Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 Sérstæð sakamál Líkið í gestaherberginu Það var síðla vetrar sem réttar- læknar rannsökuðu líkið af Rose- mary Winston, fjörutiu og tveggja ára gamalli tveggja bama móður. Það hafði fundist í gestaherberginu á heimih Winston-hjónanna við Guerney Road í Stratford í austur- hluta London. En læknunum tókst ekki að komast að neinni niður- stöðu um hvort konan heíði svipt sig lífi eða verið myrt. Meginskýringin á því að ekki varð komist til botns í málinu var að eiginmaður hinnar látnu, Denn- is Wilson, hélt því fram að hún hefði þjáðst af miklu þunglyndi eft- ir að tveir af bræðmm hennar, Michael og David, létust í bílslysi nokkru áður. Sagði Dennis að Rosemary heföi yfirgefið heimihð áður en Uk hennar fannst og farið tíl vinafólks í Southend on Sea í Essex. Sjálfur hefði hann hins veg- ar verið heima til að gæta tveggja dætra þeirra hjóna, Natöshu og NataUe. Líkfundurinn Dennis sagði að þegar kona sín hefði verið fjarverandi í fimm daga hefði hann, fyrir tilviljun, litið inn í gestaherbergið og þar hefði hann þá séö Uk konu sinnar á rúminu en á náttborðinu hefði hann fundið tómt pilluglas undan svefntöílum. Var ljóst að þær höfðu orðið Rose- mary að bana því réttarlæknarnir höfðu fundið mikið magn lyfsins í blóði hennar. Lögreglan var þó ekki alveg viss um að hún hefði tekið piUurnar sjálfvUjug. Margar spumingar vöknuðu. Skýrsla læknanna var ófullkomin, eins og fyrr segir, en það voru ekki síður svör Dennis Winston við spumingum rannsóknardómar- ans, Humphreys Welbys, sem vöktu grunsemdir. Welby fannst ótrúlegt að Dennis skyldi ekki hafa fundist skrýtið að kona hans skyldi yfirgefa böm og heimUi í miðri viku. Skýring Denn- 'is var sú að kona hans hefði þjáðst af þunglyndi. Læknirinn sagði annað Þegar rætt var við heimihslækni Rosemary, Hughes, sagði hann að hún hefði leitað til sín vegna svefn- leysis í kjölfar slyssins sem bræður hennar tveir fórust í. Þá hefði hann ávísað á svefntöflurnar sem orðið höfðu henni að bana. Hughes sagði hins vegar að Rosemary hefði aUs ekki þjáðst af beinu þunglyndi. Við frekari yfirheyrslu yfir Denn- is lagði Humphrey rannsóknar- dómari meðal annars fyrir hann þá spumingu hvaða vinir það hefðu verið sem kona hans hefði ætlað aö heimsækja. „Þaö veit ég ekki,“ svaraði Denn- is þá. „Hún nefndi það ekki.“ „Ertu að segja að þú vitir ekki tíl hvaða vina hún ætlaði?" „Konan mín átti sína vini, alveg eins og ég á mína,“ svaraði ekkju- maðurinn þá. „Við höfum aldrei skipt okkur af slíkum einkamálum hvort annars." „Sástu þegar kona þín yfirgaf íbúðina?" „Nei. En ég varð mjög hissa þegar ég kom heim og uppgötvaði að hún' var farin." Enn fleiri furðuleg svör „Þegar þú komst heim úr vinn- unni umræddan miðvikudag og sást að kona þín var ekki heima, hvað var það þá sem fékk þig tU Dennis Winston. að halda að hún heföi farið í heim- sókn til þessara vina í Southend? Leistu í klæðaskáp hennar til aö athuga hvort hún haföi tekið með sér fot eða hvort einhver af ferða- töskunum ykkar væri horfin?“ „Nei,“ svaraði Dennis, og hnykl- aði brýmar, rétt eins og hann væri að reyna að muna nákvæmlega hvað hann hafði gert þegar hann kom heim þennan dag. Svo bætti hann viö: „Nei, ég gáði ekki að þess- um hlutum. Ég taldi augljóst að Rosemary heföi farið tU Southend. Eins og ég er þegar búinn að segja var hún mjög þunglynd vegna bræðramissisins. Nú fór Welby rannsóknardómari að hnykla brýmar. Það var þó fyrst og fremst vegna þess að hann var að láta í ljósi undmn sína yfir þeim svörum sem hann fékk. „Þannig hefurþað alltafverið" Um hríð virti Welby Dennis Winston fyrir sér. Svo spurði hann: „Fannst þér ekkert dularfullt við það hvemig þetta bar aUt að? Þú hafðir verið giftur konunni þinni í eUefu ár en samt segistu ekki þekkja vini hennar. Þá léstu ekki í ljós neina undrun yfir því hvemig hún brást við.“ „Þannig hefur þetta nú aUtaf ver: ið,“ sagði Dennis þá. „Aö vissu leyti lifði hvort okkar sínu lífi.“ „Víkjum að því hvemig þú fannst líkið af konunni þinni," sagði Welby rannsóknardómari þá. „Var það ekki einkennUeg hegðun af þinni hálfu að leita ekki í allri íbúð- inni þegar þú komst heim til að kanna hvort konan þín væri á heimilinu? Húsið er ekki stærra en svo að það megi teljast gerlegt." „Þegar ég horfi til baka til þessa dags,“ svaraði Dennis, „skU ég vel að þaö skuli þykja undarlegt aö ég gerði það ekki. Þú verður hins veg- ar að hafa í huga að ég hafði meira en nóg að gera við að sinna dætrum Rosemary Winston. okkar, auk þess sem ég hafði áhyggjur af því að Rosemary skyldi hafa yfirgefið okkur án þess að segja mér frá því.“ Hann þagnaði nú um stund en bætti svo við: „Auk þess hafði ég áhyggjur af því að hún kynni að hafa farið frá okkur fyrir fuUt og allt.“ Máliðtil lögreglunnar Welby hélt enn áfram að spyija Dennis, eins og skylda hans var, því komast þurfti að því á hvem hátt dauða Rosemary Winston hafði borið að. „Konan þín lá látin í gestaher- berginu í fimm daga áöur en þú fannst hana. Ferðu aldrei um húsið til þess að sjá hvort allir gluggar séu lokaðir. Og hvað með dætur þínar? Fara þær aldrei inn í sum herbergin?" „Nei, ekki inn í gestaherbergið. Konan mín hafði bannaö þeim að gera það. Hún vildi að þar væri allt í röð og reglu ef það skyldu koma vinir sem vUdu gista." Welby hallaði sér nú aftur í stól sínum og sagði með nokkrum kald- hæðnistóni í röddinni: „Mér sýnist þú vera að gefa tíl kynna að þú og konan þín hafið átt sitt hvom vina- hópinn og þú hafir því ekki þekkt neinn af vinum hennar." „Nei, við áttum nokkra sameigin- lega vini. Svo em það auövitað ættingjarnir. Sumt af þessu fólki var stundum hjá okkur um nótt.“ Þótt Dennis Winston hefði svarað öllum spurningum Humphreys Welbys rannsóknardómara þóttu svörin hvorki fuUnægjandi né trú- verðug. Því ákvað dómarinn að senda skýrslu sína til rannsóknar- lögreglunnar með beiðni um að kannað yrði með hvaða hætti svefnlyfin hefðu banað Rosemary Winston. UmsögnWelbys í lok skýrslu sinnar sagði rann- sóknardómarinn: „Ég lít svo á að telja verði afar sérkennilegt að Dennis Winston skuli ekki hafa gert meira en hann geröi tU að komast að því hvað orðiö hefði um konu hans. Honum hefði átt að finnast einkennilegt að hún skyldi hafa farið af heimiUnu án þess að kveðja dætur sínar eða hann. Slíkt heföi átt að kaUa á nákvæma leit að henni í húsinu. Að sjálfsögðu er ekki hægt aö fullyrða að Rosemary Winston hafi ekki framiö sjálfsvíg þar sem tómt glas undan svefntöflum fannst við hlið hennar. Ég get hins vegar ekki vísað frá mér þeirri tilhugsun að einhver annar, til dæmis herra Winston, kunni að hafa tælt hana eða þvingaö tU þess að taka töflum- ar inn, ef til viU í einhverjum bragðmiklum drykk svo að bragðið af þeim fyndist ekki. Mín niðurstaða af þeim viðræö- um sem ég hef átt við herra Wins- ton og þeim spurningum sem ég hef lagt fyrir hann er sú að á það skorti að trúverðug skýring hafi fengist." Niöurstaða lögreglunnar Skýrsla Welbys vakti athygU þeg- ar hún barst rannsóknarlögreglu- mönnunum. Eftir að hafa kynnt sér efni hennar komust þeir að sömu niðurstööu og dómarinn. Var málið því tekið tU rannsóknar frá grunni. Yfirheyrslur yfir Dennis Winston báru hins vegar ekki meiri árangur en í fyrra sinnið. Hann hélt við sitt og varð ekki tvísaga. Þá leiddi rannsókn tæknimanna ekki í ljós neitt það sem taUst gæti vísbending eða sönnun þess að hann hefði vUj- að konu sína feiga og banað henni. Því fór svo að hvorki kom neitt fram né fannst neitt sem gaf tílefni til að málið yrði sent til saksókn- ara. Aldrei var því gefin út ákæra á hendur Dennis Winston. Einn rannsóknarlögreglufulltrú- anna, sem kom að málinu, sagði við fréttamenn eftir að starfi hans var lokið: „Venjulega gengur mað- ur út frá þvi að hugtakið „hiö full- komna morð“ eigi ekki við rök að styðjast. Nú verð ég hins vegar að viðurkenna aö ég er ekki viss um að sú skoðun sé rétt. Ég get ekki fullyrt að Rosemary Winston hafi ekki verið myrt án þess að hægt sé að sýna fram á að um morð hafi verið að ræða. Við getum hins veg- ar ekki sannað að hún hafi verið ráðin af dögum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.