Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995
Uflönd__________________
Mús kveikti
í 193 húsum
Víetnömsk mús ber ábyrgð á
eldí sem varð 13 mánaða bami
að bana og lagði mestan hluta
þorps í rúst sl. laugardag. Músin
velti olíulampa um koll í mann-
lausu húsi og eldurinn breiddist
hratt út og eyðilagði 193 stráþaka-
hús og varð til þess að 880 manns
urðu heimilislausir.
Reuter
TILBOÐ
BARNA-
KULDASKÓR
PÓIZÐAIi
ot^ pjonuitcv
KIRKJUSTRÆTI8
S I M I 1 4 1 B 1
ecco
Laugavegi 41,
sími13570
Verð
kr. 2.715
Teg. 9010
Með rennilás
Litur: svart leður
Stærðir: 28-36
Með rennilás
Litur: brúnt leður
Stærðir: 28-36
Verð
kr. 2.130
Teg. 5064
Litur: brúnt leður
Stærðir: 28-36
Teg. 5062
Litur: brúnt leður
Stærðir: 28-36
Verð
kr. 2.465
DV
Hákon krónprins af Noregi kemur verðandi þegnum sínum á óvart:
Lokaði sig inni í tvo
daga með fyrirsætu
- skötuhjúin voru að sögn viðstaddra sæl að sjá þegar þau komu út
Gísli Kristjánsson, DV, Ósló:
Hvað gerir prinsinn í tvo sólar-
hringa innilokaður í íbúð með
kunnri fyrirsætu? Þaö er spumingin.
Flestir Norðmenn kunna að leggja
saman tvo og tvo og þeir velta því nú
í alvöru fyrir sér hvort hin íðilfagra
fyrirsæta Caterine Knudsen verði
næsta Noregsdrottning.
Hákon krónprins af Noregi hélt um
helgina til Björgvinjar í þeim tilgangi
að sitja samkvæmi yfirmanna í flug-,
flota- og landher Noregs. Hann sást
ekki í veislunni en athugulir blaða-
menn sáu þegar hann gekk til íbúðar
Hákon er nú orðinn 23 ára gamall.
Þegar þessi mynd var tekin eyddi
hann helgunum við knattspyrnuiðk-
un og þekkti engar fyrirsætur.
sinnar í höUinni á Gamla haugi þar
í bæ í fylgd með áðurnefndri Caterine
Knudsen.
Þegar í stað settust fregnritarar um
höllina og biðu þess að skötuhjúin
kæmu út. Þeir máttu bíða í tvo sólar-
hringa í kulda og trekki. Þá birtust
skyndilega lífverðir prinsins og tóku
út tvær leðurtöskur um aðaldyr hall-
arinnar. Þeir óku síðan aö bakdyrun-
um og þar skutust títtnefnd Caterine
Knudsen og Hákon krónprins út í
Nissan bifreið lífvaröanna. Aö sögn
viöstaddra voru þau vel á sig komin.
Björgvinjarferð Hákonar krón-
prins hefur snortið marga Norð-
menn. Vilja menn nú vita fyrir víst
hvort þessi Caterine Knudsen verði
næsta Noregsdrottning. Vitað er að
vingott hefur verið með henni og
prinsinum um nokkurt skeið en nú
bendir flest til að allmikil alvara fylgi
vinskapnum.
Þaö eina sem stendur í vegi fyrir
að krúnudjásn drottninga verði mát-
að á höfði stúlkunnar er að því var
stolið í Lundúnum í síðustu viku.
Eftirgrennslanir lögreglu í Lundún-
um og Noregi eftir skartgripnum
hafa engan árangur borið.
Þessi götubörn bíða eftir ölmusu úti á miðri götu i Ho Chi Minh borg í Víetnam, en borgin er miöstöð viðskipta
í landinu. Talið er að um 50 þúsund börn búi á götum úti í borginni og haldi í sér lifi með betli. Simamynd Reuter
Komabamiö, sem stolið var af spítala í Wales, fundið:
Fertug kona smyglaði
barninu út í handtösku
-fjórða bamsránið af breskum spítala á nokkrum árum
39 ára gömul kona hefur veriö
ákærð fyrir rán á fjögurra daga
gömlu barni, Lydiu Owens, af fæð-
ingardeild í bæ einum í Norður-
Wales um helgina.
Lydiu litlu var rænt af fæðingar-
deildinni á Glan Clwyd spítalanum í
Bodelwyddan aðfaranótt laugardags-
ins. Hún fannst svo ómeidd og við
bestu heilsu eftir að lögreglan fékk
vísbendingar um hvar hana gæti
verið að fmna. Áður hafði móðir
hennar komiö fram hágrátandi 1
sjónvarpinu og grátbeðið þann sem
rændi baminu að skila því.
Kona sem hafði verið gestkomandi
Foreldrarnir Michael og Chrlstine
Owens fengu barnið sitt aftur i gær
en Lydia litla var týnd í sólarhring.
Simamynd Reuter
á fæðingardeildinni, og meðal annars
beðið móðurina um að sýna sér barn-
ið, er sú sem grunuð er um að hafa
rænt því. Talið er aö konan hafi
smyglað barninu út í tösku sinni.
Lydia litla er flórða ungbamið sem
stoUö er af fæöingardeildum spítala
í Bretlandi á síðustu fimm árum. Öll
hafa fundist aftur ómeidd. í fyrra var
fjögurra klukkustunda gömlu barni
stohð af sjúkrahúsi í Nottingham og
varð það tilefni mikillar og almennr-
ar reiði í landinu og umræðna um
öryggi á sjúkrahúsum. í það skiptið
tók þaö lögregluna 14 daga að finna
bamið. Reuter
Stuttar fréttir
ísraelarframlengja
ísraelar ætla aö framlengja
bann um að Palestínumenn fái
að koma inn í ríkið um eina viku.
Cllnton villfrið
CUnton
Bandaríkjafor-
seti sat í gær
fund með utan-
rikisráðherr-
um ísraela og
arabaríkjanna
og sagöi að
Bandaríkja-
menn myndu gera aUt til að við-
halda friöarsamningi í Miðaust-
urlöndum.
Vopnahlé í hættu
Leyniskyttur særöu sextán ára
pilt og eldri mann í Sarajevó í
gær. Bardagar hafa haldiö áfram
í Biliac og vopnahléið í Bosníu er
í hættu.
YfirgefaSómalíu
Mörg hundruð friðargæsiuleið-
ar SÞ yfirgáfu Mogadishu í Sóm-
aUu í gær eftir aö hafa verið þar
í tvö ár í tilgangsleysi.
Tröðkuðuákertum
SnoðinkoUar í Vín tröðkuðu á
kertum sem kveikt hafði verið á
í minningu sígauna sem nýnas-
istar sprengdu í loft upp í Austur-
ríki í síðustu viku.
Mandela mistókst
NelsonMand-
ela, forseta
Suður-Afríku
og leiötoga
ANC, mistókst
aö fá 11 hátt-
setta kvenkyns
meðlimi ANC
til að hætta við
að
segja sig úr samtökunum í gær.
Konumar hættu vegna óánægju
með Winnie Mandela.
MinnstíDresden
Þess var minnst í Dresden í
Þýskalandi í gær að funmtíu ár
eru liöin frá því breskar og
bandarískar flugsveitir lögðu
borgina í rúst og drápu í það
minnsta 35 þúsund borgara.
Reuter