Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Side 10
10
LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995
Óhugnanlegt að horfa ;
upp á svona atburði
- segir Júlíus Gestsson, yfirlæknir á Akureyri, sem var við friðargæslustörf í Bosníu í hálft ár
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Þótt viö sem þarna störfuðum
höfum ekki haft sjálf stríðsátökin
beint fyrir augunum geri ég mér
óneitanlega betur grein fyrir því en
áður sem þarna fer fram og ekki síð-
ur fyrir afleiðingum stríðsins. Þetta
er raunveruleikinn en fyrir þessu
fólki er stríð ekki eins fráleitt og það
er fyrir okkur. Sú mikla grimmd sem
striðinu fylgir er síðan hluti þess að
veikja mótstöðu andstæðingsins. Það
er vissuiega óhugnanlegt að horfa
upp á að svona atburðir eigi sér stað
en þeir eru staðreynd."
Þetta segir Júlíus Gestsson, yfir-
læknir bæklunar- og slysadeildar
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri,
en Júlíus var einn þriggja íslendinga
sem dvöldu á stríðssvæðinu í Bosníu
í fyrrum Júgóslavíu í 6 mánuði á síð-
asta ári. íslendingarnir voru þar sem
hluti norska hersins í friðargæsluliði
Sameinuðu þjóðanna. Þeir voru
ráðnir af utanríkisráðuneyti íslands
og komu fram undir íslenskum fána
þótt þeir heyrðu undir Norðmenn og
báru íslenskan fána á herbúningum
sínum. Þetta mun vera í fyrsta skipti
sem ísland tekur þátt í friðargæslu á
ófriðarsvæði með slíkum hætti.
Áhugi á hjálparstarfi
„Það voru margir þættir sem ollu
því að ég ákvað að taka þátt í þessu
verkefni og erfitt að segja til um hver
þeirra vó þar þyngst. Ég var búinn
að ákveða að taka mér leyfi frá störf-
um á árinu sem nú er nýbyrjað,
bæði til að skipta um umhverfi eftir
12 ára starf á Fjórðungssjúkrahúsinu
og eins til að kynnast öðrum hliðum
á mínu starfi," segir Júlíus um til-
drög þess að hann réðst í þetta verk-
efni.
Júlíus segist alltaf hafa haft áhuga
á að vinna við hjálparstarf af ein-
hveiju tagi. „Ég sá síðan í janúar á
síðastá ári auglýsingu í blöðum og
tveimur mánuðum síðar var ég far-
inn til Noregs til undirbúnings fyrir
ferðina til Bosníu. Auk mín fóru
læknir og hjúkrunarfræðingur frá
íslandi og fór okkar var tillegg ís-
lands til friðargæslu Sameinuðu
þjóðanna."
Námskeið
hjá hernum
íslendingarnir fóru beint á undir-
búningsnámskeið hjá norska hem-
um fyrir heilbrigöisstarfsfólk sem
ekki hafði gegnt herþjónustu og
komu þar fram sem foringjar. Þeir
kynntu sér starfsemi hersins og þátt-
töku hans í friðargæslustörfum,
bráðahjálp við stríðsaðstæður og
vopnaburð svo eitthvað sé nefnt. Síð-
an tók við annað námskeið fólks sem
fara átti til starfa á herspítalanum
skammt utan borgarinnsr Tusla og
námskeið fyrir þá sem gegndu for-
ingjastöðum. Sem dæmi um umfang
herspítala norska hersins skammt
frá Tusla sem Júlíus og hinir íslend-
ingamir störfuðu á má nefna að þar
starfa um 240 manns og þar er einn-
ig staðsett þyrlusveit.
„Ég vissi ekki við hverju átti að
búast þegar við hófum ferðina til
Bosníu 2. maí. Við héldum til borgar-
innar Spht og daginn eftir að þangað
var komið var haldið af stað í her-
flutningabílum og ekið í 9 klukku-
tíma í ryki og hita og síðan í kulda
er á ferðina leið. Á leiðinni fóm að
koma í ljós ýmis ummerki stríðsins
eins og sundurskotin og yfirgefin
hús. Það vakti hins vegar undmn
mína að sjá fólk á ferli meðfram veg-
hvað ég væri búinn að koma mér út
í og vissi ekki hvað beið mín þótt ég
hefði séð myndir frá átakasvæðun-
um og vissi um átökin," segir Júlíus.
Hann segir að eftir tveggja daga og
17 klukkustunda ferðalag hafi verið
komið á áfangastað, á herspítala
norska hersins skammt utan borgar-
innar Tusla.
Starfsfólk herspítalans þjónar fyrst
og fremst þeim tilgangi að vera til
taks fyrir friðargæsluliðanna ef þeir
slasist en 1 borginni sjálfri er stórt
sjúkrahús sem tekur á móti slösuð-
um borgumm og hermönnum frá .
stríðasvæðunum.
„Það hafa verið um 25 km til átaka-
svæðanna í hvora átt. Við heyrðum
af og til sprengjugný og fyrir kom
að skotið var á borgina. En sjálf
stríðsátökin voru ekki í námunda við
okkur þótt stutt væii í afleiðingarn-
ar.“
Júlíus fór nokkrum sinnum í
„heimsóknir" eins og hann kaUar
það, á sjúkrahúsið í Tusla og aðstoð-
aði þar á bæklunardeild. „Þessi spít-
ah fékk til meðferðar þá einstaklinga
sem voru verst útleiknir og á bækl-
unardeildina komu aðahega sjúkl-
ingar sem voru með hryggjaráverka .
og áverka á úthmum. Á einum sólar-
hring komu t.d. á bæklunardeildina
27 shk tilfelli og allar deildir sjúkra-
hússins voru yfirfullar. Sjúkrahúsið
var í sæmilegum húsakynnum en .
stríðsástandið hafði hins vegar sett
merki sín á hlutina. Sjúkrahúsið
hafði ekki verið málað í þau tvö ár
sem stríðið hafð staðið yfir, sprengj-
ur höfðu fallið við húsið og það vant-
aði gler í suma gluggana, fhsar voru
farnar að losna af gólfum og fyrir
kom að rafmagn og vatn var ekki til
staðar."
Július Gestsson i sumarbúningi friðargæsluliða norska hersins, með is-
lenska fánann á erminni.
unum en fólkið virkaði rólegt að sjá
og ágætlega tilhaft. Við sátum hins
vegar á flutningabílunum í skotheld-
um vestum og með hjálma en urðum
sem betur fer ekki vör við nein átök.
Hins vegar ókum við fram hjá bíl-
flökum utan vegar og mættum lest-
um bifreiða sem fluttu hjálpargögn."
í sprengjugný
„Ég hugsaði að sjálfsögöu til þess
GEISLADISKAR FRÁ KR. 490.-