Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Side 28
36 LAUGARDAGUR 20. ÁGtJST 1994 Trimm Hvað þýðir þetta allt saman? Pyrir þá sem reisa sér hurðarás um öxl á hlaupavellinum og tak- ast á við lengri vegalengd en þeir ráða við er fótt betra en að hafa góðar og sannfærandi afsakanir á hraðbergi. Margir hlauparar og skokkarar eru afar slyngir í þessu og hafa komið sér upp lager af sannfærandi afsökunum fyrir því að hætta hlaupi í miðjum klíð- um eða koma i mark löngu seinna en eðlilegt má teljast. Litum að- eins á hvað þessar afsakanir þýða í raun og veru. Ég viUtist . elti konu með bamavagn úti á Seltjamamesi og fann elckí hlaupabrautina aft- ur. Ég var mjög þungur = lenti i grillveislu kvöldið áður og drakk mig fullan. Ég fékk krampa = flæktist í skóreimunum og datt. Fékk í magann af íþrótta- drykknum = svelgdist á við fyrstu drykkjarstöö og var fluttur í sjúkratjaldiö. Drakk ekki nóg á leiðinni = villtist og fann ekki drykkjarstöð- ina. Sneri mig illa á leiðinni = datt og fjórir næstu menn hlupu yfir mig. Maraþon- molar Ef einhver á enn eftir að skrá sig í Reykjavikunnaraþon er enn tékið á móti nýskráningum i Ráð- húsi Reykjavíkur þar sem af- hendirtg keppnisgagna fer fram í dag frá kl. 11.00 til 17.00. Að vísu á skráningu að vera lokið en þarna er enn tækifæri og sannast þar enn að það er aldrei of seint... Hver kílómetri merktur Nákvæmar merkingar veröa á hlaupaleiðinni á eins kílómetra fresti hægra megin á götunni. Auk þess eru merkingar á skilt- um fyrstu kOómetrana. Allar merkingar eru i ljósbláum lit. Mjög þægilegt er aö nota merk- ingarnar til þess að fylgjast með hraðanum. Bíll með klukku á toppnum mun aka á undanhópn- um alla leið svo að þeir sprett- hörðustu geti fylgst stöðugt meö timaniun. Drykkjarstöðvar Alls verða átta drykkjarstöðvar á hringnum eða á um það bii 3-4 kílómetra fresti. Þar eru tværteg- undir í boði: yatn úr Gvendiir- brunnum og Aquarius íþrótta- drykkur. Pastaveislaídag og partí á morgun Pastaveislan verður að vanda í dag í stóru tjaldi á Þórsliamars- planinu gegnt ráðhúsinu og hefst kl. 14.00. Á sunnudagskvöld verð- ur svo maraþonpartí á Ömmu Lú frá M. 21.00. Þar verða afhent verölaun í aldursflokkum. Sýnt verður frá hlaupinu á stórum skjá og heildarúrslit munu liggja frammi. Aðgangur er ókeypis. Þarna mæta allir glaðir og reifir til þess að sýna sig og sjá aðra. Fyrir maraþon að morgni - Sigurður P. Sigmundssson íslandsmeistari ræður keppendum heilt Frá Reykjavíkurmaraþoni. Nú er stóri dagurinn á morgun og þá munu menn og konur uppskera í samræmi við það sem til hefur verið sáð á æfingum undanfarnar vikur, mánuði eða ár. Við það er litlu að bæta héðan af en Sigurður P. Sig- mundsson, íslandsmeistari í mara- þonhlaupi og framkvæmdastjóri Reykjavíkurmaraþons, tók saman stuttan minnishsta fyrir þátttakend- ur sem hljóðar þannig. Umsjón Páll Ásgeir Ásgeirsson 1. Takið það rólega síðasta daginn fyrir hlaupið. 2. Leggið áherslu á kolvetnaríka fæðu, s.s. kartöflur, hrísgrjón, pasta, brauð og ávexti. Drekkið meira vatn en venjulega. Borðið frekar lítið kvöldið fyrir hlaupið. 3. Farið á fætur ekki seinna en 3 klukkustundum fyrir hlaup. Gott er að byria daginn á 10-15 mínútna göngutúr til að koma líkamsstarf- seminni í gang. Síðan að fá sér léttan morgunmat t.d. kornílögur eða ristað brauð. Reynið ekkert nýtt. 4. Farið yfir þann útbúnað sem þið ætlið að hafa með ykkur. Hitið ekki upp í keppnistreyjunni. 5. Berið vaselín eða aðra feiti á þá staði sem verða fyrir núningi. Þeir sem fá auðveldlega blöðrur ættu að verja sig sem mest með plástrum. 6. Hitið upp með léttu skokki eða teygjum í 15-20 mínútur. Á ráslínu skulið þið athuga hvort allt sé á rétt- um stað, rásnúmer í skorðum, skórn- ir vel reimaðir með tvöfoldum hnút o.s.frv. 7. Farið ykkur að engu óðslega í byrjun hlaupsins. Farið eftir ykkar tímaáætlun. Munið að þið eruð að hlaupa ykkar hlaup en ekki annarra. ÆsMlegt er að koma sér í samflot með öðrum. Það er skemmtilegra og auðveldar hlaupið. 8. Þörfin á drykkjum fer eftir veðri. Byrjið ekki of seint og drekkið oft en lítið í einu. Það minnkar hættu á hlaupasting. Ágætt er að skiptast á að drekka blandaða drykM og vatn. 9. í löngu hlaupi er nauðsynlegt að dreifa huganum frá þreytunni. Reyn- iö að festa hugann við eitthvað. Gef- ist ekki upp þó móti blási, dragið frekar úr hraðanum og endurskoðið tímaáætlunina. 10. Eftir að í mark er komið er mikilvægt að halda sér á hreyfingu og fara strax í utanyfirfót. Drekkið strax eftir hlaupið. Það sem gerist á hlaupum og í hlaupum... Ekkertliggurá Það var í fyrsta Akraneshlaupinu að kona sem tók þátt í hálfu mara- þoni missti úthaldið þegar leiðin var ríflega hálfnuð. Starfsmenn hlaups- ins sáu álengdar hvar hún gekk orð- ið rólega eftir veginum og naut sveitasælunnar. Langa hríð hvíldi hún sig utan vegar, brá brókum sín- um, las blóm og skemmti sér hið besta. Þetta vakti minni kátínu með- al starfsmanna því verðlaunaaf- hending gat ekki farið fram fyrr en allir höfðu lokið hlaupinu. Konan kom röltandi í mark eftir röska þrjá tíma. Hún fékk svo silfurverðlaun í sínum aldursflokM því keppendur voru fáir. Hlaupið fór í hundana í einu Bláskógaskokkinu fundu hjálparmenn miðaldra konu í vand- ræðum á miðri Lyngdalsheiðinni. Vandi hennar var sérstakur því hundur hennar hafði gefist upp. Hún hafði teMð héppa með honum til skemmtunar og upplyftingar en hann reyndist innanfeitur og mæð- inn og var lagstur niður. Konan var hins vegar í ágætu formi og lauk hlaupinu með reisn meðan hjálpar- sveit ók seppa niður á Laugarvatn. Skýringin á þessu var sú að konan var fremur spéhrædd og hafði um þriggja mánaða skeið æft sig með því að skokka á staðnum heima í stofu en steingleymdi að æfa hundinn. Héri mánaðarins Þegar vanur hlaupari tekur að sér að leiða annan á fyrirfram ákveðn- um hraða gegnum eitthvert hlaup er sá fremri kallaður „héri“. Þetta er venjulega gert til þess að ná góðum tíma því oft gefst hérinn upp áður en hlaupi lýkur því hraðinn er of mikill. Hérar eru misjafnlega sam- viskusamir og taka hlutverk sitt stundum mjög alvarlega. Þekktur hlaupaþjálfari tók eitt sinn að sér að leiða unga hlaupakonu gegnum hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoni og tryggja henni ákveðinn lágmarks- tíma. Þjálfi hljóp eins og óður maður á undan stúlkunni, hvatti hana og þuldi millitíma og frýjunarorð í sí- fellu. Þaö skyggði nokkuð á að hon- um var hálfbumbult og alls fjórum sinnum á leiðinni varð hann að hverfa inn í garða góðborgara með fram leiðinni eða bak við strætóskýli og vinnuskúra og ganga öma sinna. Alitaf hljóp hann þó nemanda sinn uppi aftur og hélt áfram að vera héri. Það fylgir sögunni að hann hafi verið orðinn dálítið slettóttur aftan á fót- um og fótleggjum og því látið sig hverfa rétt áður en að markinu kom. Æ, húnbrotnaði Það gerðist á æfingu hjá trimmhópi vestur í bæ í vor að þegar menn tínd- ust í mark og söfnuðust saman í pott- unum söknuðu ílestir einnar kon- unnar úr hópnum. Sú var vön að vera fremur aftarlega svo engin gerði sér rellu vegna þessa. Næst þegar hópurinn hittist sást konan hvergi svo athugulir fóra að kanna málið. í ljós kom að hún var aftast í hópnum og datt illa og fótbrotnaði og hálf- skreið heim við illan leik. Hún sat heima í sínu gipsi og hljóp ekkert um tíma. Hópurinn ákvað að hafa eftir- leiðis sérstakan embættismann aft- ast sem sótt gæti hjálp ef einhver lenti í vandræðum. Reykjavikurmaraþon fer fram á morgun og hefst í Lækjargötunni kl. 11. Hér má sjá Ragnheiöi Þórhallsdóttur, starfsmann smáauglýsingadeildar DV, þar sem hún klæðist stuttermabol merktum hlaupinu og ber verölauna- pening sem allir þeir sem Ijúka hlaupinu fá. DV gefur alla verölaunapening- ana og er einn af sex stærstu styrktaraðilum hlaupsins. DV-mynd ÞÖK Ekki gleyma Reykjalundarhlaupinu Þó að allt snúist um Reykjavíkur- maraþonið um þessar mundir má ekM gleyma því að lífið heldur áfram aö því loknu. 27. ágúst næstkomandi verður hið sívinsæla Reykjalundar- hlaup haldið enn einu sinni. Eins og nafnið bendir til er hlaupið frá Rey- kjalundi og allir sem vettlingi geta valdið geta tekið þátt því boðið er upp á vegalengdir frá 0,5 km upp í 14 kíló- metra. Þátttökugjald er aðeins 400 krónur og þarf ekki að láta skrá sig fyrirfram heldur koma á staðinn tímanlega. Keppendur í 14 kílómetra hlaupi verða ræstir kl. 10.40 en aðrir kl. 11.00. Allir fá verðlaunapening og léttar veitingar að loMnni keppni. Reykjalundarhlaupið er rómað fyrir skemmtilega stemningu, gott veður og krefjandi hlaupaleið en 14 kíló- metrarnir liggja frá Reykjalundi, suður Vesturlandsveg og síðan upp með Úlfarsfelli og fram hjá Skyggni i mark. Hæðarmunur á leiðinni er sagður um 100 metrar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.