Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Qupperneq 14
14
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÓLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Guðmundur segi af sér
Umræðumar um Guðmund Árna Stefánsson félags-
málaráðherra virðast engan enda ætla að taka. Aftur og
aftur skjóta upp koUinum mál sem hann er viðriðinn og
orka tvímælis. Aftur og aftur berast böndin að pólitískri
ábyrgð ráðherrans, afskiptum hans eða ummælum, sem
vekja upp spumingar um dómgreind hans og pólitískt
siðferði.
Nú kann það að vera að andstæðingar Guðmundar
Áma í stjómmálum séu vísvitandi að reyna að koma
höggi á hann. Vera má að fjölmiðlar fari yfir strikið í
frásögnum af meintum axarsköftum ráðherrans. En það
er enginn reykur nema eldur finnist og því miður er það
svo að óhjákvæmilega berast böndin að Guðmundi Áma
og málum honum tengdum af því að hann hefur sjálfur
gefið tilefni til þess.
Og hver em þessi tilefni? í fyrsta lagi vora ávirðingam-
ar orðnar svo margar að hans eigin formaður og flokkur
neyddust til að taka mál ráðherrans sérstaklega fyrir á
flokksþingi sínu og biðja Ríkisendurskoðun um rannsókn
á sjálfum sér. í öðra lagi hafa mál sem tengjast listahátíð
í Hafharfirði reynst með slíkum endemum að bæjar-
stjóm Hafnarfjarðar hefur fahð bæjarlögmanni að und-
irbúa fjármál hstahátíðar th rannsóknar hjá Rannsókn-
arlögreglu. í þriðja lagi viðhefur Guðmundur Ámi þess
konar ummæh í sjónvarpsþætti að þau verða ekki skilin
öðruvísi en hótun um hefnd félagsmálaráðherra á núver-
andi bæjarstjóra í Hafnarfirði. Þessi ummæh verða til
þess að forsætisráðherra lýsir yfir því að mál sem snerta
Hafnarfjarðarbæ og koma inn á borð félagsmálaráðu-
neytisins verði tekin af Guðmundi Áma.
Síðasta og allra stærsta tilefhið til gagnrýni á Guð-
mund Áma er auðvitað það að hann hefur neitað að
segja af sér sem ráðherra í ríkisstjóm Davíðs Oddssonar
og þar með kahað yfir sig póhtíska og siðferðhega gagn-
rýni úr öhum áttum. Sá maður sem gegnir ráðherraemb-
ætti er óhjákvæmhega skotspónn í smáu og stóru sem
snertir hans póhtísku ábyrgð og gerðir.
Það er engum skemmt að þurfa að elta uppi meintar
ávirðingar á hendur Guðmundi Árna. Hann er ungur
maður í stjómmálum, geðþekkur og góðvhjaður og vih
vel. Hann á að njóta sannmæhs eins og flestir aðrir sem
koma nálægt opinberum störfum og gefa sig að póhtík.
Endurteknar senur og sögur af Guðmundi Ama hljóma
sem ofsóknir og árásir.
En þetta era ekki ofsóknir heldur lýðræðisleg umræða
og hinn harði heimur þeirra sem sækjast eftir völdum
og beita þeim. Með því að þráast við og bjóða gagnrýn-
inni heim er Guðmundur að skjóta sjálfan sig í fótinn.
Og það sem verra er. Hann skaðar flokk sinn og þann
málstað sem þúsundir félaga hans í Alþýðuflokknum
leggja hð, langt fyrir utan og ofan persónu eins manns.
Nú hefur verið boðuð vantrauststhlaga á ráðherrann.
Aftur mun heíjast umræða í þjóðfélaginu og á þingi sem
grefur undan styrk og stöðu ráðherrans.
Guðmundur Ámi á að segja af sér. Hann þarf ekki að
viðurkenna mistök með þeirri afsögn. Það sem hann
verður hins vegar að horfast í augu við, er það tjóh sem
flokkur hans verður fyrir með sama áframhaldi. Og sú
khpa sem ríkisstjómin lendir í, þegar hún þarf áð halda
uppi vömum fyrir mál sem að mörgu leyti era henni
óviðkomandi.
Guðmundur Ami á að losa ríkisstjómina undan þess-
ari umræðu og losa sjálfan sig úr embætti og leita aftur
að endumýjuðu umboði kjósenda á eigin forsendum.
Ehert B. Schram
„Það hefur enginn neinu að tapa við það að jafna vægi atkvæðanna," segir Árni i greininni.
Stöðugleiki og jafn
vægi atkvæða
Stöðugleiki og jafnvægi eru orð
sem æ oftar er tilefni til að nota í
íslenskri þjóðfélagsumræðu. Þetta
er öllum gleðiefni og ber því vitni
að þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður
hefur ríkisstjórninni tekist vel upp
í stjóm landsmála. Stöðugt verðlag,
stöðugt gengi, lægri vextir, minni
ríkissjóðshalli, jákvæður við-
skiptajöfnuður og lækkun erlendra
skulda sýnir að þjóðfélagið er í
betra jaihvægi og við getum lifað
áhyggjuminna og öruggara lífi. En
er þetta varanlegt ástand?
Tryggjum stöðugleikann
Því miður er það ástand sem að
ofan er lýst ekki varanlegt. Það
þarf styrka og skynsama stjórn til
þess að viöhalda slíku ástandi. Það
er jafnframt hægt aö gera ýmislegt
til þess að gera okkur auðveldara
fyrir aö halda stööugleikanum.
Mikið hefur þegar verið gert í pen-
inga- og vaxtamálum, þó enn þurfi
að gera breytingar í fijálsræðisátt,
sérstaklega í sjóðakerfinu.
Það sem skiptir mestu máh til
þess að viðhalda stöðugleikanum
er að sambýh sjávarútvegs og ann-
arra atvinnugreina sé viðunandi,
þannig að sveiflur í sjávarútvegi
valdi ekki sjálfkrafa sveiflum í öðr-
um greinum. í dag er leitað lausna
á þessum vanda og mikilvægt er
að þær lausnir byggi á sjálfræði
fyrirtækjanna en ekki á miðstýrðu
millifærslu- og jöfnunarkerfi.
lausnin þarf að felast í því að gera
fyrirtækjunum kleift og hvetja þau
til að jafna sjálf út sveiflur og forð-
ast þenslu í tímabundnu góðæri.
Jafnvægi atkvæðanna
Eitt er það atriði sem ég tel að sé
algert grundvallaratriði fyrir því
að stöðugleiki og jafnvægi verði
KjaUarinn
Árni M. Mathiesen
alþingismaður
einungis leitt til óhagkvæmni og
misheppnaðra íjárfestinga. Þar af
leiðir að alhr hafa tapað, jafnt þétt-
býlið sem dreiibýhð. Þess vegna er
Ijóst að það hefur enginn neinu að
tapa við það að jafna vægi atkvæð-
anna, þvert á móti, það hafa alhr
allt að vinna.
Mannréttindakaflinn
Þann 17. júní síðasthöinn sam-
þykkti Aiþingi að endurskoöa svo-
kallaðan mannréttindakafla
stjómarskrárinnar fyrir lok þessa
kjörtímabils. í þessum kafla er
margt sem betur má fara og þarft
er að laga, þó að það muni ekki
skipta sköpun í íslensku þjóðlífi.
Endurskoðun á stjómarskránni
th þess að jafna vægi atkvæðanna
mun hins vegar skipta sköpun og
verða til þess að auka mannréttindi
„Það er engum vafa undirorpið að mis-
vægi atkvæðanna hefur ráðið miklu
um þann óstöðugleika og ójafnvægi
sem oft hefur ríkt hér á landi. Þetta
hefur sést í byggðastefnunni og í sjóða-
og bankakerfmu.“
viðvarandi í íslensku þjóðlífi og það
er að atkvæðavægi verði jafnt. Það
er engum vafa undirorpið að mis-
vægi atkvæðanna hefur ráöið
miklu um þann óstöðugleika og
ójafnvægi sem oft hefur ríkt hér á
landi. Þetta hefur sést í byggða-
stefnunni og í sjóða- og bankakerf-
inu. Ég er sannfærður um að lands-
byggðin hefur ekki notið þess sem
henni var ætlað að njóta af þessari
opinbem aðstoð, heldur hefur hún
hjá stómm hluta þjóðarinnar.
Jafnt vægi atkvæðanna mun leiða
til aukins stöðugleika, þar með
meiri grósku í efnahagslífmu og
fleiri atvinnutækifæra. Það má því
ekki bregðast að breyting á mann-
réttindakaflanum og jafnt vægi at-
kvæða landsmanna fylgist að í
gegnum Alþingi fyrir lok kjörtíma-
bilsins.
Árni M. Mathiesen
Skoðanir annarra
Stofnunin hjónaband
„Stofnunin hjónaband er engin trygging fyrir góðu
og ástríku uppeldi. Það er hins vegar foreldri sem
elskar böm sín, ræktar, sinnir þeim, gefur þeim tíma,
virðir og er vinur þeirra. Það er foreldri, sem veit að
á því hvflir geysileg ábyrgð, að undirbúa þann ein-
stakling eða þá einstakhnga, sem því hefur verið
trúað fyrir um stundarsakir, fyrir lífið á þann veg,
að grunnur hafi verið lagður aö því að nýtir, traust-
ir og heiðarlegir þjóðfélagsþegnar leggi sjálfir út á
lífsins braut."
Agnes Bragadóttir blaðam. í Mbl. 27. okt.
Engu nær um spillinguna
„Það fór eins og svo oft áður og við var að búast,
- umræöan um spillingu í stjómsýslunni, sem hófst
og heldur áfram í fjölmiðlum og meðal almennings,
koönaði niður þegar kom til kasta stjómmálamanna
og Alþingis... Menn geta haft ýmsar skoðanir á því
hvernig til tókst að því leyti, en hitt er ljóst að um-
ræðan um spihinguna fór fyrir bí, og almenningur
er engu nær um það hvort eða hvemig stjómmála-
menn ætla sér að vinna bug á henni.“
Páll Magnússon í leiðara Morgunpóstsins 27. okt.
Spáð I Seðlabankann
„Á meðan menn geta átt von á mismunandi skila-
boðum frá Seðlabankanum frá degi til dags, eða jafn-
vel frá einum fjölmiðli til annars, hljóta menn að
halda að sér höndum á verðbréfamarkaði. Þar er
staðán túlkuð þannig að ekki sé að vænta neinnar
skýrrar stefhu frá bankanum - þar fari höfuðlaus
her. Yfirlýsingar seðlabankastjóra eiga aö hafa áhrif
á gang mála á verðbréfamarkaði. Það er því áhyggju-
efni ef staöan er orðin þannig að þar þurfi menn að
spá í hvort viökomandi yfirlýsing sé marktæk eða
ekki.“ HKF í Viðskipti - atvinnulif Mbl. 27. okt.