Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 12

Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 12
Sköpunarsagan afturábak Églasþetta í blaði á dögunum oglæt söguna fljóta og nægja í dag í upphafi skapaöi Guð himin og jörð. Milljónir ára liðu og þá var maðurinn loksins nægilega vitur og sagði: „Hvað stoðar oss að ræða um Guð? Látum oss taka framtíð- ina í vorar eigin hendur." Það gerði maðurinn og þar með hófust síðustu sjö dagar jarðarinnar. Að morgni fyrsta dagsins ákvað maðurinn að verða frjáls, góður, fallegur og sæll. Hann vildi ekki verða ímynd Guðs, heldur bara maður. Og af því að hann þurfti endi- lega að trúa á eitthvað, fannst honum hentugt að trúa á frelsið og hamingjuna, á fram- farir og auð, áætlanir og eigið öryggi. Til að tryggja það síðastnefnda safnaði hann að sér eldflaugum og kjamaoddum. Á öðmm degi fór fiskurinn að deyja í ánum, fuglarnir af skordýraeitrinu, hundam- ir af rauða litnum í pylsunum, síldin vegna olíumengunar og geislavirks úrgangs á hafsbotni. Á þriðja degi skrælnaði grasið á túnunum, laufið á trjánum og blómin á engjunum. Á fjórða degi dóu fjórir milljarðar manna. Helmingurinn dó af völdum sjúkdóma, sem maðurinn sjálfur hafði komið af stað, hinn helmingurinn vegna hungurs. Og þeir formæltu Guði því hann hlaut að hafa valdið allri þessari ógæfu. Á fimmta degi ýttu síðustu mennirnir á rauða hnappinn, því þeim fannst sér ógnað. Jörðin varð einn eldhnöttur, fjöllin bmnnu og sævirnir þomuðu upp. Englamir á himninum sáu þegar jörðin varð rauð, síðan brún og loks öskugrá. Þeir gerðu tíu mínútna hlé á söng sínum. Á sjötta degi slokknaði ljósið. Ryk og aska byrgðu fyrir Ijós sólar, tungls og stjarna. Á sjöunda degi var ró og þögn. Loksins. Jörðin var auð og tóm, myrkur grúfði yfir djúpinu. Og andi mannsins eigraði sem vofa um óreiðuna. Og Guð sagði: „Sjá ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu. Og öllum villidýrum og öllum fuglum loftsins og öllum skriðkvikindum á jörðinni, öllu því, sem hefir lifandi sál, gef ég öll grös og jurtir til fæðu. Og það varð svo. Og Guð leit allt, sem hann hafði gjört, og sjá, það var harla gott.“ (1. Mósebók, 1, 29-31 a) 12 - DAGUR - Laugardagur 20. febrúar 1993 SÁLNARUSK Sr. Svavar A. Jónsson Myndina gerði Dagný Sif Einarsdóttir, nemandi á síðasta ári i málunardeild Mynd- listaskólans á Akur- eyri. Myndin er unnin undir þeim hughrifum sem sálnarusk sr. Svavars kallaði fram. Stjörnuspá - eftir Athenu Lee Spáin giídir fyrir helgina C jJfcðL Vatnsberi Á (20. Jan.-18. feb.) J Þú ert mjög upptekinn af fortíð- inni og fólki sem tengist henni. En gott andrúmsloft í kringum þig mun létta af þér hugsanlegum sorgum. C AA Tvíburar i (2L mai-20.júní) J í dag hittir þú manneskju sem mun skipa stóran sess í lífi þínu. Cættu þín samt á afbrýðisemi í hennar garð frá nánum vinum. rwcv°6 ^ VUr W (23. sept.-22. okt.) J Helgin verður ánægjuleg í heild þrátt fyrir að ákveðin persóna krefjist mikillar athygli. Ógæfu- söm manneskja þarfnast athygli þinnar. (^•^■Fiskar ^ (19. feb.-20. mars) J CJtíC< Krabbi 'N V UJV (21. júnl-22. júli) J CtMC. SporödrekiA (23. okt.-21. nóv.) J Yngri kynslóðin í fjölskyldunni er fjörug og athafnasöm; jafnvel svo að þér ofbýður. Farðu út að ganga til að öðlast frið og ró. Þér hættir til að ganga yfir aðra með frekju og yfirgangi. En sem betur fer kemur eitthvað upp sem heldur þér á jörðinni. Góðar fréttir af fjarlægum vini eða ættingja auka enn á mjög ánægjulega helgi. Fólkið í kring- um þig er óspart á að tjá þér ást sína og einlægt þakklæti. CHrútur (21. mars-19. apríl) J Hamingjan er víðs fjarri þessa stundina og þú og þínir nánustu syrgja horfinn vin. Aðalaðandi nýr fjölskyldumeðlimur mun þó létta ykkur lundina. r^fldón ^ VjrVÍTV (23. júlí-22. ágúst) J Gamall vinur sem hefur ferðast víða skýtur upp kollinum. Þú nýt- ur félagsskapar hans um hríð. Kvöldið verður ánægjulegt í hópi góðra vina. CBogmaður 'N V/3L X (22. nóv.-21. des.) J Fjölskyldu- eða vinasamkoma leið- ir til ferðalaga en gættu þín á áfengi ef þú vilt forðast vandræði því margt bendir til einhvers kon- ar umferðaróhapps. C Naut A (20. apríl-20. maí) J jákvætt andrúmsloft í kringum þig gerir að verkum að samskipti þín við aðra eru fullnægjandi. Rómantíkin er heldur ekki langt undan. CJLt Meyja ^ V (23. ágúst-22. sept.) J Það verður ekki auðvelt að upp- ræta misskilning en að lokum munt þú líklega hlæja að öllu saman. Þú ert þreyttur á aðkomu- manni ívinahópnum. CSteingeit Á VlTTl (22. des-19. jan.) J Helgin virðist ætla að vera róleg en allt annað kemur í Ijós. Einhver þér nákominn virðist hamingju- samur en hann byrgir inni í sér mikla sorg. .... Afr arn Ferðalög og flutningar einkenna árib; líklega til langs tíma. Þetta mun gera áriö eftirminnilegt sakir ævintýranna sem þessu fylgja. Þeir sem kraftminni eru mega eiga von á breytingum í smærri stíl t.d. í starfi. Ástarmálin blómstra. Afmælisbarn sunnudagsins Þú ert þekktur fyrir a& nota tímann vel þótt deilt sé um hvort þú notir hann til að auka hróður þinn. Niðurstaðan verður sú að þér hættir til að vera of fljótfær í ákvarðanatöku. Ef. þú hins vegar gætir þín á þessum göllum þínum gætu næstu mánuðir orðið sérlega ánægjulegir, bæði í leik og starfi. Afmælisbarn mánudagsins Óróleika verður vart hjá þér í byrjun árs því þú þráir að breyta til. Vandamálið verður að gera það upp við þig hvað þú vilt; þú kemst ekk- ert áfram nema þú setjir þér ákveðin markmið. Þá verður þú að vera skilningsríkari gagnvart þínum nánustu en ekki svona heltekinn af sjálf- um þér. í stuttu máli þarftu að bæta þig á ýmsum sviðum á næsta ári.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.