Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 9

Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 9
*■ t — '.vnr\ „• 1. .—, .. i n< o Laugardagur 20. febrúar 1993 - DAGUR - 9 Akureyrarflugvelli í lok ferðarinnar. í rút- unni á leið út á Kastrupflugvöll fengu þær sér blund en Guðbjörg vaknaði á undan og sá framundan skilti merkt „Flughavn“. Flún gaf bílstjóranum merki um að stöðva, hnippti í Sólveigu og þarna drifu þær sig út með allan sinn farangur. Reyndar þótti þeim skrýtið að enginn af hinum farþegun- um fylgdi þeim en veltu því ekki lengi fyrir sér heldur gengu inn í flugstöðina og að afgreiðsluborðinu. Afgreiðslufólkinu brá dálítið í brún þegar þær drógu upp farseðl- ana til að tékka inn því flug til Varsjá var aldeilis ekki á dagskrá á þessum velli enda voru þær staddar á innanlandsflugvellinum á Kastrup. Þær máttu nú hlaupa með allan farangurinn drjúgan spöl til að komast á alþjóðaflugvöllinn og þar náðu þær fluginu til Varsjár. Tannburstun upp úr gosdrykkjum „Við komum svo til Varsjá seint um kvöldið og þurftum að leita okkur að hóteli. Við höfðum hitt Svía í flugvélinni sem sagði okkur dálítið um borgina og keyrði okkur inn í miðborgina. Svo byrjuðum við að leita að hóteli undir miðnætti með allan farang- urinn í bakpokunum. Það var vægast sagt litið á okkur hornauga þarna á götunum en við fundum hótel sem okkur leist vel á og þar ætluðum við að gista þessar nætur meðan við yrðum í Varsjá. Þetta var Hótel Polonia, fínt hótel á mælikvarða Pólverja en þarna borguðum við 1500 kr. fyrir nótt- ina með mat. En óhreinindin voru samt mikil þó þetta ætti að heita fínt hótel. Bað- vatnið var brúnt og við notuðum baðkarið fyrir kæliskáp en keyptum okkur síðar vatn í brúsa til að þvo okkur upp úr. Fyrsta kvöldið tókum við samt til bragðs að tann- bursta okkur upp úr gosdrykkjum frekar heldur en óhreina vatninu." Með kaupæði á pólskum svartamarkaði Verðlagið er ekki hátt í pólskum verslunum en frá herbergisglugganum á Hótel Polonia sáu þær Sólveig og Guðbjörg markað sem vakti athygli þeirra. Parna voru sölutjöld og fáanlegur alls kyns varningur á ótrúlegasta verði. „Parna fengum við eiginlega kaupæði fyrsta daginn og keyptum mikið en það hef- ur komið á daginn síðan að þessi varningur var ekki merkilegur. Reyndar hefur þetta úr enst en það er eitt af fáu,“ segir Guðbjörg og sýnir armbandsúr sem hún gaf nokkur hundruð krónur fyrir. Sólveig bætir við að á markaðnum hafi líka verið fáanlegur ýmis fatnaður sem merktur var þekktum vöru- merkjum en var augljóslega lélegar eftirlík- ingar. Levis-gallabuxur voru í flestum sölu- tjaldanna, að sjálfsögðu eftirlíkingar en það var líka hægt að finna hinar einu sönnu í Varsjá og sú búð vakti athygli þeirra. „Petta er eina Levis-búðin í allri borginni og þarna var alltaf löng biðröð fyrir utan. Við ákváð- um einn daginn þegar kom rigning að reyna að komast f þessa búð en þrátt fyrir veðrið beið fólk fyrir utan og við fórum í biðröð- ina. Þarna biðum við í 40 mínútur eftir að komast inn í verslunina og þegar við kom- um að dyrunum þá kom í ljós að það mátti bara vera ákveðinn fjöldi inni í versluninni í einu og alltaf hleypt jafn mörgum inn og komu út úr búðinni. Petta var mjög skrýtið. En þegar inn kom þá var þetta ekkert sér- stök búð og úrvalið í Levis-búðinni á Akur- eyri er ábyggilega meira en þarna,“ segja þær hlæjandi. Frægasti vændiskonubar borgarinnar á hótelinu Guðbjörg segir að það hafi verið áhugavert að fylgjast með mannlífinu í Póllandi. Engu sé líkara en skýr skil séu milli eldri og yngri kynslóðarinnar. Eldra fólkið sé eins og úr öðrum tíma á meðan yngra fólkið hafi tileinkað sér siði og tísku Vesturlandanna. Það reyndist erfitt fyrir þær Sólveigu og Guðbjörgu að finna Pólverja sem gátu talað við þær en það vakti samt athygli þeirra að undarlegur svipur kom alltaf á þá þegar þær sögðust búa á Hótel Polonia. Ekki leið á löngu þar til skýring kom á þessu. „Eitt kvöldið komum við heim á hótelið og ákváðum þá að fara inn á bar sem þarna var niðri. Þegar við komum þangað inn störðu allir á okkur og konurnar og raunar allt fólkið var mjög skrýtið. Svo byrjuðu karl- arnir að veifa í okkur lyklum og segja í hvaða herbergi þeir væru og spyrja um her- bergisnúmerið okkar. Svo fórum þeir út af barnum rétt eins og við ættum að fylgja. Við vissum ekkert hvað var að gerast fyrr en okkur var sagt að við værum á frægasta vændiskonubarnum í Varsjá. Okkur var kannski ekki alveg sama og sérstaklega ekki þegar við uppgötvuðum að þarna hafði lykl- unum að herberginu okkar verið stolið af okkur. Við fengum því fylgd öryggisvarða upp á herbergi en þá stóð lykillinn í skránni en litlu hafði verið stolið.“ Fleiri skrýtin atvik höfðu komið upp hjá þeim stöllum fyrr um daginn því þá hafði írani nokkur elt þær uppi úti á götu og sagst búa á sama hóteli og vildi bjóða þeim í heimsókn. Eftir vitneskjuna um vinsældir vændiskonubarsins fóru þær nú að skilja hve undarlegir allir urðu á svipinn yfir hótelinu sem þær höfðu valið sér. „Eftir þetta þorði ég ekki annað en vera í rúllukragapeysu og láta ekki sjást í bert hörund, nema í mesta lagi puttana,“ segir Guðbjörg og hlær dátt. Horfðu á leikrit án þess að skilja eitt orð En leiklistaráhuginn fór ekki langt frá þeim enda skammt í leiklistarfundinn í Svíþjóð. Stutt frá hinu merkilega Hótel Polonia var turn sem raunar var eins og vegvísir fyrir þær í borginni og á neðstu hæð hans var auglýst leiksýning. Þrátt fyrir að skilja ekki orð í pólsku slógu þær til og keyptu sér miða á sýninguna. „Sem betur fer var þetta dans- og söngvaleikrit og það merkilega var að eftir sýninguna þá kom í ljós að við höfðum skilið verkið alveg eins þrátt fyrir að skilja ekkert í talaða málinu. En það var nokkuð skondið að vita ekki um hvað brandararnir snérust þegar áhorfendurnir byrjuðu að hlæja í salnum,“ segir Sólveig. Og eins og sannir íslendingar í borg þar sem hlutirnir eru ódýrir þá einsettu þær sér að fara út að borða á mjög dýran og fínan pólskan veitingastað. Tveir þýskir strákar, sem þær höfðu hitt á Polonia-hótelinu, voru dregnir með og valið eitt flottasta hótelið í borginni þar sem fjórmenningarnir snæddu þríréttaðan málsverð með öllu tilheyrandi. Og verðið var aðeins 700 kr. eftir að hafa setið að borðum í nokkra klukkutíma. „Þarna vorum við samt eins og út í hött mið- að við aðra því fólkið í kringum okkur var allt fínt til fara og konurnar með uppsett hár. Sennilegast höfum við verið að borða þarna með fyrirmönnunum í Varsjá en málsverðurinn kostaði samt ekki meira en kók og hamborgari heima á íslandi," segir Guðbjörg. „O, Iceland - Reagan - Gorbatsjov“! Pólverjarnir veltu mikið fyrir sér hvaðan þær Guðbjörg og Sólveig væru enda hljóm- aði íslenskan mjög framandi fyrir þeim. „En það var mjög skemmtilegt að þeir fáu sem skildu eitthvað kveiktu strax á perunni þegar minnst var á ísland og sögðu strax: „O, Iceland - Reagan - Gorbatsjov.“ Leið- togafundurinn í Reykjavík hefur því greini- lega verið mikil auglýsing þarna fyrir landið. Okkur kom þetta dálítið á óvart vegna þess að nú eru nokkur ár liðin frá þessum atburði,“ segir Sólveig. Hökt í Lödu-Ieigubflum Einu Pólverjarnir sem þær höfðu fyrirætlan- ir um að heimsækja var fjölskylda þessa kunningja Sólveigar. Hún bjó í bænum Pruszków sem er nokkuð fyrir utan Varsjá og til að komast þangað tóku þær lest og síðan leigubíl. Sá myndi nánast teljast til fornbíla á íslandi. „Þessir leigubílar voru allir gamlar Lödur eða Trabantar sem voru orðnir mjög lélegir og komust ekki hratt. En til Pruszków kom- umst við og hittum fjölskylduna en þau töl- uðu ekki stakt orð í ensku og þýsku þannig að þarna vorum við heilan dag og fórum með þeim í sýnisferð um bæinn þar sem allt var útskýrt á pólsku. Við vorum orðnar virkilega þreyttar eftir þann dag,“ segja þær. í hópi ágengra sígaunakellinga í Varsjá hættu þær sér einu sinni út fyrir miðborgina og hugðust þá sjá hvernig lífið væri í úthverfum borgarinnar. Sú heimsókn endaði í miklu uppistandi við hóp af sígauna- kellingum sem Sólveig og Guðbjörg lögðu á flótta undan. Guðbjörg hefur orðið: „Við vorum bara að labba á götunni í sak- leysi okkar þegar kemur til mín sígauna- stelpa og biður mig um sígarettu. Eg gaf henni hana en um leið og við ætluðum að halda áfram kallar hún á gamla sígaunakell- ingu sem var eins og hálfgerð norn. Hún vildi endilega spá í lófann á mér og byrjaði að gera það og tauta eitthvað á þýsku. En allt í einu var kominn heill herskari af sígaunakellingum í kringum okkur sem ég skil ekki hvaðan komu. Og hvort vantaði einhvern smápening í lófann á mér til að spádómurinn yrði marktækur eða hvað þeim gekk til þá voru þær fyrr en varði bún- ar að ná af okkur öllum peningunum okkar, hreinlega fara ofan í vasana hjá okkur. Þetta endaði með því að ég gekk af göflun- um og þá skiluðu þær okkur peningunum. Við forðuðum okkur í burtu en þegar við litum til baka þá stóð allur hópurinn og horfði á eftir okkur en fremst stóð aðal sígaunanornin og öskraði: „Unglúck, Unglúck" sem þýðir óheppni. Og það sann- aðist að eftir þetta rak hver óheppnin aðra á flugferðalögunum. “ Mættu á flugvöllinn sólarhring of seint Daginn eftir lífsreynsluna í sígaunahverfinu fóru þær á ferðaskrifstofu til að kaupa far- miða til Stokkhólms en þar lóku enn við tungumálavandræðin. Þær reyndu á sinni ensku að útskýra fyrir afgreiðslustúlkunni að þær vildu fara með öðru flugi þann 3. september, eða „secönd flight“. Afgreiðslu- stúlkan þóttist sæl þegar hún skildi orðið „second“ og afgreiddi farseðlana en stúlk- urnar gengu úr skugga um að á farseðlinum væri örugglega um að ræða annað flug. Þeg- ar svo á flugvöllinn kom á réttum tíma gripu þær fullkomlega í tómt og var öllum lokið þegar afgreiðslufólkið benti þeim á að þær væru einfaldlega sólarhring á eftir áætlun vegna þess að ferðaskrifstofustúlkan hafi bókað þær á flug 2. september. Eftir góða aðstoð var þeim þó komið úr landi og yfir til Kaupmannahafnar en þaðan átti að fara vél yfir til Stokkhólms þannig að til fundar næðu þær á tilsettum tíma, 4. september. En ekki tók betra við á Kastrupflugvelli því þegar þangað kom uppgötvuðu þær að far- angurinn hafði verið sendur beint til Stokk- hólms og á meðan þær leituðu sér upplýs- inga um farangursmálið misstu þær af vél- inni til Stokkhólms. En þangað komust þær þó loks í tæka tíð. Jafnvel Akureyrarvélin brást Þessu makalausa ferðalagi lauk svo á viðeig- andi hátt þegar heim til íslands kom því þegar til átti að taka á Reykjavíkurflugvelli voru þær vinkonurnar bókaðar í flugvél sem einfaldlega var ekki til. Þá kom í ljós að þær höfðu verið bókaðar í kvöldvél til Akureyr- ar samkvæmt sumaráætlun en vetraráætlun var gengin í gildi þannig að engin vél var á þeim tíma sem ferðaskrifstofan bókaði þær á. „Við urðum því að gista í Reykjavík en okk- ur var öllum lokið þegar þetta kom upp ofan á allt sem á undan var gengið. Við lentum í þessari ferð í öllum uppákomum í flugi sem hægt er að lenda í. En þetta var samt skemmtileg ferð og það er öruggt mál að við förum aftur í heimsókn til Póllands og helst til annarra landa sem töldust áður til austan- tjaldslandanna,“ segja ferðalangarnir Sól- veig Tryggvadóttir og Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.