Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 Hringiðan Rithöfundarnir Vigdís Grímsdóttir og Silja Aðalsteinsdóttir fögnuðu því um helgina að þær hlutu ís- lensku bókmenntaverðlaunin að þessu sinni. Þær stöllur voru aö sjálfsögðu ánægðar með þann heið- ur sem þeim var sýndur og héldu veislu á laugardagskvöldið til aö fagna þessum merka áfanga. Hljómsveitin Stjórnin lék fyrir dansi á Hótel íslandi þegar hinn árlegi Valentínusardansleikur Bylgjunnar var haldinn á föstudag- inn. Sigríður Beinteinsdóttir söng- kona fór á kostum eins og vanalega og söng ljúf ástarlög fyrir gesti en fyrir þá sem ekki vita er Valentín- usardagur haldin hátíðlega víða um lönd í nafni ástarinnar. brother. Merkivélarnar Verð frá kr. 13.995 I Nýbýlaveqi 28 - sími 44443. Leikritið Gauragangur hefur um þessar mundir verið sýnt í 1 ár og héldu aðstandendur leikritsins litla afmæl- isveislu í tilefni af því. Verkið hefur verið mjög vel sótt af fólki á öllum aldri og hefur fengið góða dóma frá almenningi. Leikritið er eftir Ólaf Hauk Símonarson en ÞórhaUur Sigurðsson leikstýrir. Það voru margir munn- ar sem blésu á 1 árs afmæUskertið sl. laugardag þegar ljósmyndari DV kom þar við. Framsóknarmenn í Reykjaneskjördæmi opnuðu aðal- kosningaskrifstofu sína laugardagjnn 4. febrúar. Á þriðja hundrað manns sóttu opnunarhátíðina og er þessi mynd tekin við það tækifæri. Á henni eru: Arin- björn Vilhjálmsson kosningastjóri, Björgvin Njáll Ing- ólfsson 5. sæti, Siv Friðleifsdóttir 1. sæti, Hjálmar Árna- son 2. sæti, Drífa Sigfúsdóttir 3. sæti, Sigurbjörg Björg- vinsdóttir 6. sæti og Unnur Stefánsdóttir 4. sæti. Danski myndlistarmaðurinn Svend Wiig Hansen opn- aði sýningu á verkum sínum í Norræna húsinu á laug- ardagjnn, í tilefni af norrænni menningarhátíð sem hófst um helgina. Listamaðurinn sjálfur var viðstddur opnunina og hér sést hann, milh Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra og Ólafar Pálsdóttur mynd- höggvara í Norræna húsinu. | 1 NUPO LÉTT Starfsmannafélag Kópavogsbæjar hélt árshátíð sína á laugardaginn í Súlnasal Hótel Sögu. Þessi fríði hópur er starfsfólk af leikskólanum Kópahvoli og heita þau, Jóna Þóra Jensdóttir, Ari Þorgeir Steinarsson, Erna Rán Arndisardóttir, Ingvar Stefánsson, Birna Hösk- uldsdóttir, Halldóra Reykdal, Höskuldur Arason og Dagbjört Arnardóttir. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, vigði um helg- ina íimm djákna og einn prest til þjónustu í íslensku þjóðkirkjunni. Þetta er í fyrsta skipjj sem djáknar sem numið hafa við Háskóla íslands eru vigðir til þjónustu í kirkjunni, en djáknanám hófst þar haustið 1993. Þeir djáknar sem vígðust eru: Brynhildur Ósk Sigurðar- dóttir, Kristín Bögeskov, Rósa Kristjánsdóttir, Sigrið- ur Valdimarsdóttir og Valgerður Valgarðsdóttir. Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið hefur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum. ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 12 00 > BEINN SÍMI: 553 12 36 Frá 588.000 kr. 148.000,-kr. út og\| 14.799,- kr. í 36 mánuði. 588. Þorrablót í hinum ýmsu myndum hafa einkennt skemmtanalíf íslendinga undanfarinn mánuð, bæði meðal starfsmannafélaga, fyrirtækja, fjöl- skyldna og vinahópa. Þessir hressu drengir hafa haldið hópinn í mörg ár og haldið þorrablót saman ásamt eiginkonum sínum sl. tíu ár. Þeir létu sig ekki muna um að skemmta eiginkonum sínum og skelltu upp tískusýningu sem þær munu eflaust seint gleyma. Nokkrir ungir og efnilegir lista- menn komu fram í Kolaportinu um helgina þegar þar var haldin stór- sýningin „Bömin og framtíðin". Fjöldi fyrirtækja, stofnana og fé- lagasamtaka kynnti starfsemi sína sem tengist börnum og unglingum á einhvern hátt, auk þess sem hin ýmsu óvæntu skemmtiartiði skutu upp kollinum eins og t.d. þessi unga dama sem söng listilega fyrir gesti Kolaportsins. Hún heitir Rakel og varð í öðru sæti í karaokekeppni félagsmiöstööva nú fyrir stuttu þegar hún söng lagið Wind Beneth My Wings. Þessir strákar voru einbeittir á svip á laugardaginn enda þáttakendur í svokölluðum Listbúðum sem starf- ræktar voru fyrir börn í Menning- armiðstöðinni Gerðubergi um helgina. Hópur barna vann saman að skapandi verkefnum undir stjórn listamanna, auk þess sem þau borðuðu saman hollan mat, fóru í gönguferðir, leiki og fleira skemmtilegt. Siðastliðinn laugardag opnaði Berglind Sigurðardóttir sýningu í Gallerí Greip, sem ber yfirskriftina „Myndir af augnablikum". Þetta er þriðja einkasýning Berglindar og eru verkin að þessu sinni öU unnin með olíu- og pastellitum. Á myndinni er Berglind ásamt eigin- manni sínum Gunnari L. Friðriks- syni. Landssamtökin Heimili og skóli stóðu fyrir stórsýningu í Kolaport- inu um helgina þar sem 40 fyrir- tæki, stofnanir og félagasamtök sýndu áhugaverða og fróðlega hluti sem tengjast umhverfi barna og unglinga. Landssamband vistfor- eldra í sveitum kynnti m.a. starf- semi sína og eins og sést á mynd- inni drógu lifandi ungar yngstu kynslóðina óneitanlega vel að.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.