Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 10

Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 20. febrúar 1993' DÝRARÍKI ÍSLANDS Fuglar 17. þáttur TEISTA (Cepphus grylle) Sr. Sigurður Ægisson Teistan er af ættbálki fjörunga (strandfugla), og tilheyrir ætt svartfugla. Hún er þó bæði í útliti og háttum mjög ólík þeim frænk- um sínum, er hér búa, þ.e. lang- víu, stuttnefju og álku, að ekki sé minnst á lunda eða haftyrðil. Hún er fremur lítil, eða um 30 sm á lengd, um 400 g á þyngd, og með um 55 sm vænghaf. Fuglar í varpbúningi eru svart- ir, með rauða fætur, og stór, hvítur vængreitur (spegill) er greinilegur, bæði þegar hún syndir og flýgur. Vetrarbúningurinn er hins veg- ar mjög ljós; fuglinn þá hvítur að neðan, grár um höfuð, en bak og vængir næstum eins og að sumri. Rýtingslaga goggurinn er svart- ur, en tunga, gin og fætur rauð. Augu brúnleit. Teistan hefur útbreiðslu um ís- hafið, Grænland, Labrador, Skandinavíu, Bretlandseyjar og víðar. Hún er ágætur sundfugl og kaf- ari; hefur náðst á 20-30 m dýpi, en athafnar sig þó yfirleitt miklu grynnra. Hún á líka auðvelt með gang. Síðla febrúar koma teistur venjulega upp að landinu í hóp- um. En varptíminn hefst þó ekki fyrr en í maí. Hjúskapurinn er ein- kvæni, og tryggð bæði við maka og hreiðurstað. Teistan er ekki bjargfugl og frekar ófélagslynd, miðað við aðra svartfugla, og varpbyggðir hennar því tiltölulega smáar og gisnar. Oft eru ekki nema fáein pör sam- an, eða jafnvel bara eitt útaf fyrir sig. Hér verpir teistan með strönd- um fram allt í kringum land, mest í stórgrýtisurðum eða glufum lágra kletta, annesja, hólma og eyja, en jafnvel líka í stein- hleðslum. Fátítt er að hún verpi á syllum, nema þá inni í hellum. Teistan ver litla hreiðurhelgi, stundum með nokkrum látum. Karlfuglinn er árásargjamari. Ólíkt öðrum svartfuglum verpir kvenfuglinn svo 2 eggjum, hvít- um, brúnleitum, eða ljósblágræn- um, með svörtum, rauðbrúnum og gráum yrjum. Um hreiðurgerð er varla að ræða; eggin hvíla á beru grjóti, skeljabrotum eða möl. Oftast eru þau svo vel falin, að þau annað hvort sjást alls ekki, eða þá að rétt grillir í þau inni í dimmunni. Þar af leiðir, að ómögulegt er venjulegast að ná til þeirra, nema með tilfæringum. Útungunartíminn er 3-4 vikur, og sjá báðir foreldrar um ásetuna og að afla ungunum fæðu. Ung- amir yfirgefa hreiðrið ófleygir, svo að munar viku, og skilja eftir það leiðir. Teistan leitar sér fæðu á grynn- ingum og í þara, tekur skerjastein- bít, marhnút, sandsfli, og krabba- dýr, en þó einkum sprettfisk. Utan varptíma lifir hún auk þess á smá- átu við ísröndina, eins og haftyrð- ill. Hljóð teistunnar eru sérkenni- leg. A meðan aðrir svartfuglar hvæsa og garga á varptíma, kemur frá henni blíðlegt tíst. En nafn hennar er einmitt talið lúta að því. Eru sagnir til um það, að sjó- menn megi ráða af kvaki hennar, að þeir séu komnir nálægt landi og hafi þannig bjargað sér frá að lenda í brimskafli, í þoku og vondu skyggni. Teistunni er skipt í nokkrar undirtegundir, sem enn er þó deilt um. Munurinn felst í stærð (eink- um nefs og vængja), hve ljós vetr- arbúningurinn er, og hvemig ljósu og dökku er komið fyrir á væng- fjöðrum. Áður fyrr var talið, að íslenskar teistur væru algerir staðfuglar, en eftir að merkingar hófust að ein- hverju ráði, á síðustu árum, hefur komið í Ijós, að 1/3 hluti stofnsins fer til Grænlands á vetuma, og eru ókynþroska fuglar þar í meiri- hluta. Hvað snertir fullorðnar teistur (kynþroska), halda menn frekar, að þær dveljist aldrei langt frá varpstöðvunum. Lítið er þó vitað um samskipti hjóna á vetmm. Þá hefur einnig komið í ljós, að teistur af öðrum stofnum og norð- lægari (frá Svalbarða og N-Noregi t.d.) dveljast hér við íslands- strendur á vetuma í töluverðum mæli, og jafnvel ríkari en menn hefur grunað fram að þessu. Lítið er vitað um hinar ýmsu stofnstærðir teistu í heiminum, en giskað hefur verið á, að um 50 þúsund pör verpi á íslandi. Teistan er algjör sjófugl, nema Fullorðin teista í sumarbúningi. (The Hamlyn photographic guide to birds of the world. London 1991). um varptímann, og heldur sig miklu nær landi en aðrir svartfugl- ar, og er talin meiri staðfugl. Ungar teistur sækja mikið á heimaslóðir á öðru og þriðja ári, og velja sér þá gjaman hreiður- stæði og verja það í hvívetna. Þær byrja samt ekki að verpa fyrr en þær hafa náð 4 ára aldri. Olíuslys, sem og mengun af völdum þungmálma og klórsam- banda, fara illa með teistur, eins og aðra sjófugla. Einnig geta fiskinet verið þeim afar hættuleg. Sem dæmi má nefna, að á grá- sleppuvertíð árið 1977 (þ.e. á tveimur mánuðum) drápust um 100 fullorðnar teistur í netum við Flatey á Breiðafirði, sem þá reikn- aðist að vera 1,3% af varpstofnin- um í Flatey. Teistan var fyrr á tíð nýtt, eins og annar fugl. Yfirleitt þó bara unginn, teistukofan, grádóninn. Kjötið var saltað, reykt, eða vind- þurrkað. Mest var kofan tekin í Breiðafirði, einkarlega í eyjum. Hún var magrari en lundakofa, og þótti betri. Þá voru eggin talin góð. Víðast taldist ólánsmerki að drepa fullorðna teistu; þó ekki fyr- ir norðan land (t.d. í Eyjafirði). Elsta teista, sem menn vita um, náði því að verða 20 ára; hún var með breskt merki. Matarkrókurinn Fljótlegt og gómsætt frá frj álsíþróttakonunni Rögnu Að þessu sinni er matarkrók- ur vikunnar Ragna Erlings- dóttir sem búsett er á Sval- barðseyri. Ragna er e. t. v. bet- ur þekkt af íþróttavellinum, en hún er fjölhæf frjálsíþrótta- kona. Nú er hún í fóstrunámi og vinnur á Krógabóli á Akureyri. Hún tók áskorun Arndísar Heiðu Magnúsdótt- ur fóstru og býður lesendum Dags upp á uppskriftir að' þremur gómsœtum réttum. Helstu kosti þessara upp- skrifta sagði Ragna vera þá hversu einfaldar og jafnframt fljótlegar þær eru. Bragðið svíkur þó engann að hennar sögn og því ættu réttirnir að vera kjörnir fyrir þá sem njóta vilja góðs matar án þess að eyða heilu og hálfu dögunum í eld- húsinu. Fyrsti rétturinn eru litlar kjötbollur sem Ragna sagði góðar til að eiga í frysti og grípa til við ýmsar aðstæður. Þær eru ekki endilega ætlaðar sem heil máltíð heldur góðar með öðru og til að narta í. Bollurnar geta allt eins vera kaldar er þær eru bornar fram. Einnig býður Ragna upp á mjög svo girnileg- an eftirrétt sem gott er að láta malla meðan verið er að borða aðalréttinn. Þetta eru ferskjur sem enginn ætti að verða svik- inn af að prófa. Að síðustu fylg- ir fiskréttur, fljótlegur og ein- faldur og hentar við öll tæki- færi. Litlar kjötbollur 1 kg nautahakk 1 pk. ritzkex 1 pk. lauksúpa (Toro) 3 egg Þessu er öllu blandað saman í skál og hrært vel í. Á að verða frekar þykkt. Búnar til litlar kjötbollur (ca. eins og krónu- peningur í þvermál). Best er að búa þær til allar í einu og leggja á bökunarpappír. Olían er hit- uð á pönnu og bollurnar því næst steiktar. Það verður að vera hægt að snúa bollunum á pönnunni og því betra að setja ekki of mikið í einu. Þá er einnig betra að láta þær ekki verða of brúnar. Sem fyrr segir er ágætt að eiga bollurnar í frysti. Heit sósa með bollunum: 1 flaska Heinz chili-sósa 1 lítil dós bláberjahlaup (einnig er hœgt að nota krœki- berja- eða bláberjasultu. Þessu tvennu er skellt í pott og hitað. Síðan er sósan höfð með bollunum sem geta þá eins verið kaldar. Hátíðarferskjur 1 dós (400 g) ferskjur 1-2 msk. smjör 3-4 msk. púðursykur 1 dl romm (sherry) má sleppa '/2 poki möndluflögur Best er að láta renna vel af ferskjunum. Smjörið er brætt á pönnunni, ferskjunum raðað á (holan upp) og lok sett yfir. Látið hitna vel í gegn við vægan hita í ca. 10 mínútur. Sherry eða rommi hellt yfir og púður- isykri stráð yfir allt. Hitað áfram í nokkrar mínútur. Möndluflög- um stráð yfir ferskjurnar og þær bornar strax fram (heitar) með þeyttum rjóma eða ís. Fiskur með camenbertosti 2 kg fiskur t.d. ýsa eða þorskur 1 peli rjómi 1-2 tsk. karrý salt og pipar eftir smekk 1 stk. camenbertostur Hálf frosinn fiskurinn er sett- ur í eldfast mót. Rjómi og karrí hrist saman og sett yfir fiskinn, svo og salt og pipar. Osturinn skorinn í sneiðar og lagður yfir. Fiskurinn hafður í ofninum þar til hann er orðinn stinnur og osturinn byrjaður að bráðna. Ef fiskurinn er settur ófrosinn þarf hann styttri tíma og þá verður sósan einnig þynnri. Borið fram með kartöflum og hrásalati. Þá er bara að vona að lesend- ur Dags prófi þessar girnilegu uppskriftir og njóti matarins vel. Ragna skorar á Laufeyu Skúladóttur sem býr í Stóru- tjarnaskóla, að mæta í næsta matarkrók og kynna fyrir les- endum eitthvað af sínum upp- skriftum. HA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.