Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 • • » » » » Fréttir Sjómannasambandið í hart vegna hentifánaskipanna: Útgerðirnar nýta sér neyðina í atvinnuleysinu - löndunarbann kemur til greina, segir Konráð Alfreðsson Á fundi nýkjörinnar srjórnar Sjó- mannasambands íslands, sem hald- inn verður þessari viku, verða mál- efni sjómanna á hentifánaskipunum svokölluðu sérstaklega tekin til um- ræðu og er öruggt að Sjómannasam- bandið ætlar að skera upp herör gagnvart útgerðum skipanna fáist ekki lagfæringar á kjörum sjómanna á skipunum sem sigla undir erlend- um „hentifánum". „Það eru svo ótal mörg réttindi sem mennirnir á þessum skipum hafa afsalað sér í ráðningarsamningum," segir Konráð Alfreðsson, varafor- maður Sjómannasambandsins. „Þeir hafa t.d. afsalað sér öllum sínum veikindarétti sem þeir eiga að hafa samkvæmt íslenskum lögum og samningum. Útgerðirnar geta vikið mönnum úr starfi fyrirvaralaust og án þess að tilgreina ástæður. Fari maður af þessum skipum í land t.d. í erlendri höfn er ekki nóg með að hann þurfi að greiða farið sitt heim, heldur þarf hann að útvega sjálfur afleysingarmann og greiða farið fyrir hann líka. Þá er einhver munur á skiptaprósentu þegar kemur að út- reikningi launa og margt fleira mætti tilnefna. Útgerðirnar eru að nota sér neyð manna í atvinnuleysinu. Samningar þessara manna eru gjörsamlega út í loftið og maður horf- ir á þetta með skelfingu. Vankant- arnir eru þegar farnir að koma í ljós t.d. hvað varðar veikindi og slys um borð í skipunum. Sjómaður á einu skipanna lenti í alvarlegu slysi og missti framan af flngrum. Hann er nú að berjast í endurhæfingu og fær ekki greitt úr tryggjngakerfinu vegna þess að útgerð skipsins greiðir ekki í það kerfi eins og aðrar útgerð- ir gera. Við hljótum að krefja útgerðir þess- ara skipa um skýringar á því hvers vegna þeir skrá skipin ekki hér á landi þar sem það er orðið heimilt. Við höfum ýmislegt til að nota í þess- ari baráttu okkar, eitt er hafnbann, við erum innan ASÍ og það eru verka- menn innan ASÍ sem sjá um uppskip- un úr þessum togurum. Og það er fieira sem við getum gert og við ætl- um okkur að taka á þessum mál- um," segir Konráð. Lionessur verða lions Amheiöur Ólafsdóttir, DV, Stykkishólmi: Stofnfundur Lionsklúbbsins Hörpu var haldinn á Hótel Stykkishólmi um mánaðamótin síðustu og er þar um að ræða formbreytingu. Lionessu- klúbbarnir á Snæfellsnesi hafa starf- að til fjölda ára sem Uonessuklúbbar en félagar í þeim teljast ekki með í alþjóðasamtökum Lions. Á íslandi er nonshreyfingunni skipt niður í tvö umdæmi - 109 A og 109 B. Ástæða þess að lionessur ákváðu að starfa sem honsklúbbar í framtíð- inni er sú að ákveðinn fjölda félaga þarf í hvert umdæmi tíl að það teljist löglegt en raunin var orðin sú að umdæmi 109 B var orðið of fámennt. Þvi fóru lionsmenn þess á leit við lionessur á Snæfellsnesi að verða lions. Lionessuklúbbarnir á nesinu urðu allir við þeirri bón. Með því að lionessur verða lions og nokkrir lionsklúbbar í Reykjavík flyrjast milli umdæma er umdæmi 109 B komið með. tílskilinn félagafjölda og telst því löglegt. Lionsklúbburinn Harpa kemur tíl með að starfa á óbreyttan hátt þrátt fyrir þessa form- breytingu. Stofnskrárfundur hons- klúbbanna Þernunnar á Hellissandi og Ránar í Ólafsvík var haldinn í fé- kgsheimilinu Klifi í Ólafsvík degj á eftir stofnfundinum í Hörpu. Arni Stefán Guönason, umdæmisstjóri B 109, heldur ræðu á stofnfundi Hðrpu. DV-mynd Arnheiður VANTAR SKAPARYMI? 250 cm Nýtt hurðakerfi - ótal möguleikar Þetta eri boöi: • Ný fataskápalína, sem nýtir plássið fullkomlega. • Nýtt hurðakerfi á hjólabraut í gólfi. • Margvíslegt útlit og speglar. • Hver skápur er sniðinn eftir máli án aukakostnaðar fyrir kaupanda. • Mældu rýmið sem þú hefur til ráðstöfunar og komdu til að fá tilboð í nýjan fataskáp. • Þú getur einnig fengið nýjar hurðir fyrir gamla skápinn, athugaðu það. NÝBÝLAVEG112, SÍMI44011 - PÓSTHÓLF167, 200 KÓPAVOGI steffens :!*#»? Steffens baby face Ungbarnafatnaður í stærðum 56-80 cm Einnig mikið úrval af fyrirburafatnaði Galli 2.495,- Peysa 1.395,- Buxur 1.395,- 10% staðgreiðsluafsl. Ekkert póstkröfugjald £s4 Barirafataverslun V r Laugavegi 89 • Roykjavík • Sími 10610 LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKASA! ^ wmws&MommM Á mánudögum verðurDV komið í hendur askrifenda á suðvestur- horninu um klukkan 7.00 að morgni og aðrir áskrifendur fá blaðið í hendur með fyrstu ferðum frá Reykjavík út á land. Helgarblað DV berst einnig tiliskrifenda á sama tíma á laugardögum. BREYTTUR AFGREIÐSLUTIMI: Blaðaafgreiðsla og áskrift: Smáauglýsingar: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 Laugardaga: 9-14 Sunnudaga: 16-22 Mánudaga - föstudaga: 9-22 Ath.: Smáauglýsing íhelgar- Helgarvakt ritstjómar: Sunnudaga 16-23 blað verður að berastfyrir klukkan 17 áfóstudag. 63*27*00 BEINN SIMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 63 27 77 KL. 6-8 LAUGARDAGS- OG MANUDAGSMORGNA >^S ^?SRJnl^%^llT -H

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.