Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Page 29
LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 37 Elísabet Davíðsdóttir, Fordstúlkan 1994: ; Ætlar að starfa í Þýskalandi „Mig langar helst til aö starfa í Þýskalandi og býst við aö ég fari þangað fljótlega," segir Elísabet Dav- íösdóttir, Fordstúlkan 1994, í samtali við DV. Elísabet hefur veriö á samn- ingi hjá Ford Models í París en um- boðsskrifstofan vildi aö hún færi til Mílanó til starfa. „Ég held aö Mílanó henti mér ekki strax, aö minnsta kosti vil ég fyrst fara til Þýska- á lands,“ sagði Elísabet. " Hún hefur stundaö nám í mennta- skólanum við Hamrahlíð í haust og á byrjaöi námið eftir áramótin líka * meðan hún er aö ákveöa sig með áframhaldið. Elísabet hefur hug á að a starfa við fyrirsætustörf enda hefur y hún náð að komast á samning sem flestar ungar stúlkur dreymir um. Elísabet fór sl. sumar til Hawaii þar sem hún tók þátt í keppninni Super- model of the World. Stúlkur frá 33 löndum tóku þátt í keppninni sem fram fór á glæsieyjunni Maui og þær gistu á lúxushótelinu Grand Wailea. „Þaö var æðislegt ævintýri að fá að vera þarna,“ segir Elísabet sem á góðar minningar frá þessari skemmtilegu ferð. Danska tímaritið Alt for damerne sendi blaðamann og ljósmyndara með danska keppandanum, Evu Moos. Eva og Elísabet voru saman í herbergi sem var heppilegt fyrir okk- Iar stúlku því hún talar dönsku eins og innfædd eftir að hafa búið þar um margra ára skeið. Alt for damerne Ihefur birt frá þessari ferð í tveimur tölublöðum og bæði gert keppninni og hótelinu, sem fékk heila grein um Isig, skil. Sagt er að kvikmyndastjörnurnar Sharon Stone og Geena Davis séu meðal þeirra Hollywood-stjarna sem hafa dvalið á eyjunni Maui. Á hótel- inu The Grand Wailea geta gestir upplifað allan þann lúxus sem til er. Á hótehnu er hægt að fara í alls kyns nudd og böð og starfsfólkið stjanar við gestina. Til dæmis er hægt að velja um að fara í fimm jurtaböð sem þykja mikil heilsubót fyrir líkamann. Elísabet prófaði að sjálfsögðu slík heilsuböð. Alt for damerne gerir hót- ehnu mjög góð skil og blaðamaður þess prófaði allan þann lúxus sem í boði var. Hótelið er klætt marmara og mál- ■ verk, sem skreyta salina, eru eftir listamenn eins og Botero, Leger og Picasso. Garðurinn umhverfis hótel- ið er ævintýri líkast með gosbrunn- um, blómagörðum, sundlaugum, fiskitjörnum, brúökaupskapehu og lyktandi trjágróðri. 800 herbergi eru á Grand Wailea, þar af 53 svítur, og verðið fyrir nótt- ina er allt frá 20.000 krónum fyrir tveggja manna herbergi upp í 120 þúsund krónur fyrir tveggja her- bergja svítu. Fyrir þá sem vilja vera á ströndinni er margt í boöi, þar eru vatnsrússíbanar, tennis, seglbretti, golf, vatnaeróbikk og dýfingar, svo að eitthvað sé nefnt. Annað slagið koma þjónar og sprauta köldu vatni yfir strandgesti til að kæla þá örlítið í hitanum. Ekki hefur verið ákveðið hvar Su- permodelkeppnin verður á þessu ári. Elísabet og danska stúlkan Eva Moos sýna létta kjóla á tiskusýningu fyrir utan lúxushótelið Grand Wailea á Hawaii þar sem rika og fræga fólkið kemur og dvelur i frium sínum. Hægt er að velja um fimm heilsuböð á Grand Wailea hótelinu á eynni Maui auk margs konar annarrar lúxus- þjónustu. McDonald's leikurinn er skemmtilegur leikur þar sem þátttakendur eiga þess kost að vinna stjörnumáltíð fyrir tvo á McDonald's. Það eina sem þú þarft að gera er að hringja í síma 99-1750 og svara fimm laufléttum spurningum um veitingahús, skemmtistaði og viðburði helgarinnar. Svörin við spurningunum ;er að finna í blaðaukanum DV-helgin sem fylgir DV á föstudögum. DREGIÐ DAGLEGA ÚR POTTINUM! Daglega fró föstudegi til fimmtudags verða fimm heppnir þátttakendur dregnir úr pottinum og hreppa þeir hinir sömu stjömumáltíð fyrir tvo á McDonald's. Allir sem svara öllum fimm spurningunum rétt komast í pottinn. Munið að svörin við spurningunum er að finna í blaðaukanum DV-helgin. Nöfn vinningshafa verða birt í DV-helgin í vikunni á eftir. Suöurlandsbraut 56. Sími 581-1414 Opið daglega frá 10-23.00 <J> CT) OO co CL) xO <C MYNDBANDAGETRAUN BONUSVIDEO 9 9*17*50 Myndbandagetraun Bónusvídeós er skemmtilegur leikur þar sem þátttakendur eiga þess kost aö vinna gjafakort meö úttekt á þrem myndbandsspólum frá nýrri og stórglæsilegri myndbandaleigu Bónusvídeós aö Nýbýlavegi 16. Það eina sem þarf aö gera er að hringja í síma 99-1750 og svara fimm laufléttum spurningum um myndbönd. Svörin viö spurningunum er aö finna í blaðauka DV um dagskrá, myndbönd og kvikmyndir sem fylgir DV á fimmtudögum. Dregið daglega úr pottinum! Daglega frá fimmtudegi til miövikudags verða nöfn þriggja heppinna þátttakenda dregin úr pottinum og hreppa þeir hinir sömu gjafakort frá Bónusvídeói. Allir sem svara öllum fimm spurningunum rétt komast í pottinn. Muniö aö svörin við spurningunum er aö finna í myndbandaumfjöllun DV á fimmtudögum. Nöfn vinningshafa verða birt í blaöauka DV um dagskrá, myndbönd og kvikmyndir f vikunni á eftir. BONUSVIDEO Nýbýlavegi 16. Sími 564-4733 Opiö vlrka daga frá 10 - 23.30. Laugard. og sunnud. frá 12 - 23.30 %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.