Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 Saulján ára piltur á skilorði hefur verið sendur í afplánun eftir að hann stakk kunningja sinn, Kristján Braga Valsson, 16 ára, með dálk i síðuna aðfaranótt laugardags. Kristján var fluttur á Borgarspitalann til aðgerðar og var á gjörgæsludeild þar til i gær. - Sjá bls. 2. DV-mynd JAK Karlmaður handtekinn: Hasshundur f ann hass í hundakexi Karlmaður á fimmtugsaldri hefur viðurkennt að eiga 250 grömm af hassi sem fundust í húsi í austur- bænum viö leit fikniefnalögreglu seint í seinustu viku. Maðurinn hef- »«8»..—™ LOKI Var ekki freisting fyrir hundinn að smakka? ur áður komið við sögu lögreglu. Hasshundur var notaður til leitar á heimili mannsins og fannst efnið í sekk fullum af hundakexi. -PP Veðrið á morgun: Hlýnandi veður Á morgun verður vaxandi suð- austanátt með hlýnandi veðri, fyrst suðvestanlands. Fer að rigna sunnan- og suövestanlands þegar kemur fram á daginn en úrkomulítið og vægt frost verður um landið norðanvert. Veðrið í dag er á bls. 44 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ASKRiFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriöjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 63 27 77 Kl. 0-8 WUGARDAGS- OG MÁNUDAGSMORGNA MÁNUDAGUR 13. FEBRUAR 1995 Tvelr unglingspiltar lenda í snjóflóði í Hnífsdal: Flóðið skall á mér og kastaði mér af sleðanum - segir Sæmundur Guðmundsson, annar piltanna „Við heyrðum skruðninga og varð litið upp í fjallið og sáum að það var snjóflóð að falla á okkur. Það kom fljótt aö okkur en við snör- uðumst á sleöana og náðum að setja þá i gang og ákváöum aö koma okkur undan því. Ég gat keyrt af stað og keyrði með hrönglinu, sem fór á undan því niður, en svo skall fióðið á mér af fullum þungá og kastaði mér fram fyrir sleöann. Ég rann fyrir framan sleðann smá- stund en svo fór sleðinn yfir mig. Ég fór aðeins ofan í flóðið en náði aö krafsa mig upp og einhvern veg- inn að hlaupa í flóðinu þegar það byrjaði að hægja á sér, með sleðan- um,“ segir Sæmundur Guömunds- son, 16 ára piltur í Hnífsdal, sem lenti í snjóflóði sem féll úr Hraun- gili fyrir ofan bæinn Hraun i Hnífs- dal síðdegis í gær. Sæmundur var á vélsleða með félaga sínum og jafhaldra, Ólafi Agnarssyni, í Hnífsdal í gær. Þeir höiöu farið upp í Hraungil og stöðv- að sleðana þar til að ákveða hvaða leið fara ætti niður. Þá urðu þeir varir viö flóðiö og Ólafur valiö aðra leið en Sæmundur sem valdi sömu leið ogþeir höfðu farið upp. Flóðíð hreif Olaf með sér og kastaðist hann af sleðanum með þeim aíleið-. ingum aö hann viðbeinsbrotnaði og var hann fiuttur í sjúkraluís á ísafirði. Sleðinn sem hann ók skemmdist verulega. „Ég hélt að Óli heföi komist und- an fióðinu en þegar ég stóð upp og leit upp í gilið sá ég Óla veifa til mín. Hann labbaöi niður til mín og sagöi mér hvað hafði gerst og svo var hann fluttur í sjúkrahúsið. Ég og Ólafur á Hrauni og bróðir Óla, sem lenti í slysinu, fórum siöan og athuguðum með sleðann," segir Sæmundur. Að sögn Ólafs Helga Kjartansson- ar, sýslumanns á ísafirði, var flóðiö 70 til 80 metra breitt neöst. Hann segir að um gamlan snjó hafi verið að ræða, hann hafi verið mjög þétt- ur og flóðið, sem hafi verið allt að 1 metrí að þykkt, hafi runnið í kögglum. Hann hvetur vélsleða- menn til að vera ekki á ferð í fiöll- um fyrir ofan hyggð og jafhframt að gæta varúðar þar sem þeir eru á ferð utan byggðar sem innan. „Maöur hugsaöi bara um að halda mér á floti og komast undan flóðinu meðan maður var í þessu. Síðan hugsöi maður um að halda sieðanum heilum," segir Sæmund- ur sem kenndi verkja í baki og handlegg í gærkvöld en slapp að öðruleytiómeiddur. -pp Sérstætt mál á Raufarhöfn: Lögreglumaður bjargaði konum undan byssumanni - en var síðan sakaður um ölvun í starfi Karlmaður vopnaður byssu ógnaði tveimur konum á Raufarhöfn aðfara- nótt sunnudagsins. Konumar sem urðu að vonum dauðskelkaðar hringdu heim til lögreglumannsins á staðnum, sem var á frívakt, og br'ást hann skjótt við að aöstoða þær. Lög- reglan á Þórshöfn, sem er í um 70 km fiarlægð, kom stuttu síðar til að- stoðar og einnig lögregla frá Húsa- vík. Byssumaðurinn var handtekinn en honum tókst ekki að gera konun- um mein og er mál þeirra upplýst. Hins vegar snerust mál þannig að konumar sem leituðu eftir hjálpinni lögðu fram ásökun þar sem þær töldu lögreglumanninn á Raufarhöfn hafa verið undir áhrifum áfengis við störf sín. Var lögreglumaðurinn tekinn í blóðrannsókn vegna þess og mun mál hans verða sent saksóknara til frekari rannsóknar. Að sögn Þrastar Brynjólfssonar, yfirlögregluþjóns á Húsavík, lýsir þetta mál því hverju lögreglumenn í litlum bæjarfélögum, þar sem einn lögreglumaöur starfar, geta búist við. „Hann varð að vega og meta hvort konumar væm í svo mikilli hættu að hann yrði að bregöast við, jafnvel þó hann væri á frívakt. Hins vegar höfum við engar sannanir um að hann hafi verið undir áhrífum áfengis og tókum blóðprufu til að taka af allan vafa um það.“ Þröstur sagðist ekki geta sagt um hvað gert yrði ef í ljós kæmi að lög- reglumaðurinn hefði verið ölvaður viö störf. „Það verður æðri stjóm- valda að meta það hversu þýðingar- mikið var að fara í útkallið. Vafa- laust hefði hann átt að segja að hann væri í fríi og ekki í aðstöðu til að sinna þessu en það er ekki víst að fólk sem er í hættu hlusti á slíkt." Lögreglan á Húsavík mun ljúka rannsókn á máh byssumannsins en mál lögreglumannsins verður sent saksóknara eða dómsmálaráöuneyt- inu. Þá mun RLR að öllum líkindum rannsaka það mál. Ltm alltaf á Miðvikudögum i í i i i i i i i i i i i i i i i i í i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.