Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Qupperneq 19
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 31 Fréttir Skýrr breytt í hlutaf élag? - höfum fengið að fylgjast með hveiju skrefi, segir talsmaður starfsmanna Haukur Pálmason, formaður stjórnar Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar, Skýrr, segir að tillögur stjórnarinnar að stofn- samningi fyrir breytingu á rekstri Skýrr í hlutafélag séu langt komn- ar og verði lagðar fram innan fárra vikna. Tillögumar gangi í meginatrið- um út á að breyta rekstrinum úr sameignarrekstri með ótakmark- aðri ábyrgð eigenda í hlutafélags- form með ábyrgð sem takmörkuð er við hlutafé. Skattbyrði fyrirtæk- isins breytist og ábyrgð eigendanna takmarkist. Stefnt er að því að rekstrarforminu verði breytt á þessu ári. „Við höfum ekki verið með nein- ar hugleiðingar um aö selja hlut borgarinnar í þessu fyrirtæki en ef við eigum áfram helming í þessu fyrirtæki viljum við fá arð í sam- ræmi við það eða minnka hlut borgarinnar í fyrirtækinu. Ríkið notar þjónustuna að 90 prósentum. Við viljum að hagkvæmur rekstur þessa fyrirtækis nýtist ekki bara ríkinu í formi lægri þjónustu- gjalda,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. „Við höfum fengið að fylgjast með hverju skrefi í þessu máli. Við er- um ekki hrædd við þessar breyt- ingar í sjálfu sér, auðvitað erum við.varkár en ekki hrædd. Þessár breytingar eru í lagi svo framarlega sem það nást samningar um að starfsmannamálin séu í góðu lagi,“ segir Garðar Hilmarsson, formað- ur Starfsmannafélags Skýrr, SSRR. Eldur í verbúð Eldur kom upp í risíbúð í verbúð Soffaniasar Cecilssonar hf. hér í Grundarfirói. Um er að ræða gam- alt hús og gekk greiðlega að ráða að niðurlögum eldsins. Reyndar voru það vaskir lögreglumenn sem fyrstir komu á vettvang og slökktu eldinn. Slökkviliðið sá svo um af- ganginn. Á myndinni er verið að reykhreinsa ibúðina eftir brunann. DV-mynd Ingibjörg T. Pálsdóttir, Grundarfirði Sólarkaffiog3ja stjörnu koníak Regina Thorarensen, DV, Selfossi; Ég átti nýlega tal við séra Jón ísleifsson, sóknarprest í Ámesi á Ströndum. Þar er nú geysilega mikill snjór, einkum við hús Kaupfélags Norðurfjarðar sáluga. Illmögulegt aö sækja nokkurn mat í Norðurfjörð en Kaupfélag Hólmavíkur rekur nú verslun í gamla kaupfélagshúsinu. Rafmagnið er skammtað í Árnes- hreppi og hefur verið síðan óhappið varð við Þverárvirkjun á dögunum. SólarkafFi var dmkkið 28. janúar því sólin sást ekki fyrr vegna dimm- viðris. í venjulegu árferði sést sólin í Árneshreppi fyrst 14. janúar. Ár- neshreppsbúar halda þeim góða sið að drekka sólarkafíi eða súkkulaði með þriggja stjömu koníaki. Bláalónið: Útlendingar 90%ijanúar Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Þrátt fyrir rysjótt veður hefur aðsókn verið mjög góð í Bláa lónið. Vel hefur til tekist að stjórna hitan- um og þrátt fyrir rok og kulda hefur hitinn í lóninu verið mjög notaleg- ur,“ sagði Kristinn Benediktsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Bláa lónsins, í samtali við DV. Góð aðsókn var í lónið í janúar - rúmlega 3000 manns. Það er svipaður fjöldi og í fyrra en fyrir þremur ámm komu um 1000 manns í lónið í jan- úar. Uppbyggingarstarfiö skilar góð- um árangri. Útlendingar eru fjölmennir í lón- inu, 90% þeirra sem þar komu í jan- úar, en það þykir líka gott að fá 300 íslendinga á þessum árstíma. STÓRÚTSALA Á NOTUÐUM BÍLUM Það dugar ekkert hangs á útsölunni hjá Jöfri því hún stendur aðeins yfir í stuttan tíma. ÞÚ KAUPIR NOTAÐAN BÍL FRÁ JÖFRI OG FÆRÐ í KAUPBÆTI: 4 snjódekk. Ábyrgðartryggingu í 6 mánuði. Jöfursábyrgð í 6 mánuði. OG ÞÚ GETUR GREITT PAKKANN: • Á þremur árum (36 mánuðum) með fyrstu greiðslu í maí. • Með EURO-raðgreiðslum í 36 mánuði. • Með VISA raðgreiðslum í 18 eða 24 mánuði. Eða fengið staðgreiðsluafslátt, allt að 250.000 kr. F NOTAÐIR BÍLAR Skeljabrekka 4 Simi: 64 26 10, 4 26 00 Opnunartimi: mán.-fös. 9-18, lau. 12-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.