur að syninum sem hefur gert samning við Fox og mun í næsta mánuði byrja að leika í The Crow. Ég er sem stendur í bardaga-kynslóðinni, segir Brandon og því hljótum við að draga þá ályktun að The Crow sé blóðug „upp-á-handa-snúninga- mynd“. Brandon vill þó engu lofa um að hann eigi ekki eftir að snúa út af þessari braut: Ég er enn ung- ur og mig iangar til að gera heilan helling annan en að berja menn og brjóta. meirihluti forsýningargestanna sé óánægður með sama hlutinn verð- ur að breyta honum. Tökur verða jafnvel að hefjast aftur og síðan er á nýjan leik kallað á dómara göt- unnar og þeir látnir kveða upp úr- skurð. Ein af mikilvægari spumingun- um er forsýningargestir verða að svara er sú hvemig þeim féll end- irinn í geð. Hollywoodstjóramir leggja afskaplega mikið upp úr því að bíógestir séu tiltölulega ánægðir þegar þeir halda heim að lokinni sýningu. Séu þeir það ekki, segja stjóramir, koma vinir þeirra og vandamenn ekki í bíó kvöldið eftir. Þessu lögmáli hafa ekki ófrægari myndir en The Little Shop of Horrors og Rocky númer fimm orðið að lúta. Báðar runnu út með heldur slæmum endalokum fyrir söguhetjumar sem féll ekki í kramið hjá forsýn- ingagestum. Fyrir vikið fengum við Mörlandar (og raunar aðrir bíógestir út um heim) aldrei að sjá hvemig höfundar myndanna vildu láta þær enda því að báðar voru búnar að fá annað niðurlag og ánægjulegra þegar þær komu út á hinn almenna markað. Vald forsýningargesta í Los Angeles er mikið; þeir geta jafnvel breytt heilu kvikmyndunum eins og dæmin sanna. Nægir í því sambandi að nefna tvær, Little Shop of Horrors og Rocky V. Báðar fengu annan endi eftir að forsýn- ingargestirnir höfðu púað á upphaflega niðurlagið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.