Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 11

Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 11
Laugardagur 20. febrúar 1993 - DAGUR - 11 Söngvakeppnin í kvöld: Norðlendingar fylgjast spenntir með sínu fólki Stóra stundin rennur upp í kvöld, þegar valið verður fram- lag Islands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1993 sem fram fer á írlandi 15. maí. Bein útsending verður í Sjónvarpinu og á Rás 2 kl. 20.40 í kvöld þar sem lögin 10 verða flutt í sjónvarpssal. Áhorfendur hafa nú fengið að heyra öll lögin og sjá flytjend- urna í Sjónvarpinu en laga- og textahöfundar hafa verið faldir, misjafnlega vel þó, á bak við dul- nefni. Lögin 10 verða nú flutt á ný og 8 dómnefndir, ein úr hverju kjör- dæmi, eru staðsettar um land allt og greiða lögunum atkvæði sín. í sjónvarpssal situr auk þess 7 manna nefnd, sérfræðinganefnd- in margfræga, sem mun greiða einu lagi atkvæði. Höfundur sigurlagsins hreppir vegleg verðlaun og keppir síðan fyrir íslands hönd í lokakeppni Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva í Millstreet Town 15. maí. Inn í þessa beinu útsendingu Júlíus Nettó Guðmundsson syngur lagið Himinn, jörð og haf eftir Menn með mönnum. Guðlaug Ólafsdóttir og tvær aðrar þokkagyðjur bregða sér í sveiflu, jafnvel skagfirska, og flytja lagið Bless, bless eftir Nætur-galinn. verður fíéttað grínatriðum sem nokkrir valinkunnir leikarar flytja undir stjórn Óskars Jónas- sonar. Kynnir kvöldsins er Steinn Ármann Magnússon og stjórn útsendingar annast Jón Egill | Bergþórsson. Lögin 10 eru þessi: Þá veistu Ingunn Gylfadóttir syngur tvö lög, Brenndar brýr og Ég bý hér enn. Það hefur vakið ákveðnar grun- semdir að Tómas nokkur Her- mannsson gutlar á kassagítar í báð- um lögunum. svarið; höf. Kling og Klang, flytj. Ingibjörg Stefánsdóttir. Ó hve ljúft er að lifa; höf. Vinir, flytj. Margrét Eir. Samba; höf. Samba og Sambó, flytj. Katla María. Bless, bless; höf. Nætur-galinn, flytj. Guðlaug Ólafsdóttir. Ég bý hér enn; höf. Lilli klifurmús, flytj. Ingunn Gylfadóttir. Hopp- abla-ha; höf. Eróbikkjan, flytj. Eróbikkjan. Himinn, jörð og haf; höf. Menn með mönnum, flytj. Júlíus Guðmundsson. Eins og skot; höf. Fuglinn fljúgandi, flytj. Anna Mjöll Ólafsdóttir. í roki og regni; höf. Rudolf og Rumbolt, flytj. Haukur Hauks- son. Brenndar brýr; höf. Garpur, flytj. Ingunn Gylfadóttir. Líklegt er að Norðlendingar fylgist spenntir með einum fjór- um lögum, en menn hafa giskað á og jafnvel fært rök fyrir því að lögin Brenndar brýr og Ég bý hér enn séu eftir Tómas Hermanns- son, Himinn, jörð og haf sé eftir Odd Bjarna Þorkelsson og Borg- ar Þórarinsson og Bless, bless sé skagfirsk sveifla úr smiðju Geir- mundar Valtýssonar. En að sjálf- sögðu eru þetta aðeins sögusagn- ir. SS Krakkar Verðlaun fyrir besta sönginn. BlikkrávS veitir 3 liðum verðlaun fyrir besta. söiií>inn á Öskuda^inn frá kl. 8-Bá. Verðiaunin verða Pizza á Greifanum. I dómnefnd verða starfsmenn Blikkrásar. Ekkert tUlit er tekið til búninga. 11 ^ BLIKKRAS HF. Akureyringar - Nærsveitamenn Munið Bólumarkaðinn Eiðsvallagötu 6, laugardaginn 20. febrúar kl. 11-15. Tækifærisgjafir, fatnaður, brauð, bækur og margt fleira. Á Bólumarkaðnum fæst allt milli himins og jarðar á góðu verði. Það borgar sig að líta inn í Bólu. W Röntgenfilmur Tilboð óskast í röntgenfilmur ásamt efnavörum fyrir ríkisspítala og fleiri sjúkrahús til nota á næstu 1-2 árum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11.00, 26. mars 1993 í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTUNI 7 SÍMI 26844 María auglýsir Áteiknuð vöggusett Áteiknuð svœfilver. Punthandklœði...... Árórugarn.......... Túpulitir.......... 1.600 kr. 500 kr. 800 kr. 75 kr. 350 kr. Hafið samband, sendum ípóstkröfu. Anna Bachman Maríuhorninu Eyrarvegi 25, 800 Selfoss. Sími 98-23238. Sprengidagsveisla í Lundarkjöri Saltkjöt - Ódýrt kr. 538,- pr. kg Rófur - Ódýrt kr. 155,- pr. kg Kartöflur - Ódýrt kr. 70,- pr. kg Gular baunir - Ódýrt kr. 87,- 500 g ■ ■ UJNDARKJOR, Hlíðarlundi 2, sími 11082 Lundarkjör = glæsileg hverfisverslun austan við „stóru gulu blokkina“. r1, ‘V’" ‘ -»4> 1 ^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.