Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1994
51
Afmæli
Gunnar Páll Jóakimsson
Gunnar Páll Jóakimsson fram-
haldsskólakennari, Lyngmóum 5,
Garðabæ, verður fertugur á morg-
un.
Starfsferill
Gunnar Páll er fæddur í Reykjavík
en ólst upp fyrstu árin í Þingborg í
Flóa en fluttist síðan aftur til höfuð-
borgarinnar 1961. Hann bjó síðan í
Borgarfirði, á Árskógsströnd í Eyja-
firði og á Hólmavík en flutti til
Reykjavíkur á ný 1970. Gunnar Páll
lauk landsprófi frá Reykjaskóla í
Hrútafirði 1970, stúdentsprófi frá
MH1974, B.ed.-prófi frá KHI1978 og
MA-prófi í íþróttafræðum frá San
Jose State University í Bandaríkj-
unum 1989. Hann hefur sótt ýmis
námskeið og ráðstefnur varðandi
íþrótta- og kennslumál, heima og
erlendis.
Gunnar Páll var kennari við
Grunnskóla Stokkseyrar 1974-75,
kennari við Réttarholtsskóla
1978-86 með hléum vegna náms í
Bandaríkjunum og hefur verið
kennari við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti frá 1987.
Gunnar Páll var landsliðsmaður í
frjálsíþróttum (hlaupum) 1974-84 og
hefur starfað í ýmsum nefndum fyr-
ir FRÍ og ÍR. Hann var þjálfari í
fijálsíþróttum við high school í
Bandaríkjunum 1985, hjá UMSB
1987 og hjá ÍR síðan. Gunnar Páll
hefur einnig verið þjálfari með
landsliðið í langhlaupum. Hann hef-
ur skrifaö fræðslurit og greinar í
blöð um þjálfun. Gunnar Páll hefur
verið stundakennari í íþróttum hjá
KHÍ frá 1991 og var framkvæmda-
stjóri Reykjavíkur maraþons
1984-87.
Fjölskylda
Gunnar Páll kvæntist 25.7.1992
Oddnýju Friðrikku Árnadóttur, f.
27.8.1957, fyrrv. landsliðskonu og
methafa í spretthlaupum. Foreldrar
hennar: Árni Helgason, útgerðar-
maður á Þórshöfn, og Þórunn Þor-
steinsdóttir, stöðvarstjóri hjá Pósti
ogsíma.
Börn Gunnars Páls og Oddnýjar:
Arnar, f. 25.4.1991; Björg, f. 28.4.
1994.
Bróðir Gunnars Páls: Birgir Þor-
steinn, f. 24.5.1962, grafískur hönn-
uður, sambýhskona hans er Unnur
Jensdóttir píanókennari.
Foreldrar Gunnars Páls: Jóakim
Pálsson, f. 20.11.1913, fyrrv. skóla-
stjóri og kennari frá Hnífsdal, og
BjörgÞorsteinsdóttir, f. 16.6.1920,
fráReykjavík.
Ætt
Jóakim er sonur Páls, smiðs og
síðast íshússtjóra í Hnífsdal, Guð-
mundssonar, Pálssonar og Ingileifar
Steinunnar Olafsdóttur frá Kirkju-
bóh í Bjamardal. Móðir Jóakims
var Guðrún Sólborg Jensdóttir í
Amadal, Jónssonar og Sæunnar
Sigurðardóttur. Jóakim missti for-
eldra sína í spönsku veikinni 1918
og ólst upp hjá Hahdóri Pálssyni,
útvegsb. í Hnífsdal, og Guðríði
Mósesdóttur.
Björg er dóttir Þorsteins skipa-
smiðs Tómassonar frá Amarhóh í
V-Landeyjum, Tómassonar og
Steinunnar Ögmundsdóttur frá
Gunnar Páll Jóakimsson.
Auraseh í Fljótshhð, Ögmundsson-
ar. Móðir Bjargar var Björg Magn-
úsdóttir í Ánanaustum í Reykjavík,
Guðmundssonar, b. í Kópavogi,
Árnasonar. Móðir Bjargar var
Margrét Björnsdóttir frá Hurðar-
baki í Kjós, Guðlaugssonar.
Ingólfur Bárðarson
Ingólfur Bárðarson kjötiðnaðar-
maður, Sigtúni 19, Selfossi, er sex-
tugurídag.
Fjölskylda
Ingólfur er fæddur í Dufþaksholti
í Hvolhreppi og ólst þar upp. Hann
flutti á Selfoss 14 ára gamall þar sem
hann lærði kjötiðnað hjá Kaupfélagi
Árnesinga. Ingólfur tók sveinspróf
1957 og var ári seinna í framhalds-
námi í Kaupmannahöfn. Hann hef-
ur síöan starfað sem verkstjóri í
kjötvinnslu KÁ. Ingólfur stundaði
frjálsar íþróttir og körfubolta og er
nú í golfi. Hann hefur starfað með
ungmennafélaginu, honsklúbbnum
oggolíklúbbnum.
Ingólfur kvæntist 31.12.1955 Lúllu
Maríu Ólafsdóttur, f. 22.6.1934,
ræstitækni. Foreldrar hennar: Ólaf-
ur B. Ólafsson skipstjóri og Guðlaug
Einarsdóttir í Keflavík, þau em
bæði látin.
Dætur Ingólfs og Lúhu: Guðlaug
Erla, f. 13.12.1953, smurbrauðs-
dama, maki Þorvaldur Guðmunds-
son bilasmiður, þau eiga einn son;
Hulda, f. 12.7.1960, sjúkrahðanemi,
maki Óskar Högnason húsasmiður,
þau eiga þijár dætur; Bára, f. 22.5.
1966, sjúkraliði, maki Valur Boga-
son líffræðingur, þau eiga eina dótt-
ur; Linda, f. 4.9.1975, framreiðslu-
nemi.
Systkini Ingólfs: Jónína, f. 17.6.
1921; Bergur, f. 26.2.1924; Einar, f.
22.12.1926; Steinunn Jóna, f. 9.11.
1928; Sumarhði, f. 18.6.1930; Mar-
grét, f. 29.5.1932.
Foreldrar Ingólfs: Bárður Bergs-
son, f. 11.11.1887 í Múlakoti á Síðu,
Ingolfur Bárðarson.
d. 30.5.1939, húsasmiður og Guðlaug
Jónsdóttir, f. 18.5.1896 á Syðri-Stein-
smýri í Meðahandi, d. 5.8.1984, hús-
móðir, þau bjuggu í Hraunbæ í
Álftaveri og Dufþaksholti í Hvol-
hreppi en Bárður starfaði við húsa-
smíði samhliða búskapnum.
Ingólfur verður með opið hús fyrir
vini og vandamenn á afmælisdaginn
frákl.20.
Jónas H. Sigurðsson
Jónas H. Sigurðsson, verkstjóri hjá
ísafjarðarkaupstað, Hlíðarvegi 22,
ísafirði, er fimmtugur í dag.
Fjölskylda
Jónas er fæddur á ísafirði og ólst
þarupp.
Jónas kvæntist 2.3.1968 Lóu Guð-
rúnu Guðmundsdóttur, f. 1.3.1941,
sjúkrahða. Foreldrar hennar: Guð-
mundur Halldórsson og Kristborg
Jónsdóttir.
Böm Jónasar og Lóu: Sigrún Ásta,
f. 28.5.1968, húsmóðir á ísafirði,
maki Hreinn Ásgeir Guðmundsson
rafvirki, þau eiga tvo syni; Sigurður
Hreinn, f. 20.8.1969, sendill á
ísafirði; Kolbrún Elsa, f. 14.3.1973,
skrifstofumaður í Hnifsdal, maki
Kristján Ágúst Kristjánsson lög-
reglumaður, þau eiga einn son;
Kristín Ósk, f. 14.3.1973, nemi í
KHÍ, maki Ari Hólmsteinsson sím-
virki.
Systkini Jónasar: Valgerður, f.
18.9.1940, maki Magnús Jakobsson,
þau em búsett í Reykjavík og eiga
þrjú böm; Sigrún Jóna Guðmunda,
f. 29.10.1941, maki Hahdór Frið-
bjarnarson, þau em búsett í Hnífs-
dal og eiga þrjú böm; Katrín Elísa-
bet, f. 20.10.1942, hún er búsett í
Reykjavík og á eina dóttir; Hjálmar
Hafþór, f. 22.3.1949, maki Hulda
Helgadóttir, þau eru búsett í Hnífs-
dal og eiga fjögur börn; Sigurður
R., f. 22.4.1950, maki Evelyn Hunt,
þau eru búsett á Nýja-Sjálandi og
eiga fjögur börn, Sigurður átti dótt-
ur fyrir; Kristján Hahgrímur, f. 16.5.
Jónas H. Sigurðsson.
1952, d. 2.1.1977.
Foreldrar Jónasar: Siguröur Helgi
Jónasson, f. 7.11.1906, d. 2.1.1977,
verkamaöur og Ehsabet Jónsdóttir,
f. 15.9.1912, d. 2.1.1977, húsmóðir,
þau bjuggu á ísafirði.
Jón Þorleifsson
Jón Þorleifsson, Spóahólum 12,
Reykjavík, verður sextugur á morg-
un.
Fjölskylda
Jón er fæddur í Arnardrangi,
Landbroti í V-Skaftafehssýslu og
ólst þar upp fyrstu tvö árin en síðan
að Hofi í Óræfum 1936-43 og í
Þykkvabæ, Landbroti, frá 1944.
Hann var bóndi á Efri-Steinsmýri í
Meðahandi 1957-60 en hefur verið
búsettur í Reykjavík frá þeim tíma.
Jón vann ýmis störf th sjós og lands
1961-78 en frá 1979 hefur hann unn-
iðhjáísal.
Jón kvæntist 31.12.1959 Guðríði
Unni Hahdórsdóttur, f. 3.3.1938.
Foreldrar hennar: Hahdór Davíðs-
son, f. 30.1.1895, d. 12.2.1981, og
Halldóra Eyjólfsdóttir, f. 30.11.1901,
d. 1.4.1980.
Börn Jóns og Unnar: Anna Páhna,
f. 21.10.1958, maki Hörður Sigurðs-
son, þau eiga tvær dætur, Öldu Ósk
og Evu Björk; Halldór Þór, f. 20.2.
1961, hann á tvö böm, Unni og Eirík
Þór; Hulda Hrönn, f. 29.8.1963, maki
Jóhann Jóhannsson, þau eiga þrjú
böm, Jóhönnu, Brynju og Kristján
Orra; Jóna Bára, f. 16.10.1968, maki
Þórir Grétar Bjömsson, þau eiga
einn son, Jón Bjama.
Systkini Jóns: Svava Margrét, bú-
sett í Hraunkoti, Landbroti; Helgi,
búsettur í Reykjavík; Sigurlaug,
búsett á Hvammstanga; Páll Björg-
vin, búsettur í Reykjavík; Óskar,
búsettur á Höfn í Homafirði; Stefán,
búsettur í Keflavík; Jóhann, búsett-
Jón Þorleifsson.
ur á Breiðabólsstað; Þuríður, búsett
áHvammstanga.
Foreldrar Jóns: Þorleifur Pálsson,
f. 18.9.1899, d. 2.1.1970, og Pálína
Margrét Stefánsdóttir, f. 25.1.1913.
Jón og Unnur eru í Portúgal.
Til hamingju með afmælið 20. ágúst
85 ára
50 ára
Indiana Kristjánsdóttir,
Austurbyggð 17, Akureyri.
Jóna Vilhjálwsdóttir,
Akurgerði 2, Akranesi.
Kristín Sigurbjörnsdóttir,
Víðilundi lOa, Akureyri.
Ingólfur Sigurðsson,
fyrrv. starfsmaö-
ur Eimskips og
RÚV, Kleppsvegi
6, Reykjavfk.
Eiginkona hans
varSessebaGuð-
mundsdóttir, Iát-
in, húsmóðir.
Helcn Sandra Róbertsdóttir,
Suöurvangi 14, Hafnarfirði.
Hólmfríður Jónsdóttir,
Heiðarási 21, Reykjavtk.
Steingrimur
Sigurjónsson
byggingatækni:..
ffæöingur,
Lundi í Svlþjóð
en með aðsetur í
Geitlandi 4,
Keykjavik.
Hann er að heiman.
Bjöm Þröstur Axeisson,
Melási 8, Garðabæ.
Guðmunda Kristín Reimarsdóttir,
Mlðtúni 7, Keflavík.
Hún er að heiman.
40 ára
Hfiiðar Rlvan Friðrikssnn.
Bencdikt Haraldsson,
Vestra-Reyni, Innri-Akraneshreppi.
Lára Jónsdóttir,
Hátúnl lOb, Reykjavík.
Páll Sigurðarson,
Látraströnd 24, Seltjarnamesi.
Ágústa Guðrún Jóhannesdóttir,
Dalbraut 47, Akranesi.
Hábrekku 7, Ólafsvik.
Óskar Þorsteinsson,
Lundarbrekku 10, Kópavogi.
Guðrún Guðmundsdóttir,
Miöengi 19, Selfossi.
Anna Margrét Vésteinsdöttir,
Bakkatúní 20, Akranesi.
Bjarney linda Ingvarsdóttir,
Hæðargerði 21, Reyðarfirði.
Bjargey Einarsdóttir,
Háteigi 20, Keflavík.
60 ára
Vigdís E. Helgadóttir
Vigdís Eiríka Helgadóttir, húsmóðir
og kartöflubóndi, Þórustöðum 7,
Eyjafjarðarsveit, verður fertug á
morgun.
Starfsferill
Vigdís er fædd í Meðalheimi í Ás-
um í A-Húnavatnssýslu. Hún flutti
í Garðabæinn 1958, Þórormstungu í
Vantsdal í A-Húnvatnssýslu 1964, til
Akureyrar 1974 en hefur verið bú-
sett á Þórustöðum frá 1979. Vigdís
lauk skyldunámi og var í Húsmæð-
raskólanum Laugarlandi 1972-73.
Vigdís hefur aðahega unnið við
landbúnaðarstörf. Hún starfaði enn
fremur á nokkrum stöðum á Akur-
eyri.
Fjölskylda
Vigdís kvæntist 30.8.1975 Helga
Örlygssyni, f. 9.6.1955, skrifstofu-
stjóra hjá Kafiibrennslu Akureyrar.
Foreldrar hans: Örlygur Þór Helga-
son og Margrét Sigfúsdóttir, bænd-
ur á Þórustöðum II í Eyjaíjarðar-
sveit.
Böm Vigdísar og Helga: Margrét,
f. 13.1.1975, nemi; Örlygur Þór, f.
10.8.1978, nemi; Jón Helgi, f. 30.1.
1984.
Systkini Vigdísar: Björg, f. 20.9.
1947, maki Jóhann Guðmundsson,
þau eru þúsett í Holti í Svinavatns-
hreppi í A-Húnavatnssýslu og eiga
fimm böm; Lárus, f. 14.3.1949, maki
Sigríður Kristín Snorradóttir, þau
eru þúsett á Blönduósi og eiga þrjú
börn; Ragnhhdur, f. 12.6.1950, maki
Gestur Þórarinsson, þau em búsett
á Blönduósi og eiga fjögur böm;
Ema Ingibjörg, f. 15.12.1951, maki
Sigurður Birgir Jónsson, þau em
Vigdís Eirika Helgadóttir.
búsett á Hvammstanga og eiga þrjú
börn; Sveinbima, f. 9.3.1953, maki
Valdemar Friðgeirsson, þau eru
búsett á Akureyri og eiga fimm
börn.
Foreldrar Vigdísar: Jón Helgi
Sveinbjörnsson, f. 26.5.1917, fyrr-
verandi bóndi, og Helga Sigríður
Lárusdóttir, f. 14.4.1923, húsmóðir
og fyrrverandi bóndi. Þau bjuggu í
Þórormstungu í Vatnsdal í A-Húna-
vatnssýslu en em nú búsett á
Blönduósi.
Ætt
Jón Helgi er sonur Sveinbjörns
Sveinssonar, f. 10.7.1886, d. 15.5.
1933, og Ragnhildar Stefaníu Jóns-
dóttur, f. 9.4.1887, d. 15.11.1944.
Helga Sigríður er dóttir Lárusar
Björnssonar, f. 10.12.1889, d. 27.5.
1987, og Péturínu Bjargar Jóhanns-
dóttur, f. 22.8.1896, d. 23.7.1985.
Vigdís tekur á móti gestum á
heimhi sínu í dag, laugardaginn 20.
ágúst.eftirkl. 20.30.