Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 13. FEBRtJAR 1995 Fréttir Sextán ára piltur stunginn með hníf 1 miðbænum - hringt á hjálp á skyndibitastað: Þakkaði starfsfólki fyrir sig á börunum - árásarmaðurinn, sem er síbrotamaður, var á skilorði og var sendur í afþlánun „Viö vorum eitthvað að rífast og ákváðum að fara út að slást. Þegar við vorum komnir út tekur hann upp dálk og stingur mig. Við vorum ekki einu sinni byijaðir að slást,“ segir Kristján Bragi Valsson, 16 ára piltur, sem var stunginn í síöuna í Hafnar- stræti aðfaranótt laugardags. Kristján Bragi hafði verið að skemmta sér með félaga sínum um kvöldið og ákvað að bregða sér niður í bæ eftir að skemmtistaönum var lokað. Þar hitti hann kmmingja sinn og varð þeim sundurorða með fyrr- greindum afleiðingum. Pilturinn, sem réðst á Kristján Braga, er 17 ára og hefur margoft komið við sögu lög- reglu á undanfórnum árum. Hann hefur hlotið dóma fyrir innbrot, skjalafals og líkamsárásir og var á skilorði þegar þetta afbrot var fram- ið. Rannsóknarlögreglan handtók hann á heimili sínu morguninn eftir. Hann viðurkenndi við yfirheyrslur verknaðinn og var krafist 45 daga gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir hon- um en héraðsdómur hafnaði því. Hann var hins vegar á skilorði og átti eftir óafplánaðan dóm sem hann hefur aflplánun á nú. Eftir aö Kristján Bragi var stung- inn fór hann inn á skyndibitastað í nágrenninu og hringdi starfsfólk þar eftir hjálp. Mikið blæddi úr sárinu og aðstoðaði starfsfólk piltinn við að stööva blæðingar þar til sjúkrabíll kom, meðal annars með því að halda svuntum að sárinu. Segja þau Kristj- án Braga hafa þakkað fyrir sig þegar hann var borinn á sjúkrabörum út í sjúkrabíl. Kristján Bragi segist ekki muna neitt eftir sér eftir að hann var stung- inn en hann á von á því aö komast heim til sín á morgun. Hann var á gjörgæslu þar til í gær en engin líf- færi í honum skemmdust við hnífs- lagið. -pp Kennaradeilan: Ekkert -nýrfundurídag Ekki þokaöist í átt að sam- komulagi á samningafundi kenn- ara og samninganefndar ríkisins sem lauk undir kvöld í gær. Hvor- ugur deíluaöila gaf eftir og boöaði sáttasenyari til nýs fundar sem hefjast átti nú í morgun. Boðað verkfall kennara skellur á næst- komandi fóstudag. í gær var tilboð ríkisins frá því á laugardag til umræðu en kenn- arar hvikuðu hvergi frá upphaf- legum kröfum sínum frá því í jan- úar. Talsmenn samninganefndar ríkisins telja kröfur kennara þýða allt að 50 prósenta hækkun launakostnaðar í skólunum. Kennarar haía krafist viðræðna um grunnkaupshækkanir en þær hafa enn ekki átt sér staö. Guðrún Ebba Ólafadóttir, vara- formaður Kennarafélags Reykja- vfkur, og Þorsteínn Geirsson, formaður samninganefndar rík- isins, ræða málín við kafflvéllna i gær. DV-mynd JAK Smyglí Lögreglumenn á Sauðárkróki, ásamt svarta gengi Tollgæslu ís- lands, upplýstu á laugardag smygl um borð í togaranum Skagfirðingi frá Sauðárkróki. Átta skipveríar á togaranum viðurkenndu aö eiga 330 lítra af áfengi og 4800 vindlinga sem fundust í lestum skipsins. Skipið var aö koma úr söluferð i Þýska- landiþegarsmygliðfannst. -pp Vatnslekií ’ppuKJtiKi 1* M*/CS P'-AÍA/iT Æfa «l?í & tíí '.Y/JÉ Menn létu kuldann ekki á sig fá og biðu i alla nótt eftir ódýrri utanlandsferð. DV-mynd Sveinn Snör viöbrögð þegar utanlandsferðir voru boðnar á 7.900 krónur: Stóðu í biðröð í alla nótt „Ég kom hingað á skrifstofuna um tvöleytið í dag og fékk upplýsingar. Síðan fór ég heim til að ræða við kon- una. Eftir það var ákveðiö að ég kæmi hingað og biði þar til skrifstofan opn- aði í fyrramáliö. Ég ætla að fá viku- ferð til Benidorm fyrir mig og fiöl- skylduna en viö erum fjögur og borg- um samtals 31.600 krónur. Með þessu spara ég umtalsverðar fjárhæðir og því vel þess viröi að bíða héma í 14 klukkutíma," sagði Richard Svendsen við DV þar sem hann sat utan við dymar að söluskrifstofu Samm- vinnuferða-Landsýnar í gærkvöldi. Richard sat fremstur í um tuttugu manna biðröð sem myndast hafði utan við söluskrifstofuna um sjöleyt- ið í gærkvöldi. Biöröðin varð tíi eftir að ferðaskrifstofan hafði auglýst 155 utaniandsferðir á 7.900 krónur fyrir manninn, þar af 15 ferðir til Beni- dorm með gistingu í viku á háanna- tímanum í sumar. Fólkið í biðröðinni var flest ungt að aldri og vel dúðað enda fremur svalt. Var létt yfir mannskapnum og allir staðráðnir í að bíöa til morguns. Sumir áttu reyndar von á að verða leystir af. Aftar í röðinni héldu menn bókhald yfir sölu ferða. Um sjöleytið var upp- selt til Benidorm og 23 sæti seld til Kaupmannahafnar. Stúlka aftast í röðinni hafði mætt um hálfsjöleytið og ætlaði til Óslóar. Hún hafði verið að undirbúa að spara fyrir ferðinni svo tilboðið gat ekki komið á heppi- legri tíma fyrir hana. Meðan biðraðarfólkið norpaði í svölu kvöldloftinu leið rúnturinn fram hjá. Um leiö og glott var að til- tækinu var ekki alveg laust við að- dáun yfir viljafestunni. Vænar loðnutorfur fundnar: Bræla hamlar veiði Vatn lak á mifii hæöa þegar vatnsrör fór í sundur á þriðju hæð íbúöar iðnnemasetursins aö Bjarnarborg. Slökkviiið var kall- að á staðinn og dældi þaö vatni úr íbúðinni þar sem rörið sprakk. Uro timburhús er að ræða og voru hitablásarar notaðlr til að þurrka vatn sem hafði vætt viði á miÍU hæða. -pp „Það er bara bræla héma, spáin afleit og farið aö reyna mjög á þoUn- mæðina. Við höfum ekkert fengið en ég reikna þó með að við höngum yfir þessu. Loðnan er ekki komin nægi- lega vel upp á landgrunnið, þaö vant- ar herslumuninn. Svo er hann líka svo austlægur og ekkert skjól af landinu. Loðnan þyrfti að fara um 20 mílur vestar og svo þyrfti hann að snúast í norðaustanátt. Þá yrðum við kátir," sagði Viðar Karlsson, skipstjóri á Víkingi AK 100, við DV í gærkvöldi. Víkingur og fjöldi annarra loðnu- skipa lagði úr höfn þegar fréttist að rannsóknarskipið Ámi Friöriksson hefði fundið nokkrar loðnutorfur austur af landinu í gær. Voru torf- umar nær landi en fyrir helgi, um 30-40 sjómílur suðaustur af Hvalbak og sumar vel vænar. Var loðnan á um 25 faðma dýpi og því vel veiðan- leg. Leiðindaveður setti hins vegar strik í reikninginn og er ekki útlit fyrir betra veður í dag. Viðar reiknaði með að fylgja loðn- unni á leiö hennar suður. „Drauma- staðurinn er við Hrollaugseyjar, þar getum við veitt í ansi mismunandi veðram. En þangaö u v enn um 60 mílur.“ „Við vorum eitthvað að rífast og ákváðum að fara út að slást. Þegar við vorum komnir út tekur hann upp dálk og stingur mig. Við vorum ekki einu sinni byrjaðir að slást,“ segir Kristján Bragi. Kristján Bragi hlaut Ijótt sár á síðuna en engin liffæri sködauðust og kemst hann að öllum likindum heim til sín á morgun. DV-mynd JAK „Við höfum verið að ræða ýmis sérmál i starfshópum. En það er ekkert farið að ræða kauptaxta enn þá,“ sagði Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verka- mannasambandsins, við DV í gærkvöldí. Fulltrúar Verkamannasam- bandsins og Vinnuveitendasam- bandsins ræddust við í húsnæði ríkissáttaaemjara allan gærdag og fram á kvöld. Halda átti við- ræðum áfram eftir hádegi í dag. Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ, sagði að þá yröi einnig rætt við önnur landssambönd. Haim sagöi menn nálgast viðræður um kauptaxta. „Eg geri ráð fyrir að sjái menn til lands í rammasamningi við landssamböndin sé áhugi hjá báðum aðilum að eiga viðræður við ríkisvaldið. En þá þurfa menn að sjá til lands nú í vikunni, “ sagði Magnús. Sáttafundir: Stuttar fréttir Lyfjafyrirtækið Delta í Hafnar- firði hefur gerl samning um sölu á hjartalyfi til Þýskalands fyrir meira en 500 milljónir króna á þessu ári. Með samningnum tvö- faldast velta fyrirtækisins. Alþingismenn og embættis- menn, sem veita eiga 90 milljóna króna framlag til uppbyggingar skíðasvæðisins á Ísafírði, hafa ekki séð svissneska skýrslu um verulega snjóflóðahættu þar en bæjarstjóm ísfjarðar lét gera skýrsluna. Funda ekki i Reykjavik Formaður verkalýðsfélagsins á Fáskrúðsfirðí krefst þess að sáttafundir vegna boðaös verk- falls verði á Fáskrúösfirði en ekki í Reykjavík þar sem aðilar máls eigi heima fyrir austan. Ráðstefna um ijarþjónustu, störf fyiir verkkaupa úr fjarlægð með hjálp nýjustu tækni, verður á tveimur stööum samtímis í dag, í Reykjavík og á Akureyri. .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.