Dagur - 20.02.1993, Blaðsíða 21
Laugardagur 20. febrúar 1993 - DAGUR - 21
Bílarafmagns-
þjónusta
0ÁSCO SF
VÉLSMIDJA
Viö hjá Ásco erum sérhæfðir
í viðgerðum á alternatorum
og störturum, rafkerfum
bifreiða og vinnuvéla.
Höfum fullkominn prufubekk
fyrir þessi tæki og gott
úrval varahluta.
Þetta ásamt mikilli
starfsreynslu tryggir
markvissa og góða þjónustu.
Gerum föst verðtilboð,
sé þess óskað.
Seljum einnig Banner
rafgeyma.
Greiðslukortaþjónusta
Visa og Euro.
Gerið svo vel að hafa
samband.
flSCO SF
VÉLSMIÐJA
Laufásgötu 3, sími 96-11092.
Hjálpræðisherinn.
Laugardag 20. febr. kl.
14.00 biblíutími, kl. 16.00 biblíu-
tími.
Sunnudag21. febr. kl. 11.00 helgun-
arsamkoma, kl. 13.30 sunnudaga-
skóli, kl. 19.30 bæn, kl. 20.00
almenn samkoma.
Guðfinna Jóhannesdóttir og Daníel
Óskarsson stjórna og tála á sam-
komum helgarinnar.
Mánudag 22. febr. kl. 16.00
heimilasamband.
Laugardagur 20. feb.: Laugardags-
fundur á Sjónarhæð, Hafnarstræti
63 kl. 13.30. (Fyrir 6-12 ára.)
Unglingafundur á Sjónarhæð kl. 20.
Allir unglingar velkomnir.
Sunnudagur 21. feb.: Sunnudaga-
skóli í Lundarskóla kl. 13.30. Sam-
koma á Sjónarhæð kl. 17. Allir eru
hjartanlega velkomnir.
"M'
SJÓNARHŒÐ
HAFNARSTRÆTI 63
KFUM og KFUK,
ffí Sunnuhlíð.
Sunnudaginn 21. febrú-
ar. Almenn samkoma kl.
20.30. Ræðumaður Skúli Svavars-
son kristniboði. Tekið á móti gjöf-
um til kristniboðsins.
Allir velkomnir.
HmAsunmifínjAti ^dshuð
Laugardagur 20. febrúar kl. 21.00,
samkoma fyrir ungt fólk.
Sunnudagur 21. febrúar kl. 11.00,
barnakirkjan, allir krakkar vel-
komnir.
Sama dag kl. 15.30, vitnisburðar-
samkoma, samskot tekin til kristni-
boðs, barnapössun meðan á sam-
komu stendur.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Mánudagur 22. febrúar kl. 20.30,
brauðsbrotning.
S.T.Ú.A.
Spilavist verður haldin í
matsal ÚA mánudags-
kvöldið 22. febrúar kl.
20.30.
□ HULD 59932227 VI 2.
I.O.O.F. 15 = 17422381/2 = Tf.
Munkaþverárkirkja:
Messa sunnud. 21. febr. kl. 13.30.
Barnastund.
Kristnesspítali messa sama dag kl.
15.00.
Sóknarprestur.
Akureyrarprestakall:
Sunnudagaskóli Akur-
eyrarkirkju verður nk.
sunnudag, 21. febrúarkl.
11. Munið kirkjubílana!
Leið 1 fer frá Minjasafnskirkjunni
kl. 10.30 og ekur um Oddeyri að
Oddeyrarskóla og síðan upp Pór-
unnarstræti.
Leið 2 fer frá Kaupangi kl. 10.30,
fyrst að Lundarskóla og þaðan um
Þingvallastræti, Skógarlund og
Hrafnagilsstræti.
Öll börn eru velkomin ásamt fylgd-
arfólki. Takið vim ykkar og félaga
með!
Guðsþjónusta verður í Akureyrar-
kirkju nk. sunnudag, 21. feb., kl. 14.
Kór Menntaskólans á Akureyri
syngur undir stjórn Gordon Jack.
Organisti: Björn Steinar Sólbergs-
son. Sálmar: 367,585,551,308 og6.
Þ.H.
Guðsþjónusta verður á Dvalarheim-
ilinu Hlíð nk. sunnudag kl. 15.
Barnakór Akureyrarkirkju syngur
undir stjórn Hólmfríðar Benedikts-
dóttur. B.S.
Helgistund verður á Hjúkrunardeild
aldraðra, Seli I nk. sunnudag kl.
17.30. B.S.
Æskulýðsfélagið heldur fund í
Kapellunni nk. sunnudag kl. 5 e.h.
Allir æskulýðsfélagar hvattir til þátt-
töku. Rætt um ferð á æskulýðsmót.
Mætið öll.
Biblíulestur verður í Safnaðar-
heimilinu nk. mánudagskvöld kl.
8.30.
Akureyrarkirkja.
Möðruvallaprestakall:
Guðsþjónusta verður f Bægisár-
kirkju nk. sunnudag, 21. febrúar,
kl. 14.00.
Kór kirkjunnar syngur, organisti
Birgir Helgason.
Barnastund í lok athafnar.
Sóknarprestur.
Biblíulestur og bænastund verður
nk. laugardag kl. 13.00.
Sunnudaginn 21. feb. verður barna-
samkoma kl. 11.00 og messa kl.
14.00.
Sveinn Sigurbjörnsson leikur á
trompet.
Æskulýðsfélagið verður með fund í
kirkjunni sama dag kl. 17.30.
Sóknarprestur.
Stærri-Árskógskirkja:
Kirkjukvöld verður sunnudags-
kvöldið kl. 21.00.
Ræðumaður verður Ása Marinós-
dóttir ljósmóðir og sr. Birgir Snæ-
björnsson, prófastur flytur hugleið-
ingu. Karlakvintett og kór Stærri-
Árskógskirkju munu syngja.
Organisti Guðmundur Þorsteins-
son.
Kirkjukaffi verður á eftir í Árskógi.
Sóknarprestur.
Kaþólska kirkjan á
Akureyri.
Messur:
Laugardagur 20. febrúar kl. 18.00.
Sunnudag 21. febrúar kl. 11.00.
Miðvikudag 24. febrúar kl. 18.00.
(Öskudagur).
Dalvíkurkirkja.
Konudagurinn, guðsþjónusta verð-
ur í Dalvíkurkirkju sunnudaginn 21.
febrúar kl. 14. Elín Antonsdóttir
flytur ræðu. Konur syngja og leika á
hljóðfæri. Allir velkomnir.
Eftir guðsþjónustu selur Kvenfélag-
ið Vaka, kaffi og pönnukökur í
safnaðarheimilinu og rennur allur
ágóði til safnaðarheimilisins.
Sóknarprestur.
Efst í huga
Sigríður Þorgrímsdóttir
Hvar er náunga-
kærleikurinn?
Vaxandi atvinnuleysi á landinu er mér,
eins og fleirum, mikið áhyggjuefni.
Óhjákvæmilega er það mér ofarlega í
huga á degi hverjum. Það sýnist sitt
hverjum um fjölmiðlaumræðuna um
atvinnuástandið. Nýlega heyrði ég
prest á Akureyri segja í útvarpinu að
umfjöllun fjölmiðla um atvinnuleysið sé
Of neikvæð og ekki uppbyggjandi.
Þessu svaraði einn ágætur verkalýðs-
forkólfur og sagði umfjöllun fjölmiðla
ekki neikvæða, aðeins væri skýrt frá
staðreyndum sem ekki ætti að halda
leyndum. Þessu er ég hjartanlega
sammála. Það getur ekki verið að það
sé uppbyggjandi, a.m.k. til lengdar, að
grafa hausinn í sandinn og láta sem
neikvæðar hliðar mannlífsins séu ekki
til. Fyrr eða síðar þarf að takast á við
vandamálin. Að mínu mati þarf enn
meiri umfjöllun þannig að eitthvað
breytist. Ég er hrædd um að neikvætt
viðhorf til atvinnulausra sé of algengt.
Það sést t.d. á því að þeir atvinnulausu
vilja oft ekki koma fram undir nafni eins
og ástand þeirra sé skammarlegt og
þeim sjáifum að kenna. Reynir Huga-
son hefur bent á að eftir nokkurra mán-
aða atvinnuleysi gefist fólk upp og
hætti að leita. Ég held að við vanmet-
um þessi mál og hlustum ekki á sjón-
armið þeirra sem mæla fyrir hönd
þeirra atvinnulausu. Á meðan verið er
að skeggræða fram og aftur hvað beri
að gera, en ekkert breytist, bætast æ
fleiri í hóp atvinnulausra og þessu fólki
líður sífellt verr. Þeir sem lengst hafa
verið án vinnu eru jafnvel að nálgast
gjaldþrot og virðist fátt til bjargar. Er
okkur virkilega sama um náungann?
Kirkjan, sem á auðvitað að vera í farar-
broddi fyrir náungakærleikanum, mætti
taka harða afstöðu í þessum málum.
Það er góðra gjalda vert að opna mið-
stöðvar fyrir atvinnulausa, en þaö átti
að gera fyrr og taka ákveðnar á
málum. Hvers vegna þorir kirkjan ekki
að hafa skoðanir? En fyrst og fremst er
við stjórnvöld að sakast. Það er skiljan-
legt að það komi að skuldadögum þeg-
ar sjóðasukk og erlendar lántökur hafa
keyrt úr hófi fram um árabil. En það er
kátbroslegt þegar þeir sem við stjórn-
völinn sitja og hafa byggt milljarða
króna glæsihallir fyrir fé skattborgara
skamma aðra fyrir sukk. „Sþarnaðar-
stefna" stjórnarinnar ieiöir til þess að
hvert fyrirtækið af öðru fer á hausinn
og fjöldi manna missir vinnuna. Fyrir
hverja er þá verið að spara? Það er
a.m.k. hætt við að fórnarlömbin, þeir
sem eru án atvinnu mánuöum og árum
saman, eigi bágt með að skilja að
þessar aðgerðir séu þeim í hag. Það
verður fróðlegt að sjá í hverra hag þær
eru.
ER ÁFENGI VANDAMÁL
í ÞINNI FJÖLSKYLDU?
AL - ANON
Fyrir ættingja og vini
alkóhólista.
FBA - Fullorðin börn
alkóhólista.
í þessum samtökum getur þú:
★ Hitt aöra sem glíma við sams
konar vandamál.
■k Öölast von i staö örvæntingar.
★ Bætt ástandið innan tjölskyidunnar.
★ Byggt upp sjálfstraust þitt.
Fundarstaður:
AA húslð, Strandgata 21, Akureyri,
Síml 22373.
Fundir I Al-Anon deildum eru
alla miðvikudaga kl. 21 og
fyrsta laugardag hvers mánaðar kl.14.
FBA, Fullorðin börn alkóhólista,
halda fundi á þriðjudagskvöldum kl. 21.
Nýtt fclk boðid velkomid.
A
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Mánudaginn 22. febrúar 1993
kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir
Björn Jósef Arnviðarson og Þór-
arinn E. Sveinsson til viðtals á
skrifstofu bæjarstjóra að
Geislagötu 9, 2. hæð.
Bæjarfulltrúarnir munu svara
símaviðtölum eftir því sem
aðstæður leyfa.
Síminn er 21000.
Kaffihlaðborð í
KA-heimilinu
Veglegt kaffihlaðborð verður í
KA-heimilinu á Akureyri á
morgun, sunnudaginn 21. febrú-
ar kl. 14-17. Verð er kr. 400 fyrir
fullorðna en kr. 200 fyrir yngri en
14 ára. Það er 3. flokkur pilta í
knattspyrnu sem stendur fyrir
kaffihlaðborðinu til styrktar
starfinu á komandi sumri.
Norðurlandsmót í
sveitakeppni:
Verður fyrstu
helgina í mars
Norðurlandsmótið í sveitakeppni
í bridds verður haldið f Hamri -
félagsheimili Þórs á Akureyri -
fyrstu helgina í mars. Spilaðar
verða sjö umferðir eftir Monrad-
kerfi. Gert er ráð fyrir að yfir 20
sveitir mæti til leiks, en á Blöndu-
ósi í fyrra mættu 16 sveitir.
.Skráning fer fram hjá Jakobi
Kristinssyni í síma 96-24171,
Hauki Jónssyni í síma 96-25134
eða Ingibergi Guðmundssyni í
síma 95-22800.
Bollukaffi
í Hauiri
Bollukaffi verður haldið í Hamri,
félagsheimili Þórs, á sunnudag-
inn kl. 15-17. Það er 4. flokkur
Þórs í handknattleik sem stendur
fyrir bollukaffinu. Á boðstólum
verða ljúffengar bollur af öllum
stærðum og gerðum og mjólk og
kaffi og aðrir drykkir sem gestir
kjósa sér. Allir eru velkomnir.
c N
o Reykingar á
(Sl N. meðgöngu SO ógna heil-
brigði móður
og barns.
U vJ LANDLÆKNIR
v /
Virniuvélanámskeið
Iðntæknistofnunar
verður haldið á Akureyri dagana 5. til og með
13. mars ef næg þátttaka fæst.
Námskeiðið er dagnámskeið og hefst kl. 9.00 og
stendur til kl. 17.00 alla dagana, 9 daga samfellt, auk
verklegrar þjálfunar.
Nemendur sem staðist hafa námskeiðið eiga að því
loknu rétt á töku verklegs prófs á allar gerðir vinnu-
véla.
Upplýsingar og skráning er hjá Vinnueftirliti
ríkisins á Akureyri, sími 25868.
Vinnueftirlit ríkisins,
Iðntæknistofnun.