Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Side 52
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN; Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL 6-SLAUGAROAGS- OG MÁNUOAGSMOFIGNA Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995. Siglufj arðarmálið: Yfirlögreglu- þjónn krefst á annan tug milljóna „Viö erum í sambandi við ríkislög- mann og menn eru reiðubúnir að ræða þessi mál. Það verður tekið upp í næstu viku. Ég mun láta reikna nákvæmlega út hvert tjónið kunni að vera miðaö við að Gunnar hefði gegnt yfirlögregluþjónsstarfmu áfram við eðlilegar aðstæður. Það leikur enginn vafi á að ef ekki næst viðunandi samkomulag um bótarétt verður að leita til dómstóla. Ég geri mér góðar vonir um að ráðuneytið taki vel í að leysa þessa hluti,“ sagði ' Jónatan Sveinsson, lögmaður Gunn- ars Guðmundssonar, fyrrverandi yf- irlögregluþjóns á Siglufirði, við DV. Hæstiréttur sýknaði Gunnar af ákæru ríkissaksóknara um aðild að svokölluðu hestakerrumáli. Jónatan mun fyrir hönd skjólstæð- ings síns krefjast hárra bóta vegna röskunar á högum og miska Gunnars vegna sakamálsins. Miðað við að Gunnar stóð á fimmtugu þegar hon- um var vikið úr starfi og reiknað er með að hann hefði gegnt starfi sínu -sem yfirlögregluþjónn til 67 ára ald- urs má búast við að kröfurnar verði á annan tug milljóna króna. Gunnari var vikið úr starfi í október 1993 en rannsókn hófst í maí sama ár. „Það eykur á hans hremmingar að honum var vikið frá starfi til fulln- ustu undir rannsókn og áður en ákæra var gefin út,“ sagði Jónatan. Auk krafna vegna skertra launa sagði Jónatan að allt málið heföi mjög raskað stöðu Gunnars og mannorði. Vegna þess yrði miska- bóta einnig krafist. Jónatan sagði ef menn muni ganga til samkomulags við ríkið um bætur sé vel hægt að hugsasérmillilendingu. -Ótt 1 CE2I33ÍII I -Broqk ■ (rompton RAFMÓTORAR Vóulsen SuAuriandsbraut 10. S. 686489. LOKI Þetta hafa þá verið sterahundar! Sonur fékk foreldra sína til að flytja rriikið af sterum til landsins: 27 þúsund steratöflur faldar í leikföngum - ijórða stóra steramálið - enn hefur ekki verið dæmt í neinu þeirra Fíkniefnadeild Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli lagði hald á 27 þúsund steratöflur og um 70 amp- úlur með sterum í í fyrradag. Ster- arnir fundust í farangri rétt rúm- lega fimmtugra hjóna og tæplega sextugrar vinkonu þeirra en þau voru að koma frá Bangkok gegnum Kaupmannahöfn. Samkvæmt upplýsingum Þor- steins Haraldssonar, tollfulltrúa fíkniefnadeildar Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, voru efnin mjög vel falin. „Hvert og eitt þeirra var með í farangri sínum leikfang sem er eins konar loðinn tuskuhundur og krakkar nota til að hrjúfra sig upp að. Að öllu jöfnu eru þeir fylltir með bómull en í stað hennar voru hundarnir fylltir með steratöfl- um,“ segir Þorsteinn. Þá var amp- úlunum haganlega komið fyrir í kassa sem í voru barnafot. Máhð var sent fíkniefnadeild lög- reglunnar til rannsóknar og hand- tók hún son hjónanna. Hann er á þrítugsaldri og viöurkenndi viö yf- irheyrslur að hafa fjármagnað inn- kaupin og fengið foreldra sína og vinkonu þeirra til að flytja sterana til landsins. Allt fólkið hefur verið yfirheyrt og því sleppt. Rannsóknarlögregla ríkisins á að fara með rannsókn steramála sem upp koma hér á landi. Að sögn Kristjáns Inga Kristjánssonar, lög- reglufulltrúa í flkniefnadeild, er það umhugsunarefni hvort ekki sé ástæða til að færa mál af þessu tagi undir fíkniefnadeild lögreglu og taka steramál sömu tökum og Ómar Smári Ármannsson, yfirmaður forvarnadeildar lögreglunnar, við sterana sem hald var lagt á. Þeim var haganlega komið fyrir inni í barnaleikföngum þannig að erfitt var aö finna þá. Hér er um að ræða næststærsta steramál sem upp hefur komið hér á landi. DV-mynd Brynjar Gauti fíkniefnamál. Segir hann jafnframt að farið sé að bera á því að sterar flnnist við húsleitir fíkniefnadeild- ar í borginni. Samtals komu þrjú steramál upp á Keflavíkurflugvelli á seinasta ári og var eitt þeirra stærra en þaö mál sem hér er fjallað um. Samtals var lagt hald á rúmlega 44 þúsund steratöflur í þeim málum og rúm- lega 8 þúsund ampúlur. Ákæra hefur verið gefin út í einu málanna en ekki hefur tekist að birta við- komandi hana þar sem hann er staddur í Taílandi. Hinum málun- um tveimur var vísað aftur til RLR frá saksóknara. „Umfang þeirra mála sem upp hafa komið á Keflavíkurflugvelli benda til þess að þetta sé vandamál og neysla á sterum hér á landi gríö- arlega mikil. Það sem tekst að leggja hald á er einungis hluti þess sem flutt er inn og tölurnar gefa til kynna að herða þarf mjög það eftir- lit sem nú er til að stemma stigu viö þessu. Dómskerfið og lögregla þurfa jafnframt að auka skilvirkni í þessum málum og það þarf að gefa út refsirammann með dómi, sem nauðsynlegt er fyrir okkur að starfaeftir,“segirÞorsteinn. -pp íslenski listinn í laugardagsblaði Þær breytingar verða nú að ís- lenski listinn, þar sem kynnt eru 40 vinsælustu dægurlögin á landinu, verður eftirleiðis birtur í DV á laug- ardögum í stað fimmtudaga. Fyrir utan listann verður tónlistar- tengt efni á opnu, ýmsar stuttar frétt- ir, tónlistargetraun, nafn vikunnar og vinsælustu plötur á íslandi, Lon- don og New York. - sjá bls. 16-17 Veðrið á sunnudag og mánudag: Snjókoma og éljagangur Á morgun verður austan- og norðaustanátt, él um landið norðanvert en úrkomulítið syðra. Frost 5-16 stig. Á mánudaginn verður hvöss norðaustanátt. Snjókoma eða él austanlands, éljagangur norðanlands en að mestu þurrt suövestan til. Frost 1-10 stig. Veðrið 1 dag er á bls. 53

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.