Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Síða 26
34 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1994 Sumarmyndasamkeppni DV og Kodak: Fimm dagar eftir Nú fer hver aö veröa síðastur að senda inn skemmtilegar sumar- myndir því skilafrestur á myndum rennur út á fimmtudag, 25. ágúst. Lesendur hafa verið iðnir við að mynda í sumar því þegar hefur fjöldinn allur af skemmtilegum myndum borist í keppnina. Margar þessara mynda hafa birst á síðum helgarblaðsins undanfarnar helgar og í dag bætum við enn betur um og birtiun heila síðu af skemmtileg- rnn sumarmyndum. Það er til mikils að vinna í keppn- inni því glæsileg verðlaun eru í boði. Sú mynd sem verður valin í fyrsta sæti býður eiganda sínum í glæsilega sólarlandaferð til Flórída með Flugleiðum en ferðin kostar 90 þúsund krónur. Önnur verðlaun í keppninni eru Canon EOS 500 myndavél að verðmæti kr. 43 þús- und krónur, þriðju verðlaun eru Kodak Phono CD geislaspilari að verðmæti kr. 37.600 og þau fjórðu Canon AS-1 vatnsmyndavél að verðmæti kr. 19.900 og loks eru það fimmtu og sjöttu verðlaun sem eru Canon Prima AF 7 myndavélar að verðmæti kr. 8.490. í dómnefnd keppninnar sitja Gunnar V. Andrésson og Brynjar Gauti Sveinsson, ljósmyndarar DV, og Gunnar Finnbjömsson. Úrshtin verða kynnt 17. septemb- er en verðlaunin verða afhent sunnudaginn 2. október í Kringl- unni. Þá verða verðlaunamyndirn- ar stækkaðar og hengdar upp í Kringlunni en þar mun þá einnig standa yfir ljósmyndasýningin World Press Photo. Nú er rétt að drífa sig í næstu Kodak-verslun með sumarfilmurn- ar og sjá hvort einhver skemmtileg sumarmynd leynist ekki í bunkan- um. Merkið myndirnar með utaná- skrifhnm: Skemmtilegasta sumarmyndin DV, Pverholti 11, 105 Reykjavík. „Dagur að kveldi" kallar höfundur þessa mynd sem tekin var á Akur- eyri en fyrirsætan er íris Eva. Það var Berglind H. Helgadóttir, Múla- síðu 20, 603 Akureyri, sem tók myndina. „Staðið á vatninu". Það er Þórhallur Oskarsson, Baldursgötu 12, 230 Keflavik, sem tók þessa sniðugu mynd. „I hátiðarskapi". Myndina tók Eberhardt Marteinsson, Melbæ 29, 110 Reykjavík. „Þessi mynd er tekin i Dyrhólaey um miðjan júni ’94. Pysjan hreyfði sig ekki þó henni væri strokið en hún sneri baki í sjóinn. Stúlkan er Arna Frímannsdótt- ir, 11 ára, og myndina kalla ég Vinir heilsast," segir í texta með þessari mynd sem Anna Magnúsdóttir, Hverafold 114, 112 Reykjavík, sendi í keppnina. Hér er það grágæsin með ungana sína sem heillar Ijósmyndarann. Það var Gísli Kristjánsson, Keldu- landi 11, 108 Reykjavík, sem sendi myndina. „Ast i heyskap" hjá þeim Halldóri Frey og Thelmu Björk en það var Sveinbjörn Halldórsson, Reyni- hvammi 43, 200 Kópavogi, sem tók myndina. Aðstoð i Hrisey. Unnur Sæmunds- dóttir, Urðarholti 5, 270 Mos- fellsbæ, sendi þessa fallegu sum- armynd í keppnina. „Erum við ekki sætar,“ spyr Svanhildur Þorsteinsdótt- ir, Bólstaðarhlíð 14, 105 Reykjavik, sem sendi okkur þessa skemmtilega mynd. „Sá síðasti settur á sinn stað “ kallast þessi mynd sem Helga Barðadóttir úr Vestmannaeyjum tók við Dverghamra á Síðu. „Situr á strák sínum“. Myndin er af feðgunum Magnúsi og Benedikt Snædal í sumarfríi. Myndina tók Jóna Ármannsdóttir, Stekkjartröð 13b. 700 Egilsstöðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.