Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Page 30
38 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 Sviðsljós Katy Kass gerir það gott sem tískuhönnuður. Katy fjögurra ára í faðmi móður sinnar, Joan Collins. Dóttir Joan Collins: Ölst upp í fata- skáp móðurinnar „Eg ólst upp í fataskápnum hennar mömmu. Ég eyddi miklum tíma þar því ég hafði ákaflega gaman af því að prófa fotin hennar og háhæluðu skóna. Fataskápurinn hennar var fullur af fallegum fötum úr silki, sat- íni og öðrum glæsilegum efnum. í skápnum var líka alls kyns skraut. Líklega vaknaði áhugi minn á tísku- hönnun þegar ég var barn.“ Þetta segir Katy Kass, 22 ára dóttir kvik- myndastjörnunnar frægu, Joan Coll- ins, og Rons Kass. Skömmu fyrir jól var fatnaöur hannaður af Katy á sýningu í Lon- don. Þar sáust frægar manneskjur eins og Shirley Bassey, Anneka Rice, Joanna Lumley og svo auðvitað Joan Collins. Þegar Katy var átta ára varð hún fyrir bíl og meiddist alvarlega á höfði. Hún var meðvitundarlaus í 38 daga. Katy segir aö hún muni eigin- lega ekkert frá tímanum fyrir slysið. Fyrir íjórum árum flutti hún frá Los Angeles til Evrópu og kveðst ánægð með þá ákvörðun. Hún segir Holly- wood ákaflega flatneskjulega. Síðustu flmm árin hefur Katy verið með Jeff Stewart sem er 35 ára og þar með tveimur árum eldri en nýj- asti kærasti móður hennar, lista- verkasalinn Robin Hurlstone. Katy starfar nú með Maryam Owji, hönnuði sem hefur unnið fyrir Joan Collins og fleiri aðrar þekktar stjörn- ur. Þær sjá sjálfar um alla vinnuna. Að sögn Katy hafði móðir hennar áhyggjur af því hvað það tók dóttur- ina langan tíma að finna út hvað hún vildi leggja fyrir sig. „En sem betur fer er ég komin á rétta hillu og ég er viss um að mamma samgleðst mér.“ Brad Pitt: Skapaður fyrir kvikmyndir Það hefur verið sagt um Brad Pitt, sem leikur á móti Tom Cruise í Við- tali við vampíru, að hann hafi svo mikla útgeislun að hann sé beinlínis skapaður fyrir kvikmyndir. Sjálfur segir hann aö kvikmyndir séu flókn- ar og að fólk geti ekki ímyndað sér hvað þurfi til að gera góða kvik- mynd. Það sé miklu erfiðara en menn haldi að láta hlutina lita eðlilega út. Brad kveðst jafnframt feginn þegar tökum er lokið svo að hann geti orð- ið hann sjálfur aftur. Á yngri árum nam Brad, sem nú Brad með tékkneskri vinkonu sinni. er 31 árs, fjölmiðlafræði með áherslu á auglýsingar. Hann komst hins veg- ar að því að þetta vildi hann ekki sýsla með í framtíðinni og hélt til Los Angeles. Hann segir þó háskólaárin hafa veriö góðan tíma og að hann hafi í raun lært meira af því að standa á eigin fótum heldur en af bókunum. í Los Angeles fékkst hann viö ýmis störf áður en hann fékk hlutverk í sjónvarpsmynd sem Juliette Lewis lék einnig í. Hún var þá sextán ára. Þau fóru að búa saman en skildu eftir þrjú ár. „Ég elska enn þessa konu,“ sagði Brad nýlega í viötali í tímariti. „Hún er snillingur og við áttum góðar stundir saman. Þetta var eitt besta samband sem ég hef verið í. En ástin sigrar ekki alit, eins og manni var kennt í gamla daga.“ Núverandi kærasta Brads Pitts er tékknesk og heitir Jitka Pohlodek. Hún er dökkhærð og fíngerð og þyk- ir ákaflega falleg. Þeir sem sáu þau við frumsýningu myndarinnar Leg- ends of the fall, þar sem Brad leikur aðalhlutverkið, sögðu þau hafa ljóm- aö af ást. í næstu mynd sinni leikur Brad lögreglumann sem eltist vdð íjölda- morðingja og bíða margir spenntir eftir að sjá hann í allt öðruvísi hlut- verki en venjulega. Brad Pitt er ein skærasta Hollywoodstjarnan í dag. Ólyginn sagði... að kvikmyndaleikkonan Glenn Close hefði lýst því yfir að hnifurinn sem hún réðst með á Michael Dougias í kvikmynd- inni Fatal Attraction héngi á eld- húsveggnum heima hjá sér. „Það minnir fólk á hver býr hér,“ á Glenn að hafa sagt. ... að Michael Keaton væri nið- urbrotinn eftir að kærastan hans, Courteney Cox, hefði ttutt frá honum. Hann hefði reynt að fá hana til að kvænast sér og stotna fjölskyldu en á þvi hefðl hún ekki áhuga. ... að Tom Cruise, sem nú er í sviðsljósinu vegna leiks sins i kvikmyndinni Viðtal við vampíru, hefði veríð viiltur á yngri árum. Hann á meðal annars að hata stolið bil og verið elskhugi Cher sem er sögð 16 árum eldri en hann. Núna ku Tom tifa dyggð- ugu lífi en hafa áhyggjur af heils- unni. Hann fer til læknis á hálfs mánaðar fresti. ... að Farraw Fawcett og Ryan O'Neal væru skilin eftir 12 ára sambúð. Farrah, sem er 47 ára, er búin að finna nýjan, leikarann Sean Orr frá Kanada, sem er næstum tutfugu árum yngri en hún. Þegar Farrah hitti Sean varð henni Ijóst að hjónabandið með Ryan væri búið að vera. ... að Kevin Bacon, sem leikur í River Wild með Meryl Streep, væri orðinn hundleiður á brönd- urum um egg og beikon en hann fékk að heyra marga þess háttar meðan á tökum fyrmefndrar myndar stóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.