Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Þjónustusamningar Þrír ráðherrar í ríkisstjóminni hafa nýlega undirskrif- að svokallaða þjónustusamninga við stofnanir á vegum ríkisins. Þessir samningar eru tilkomnir fyrir forgöngu og tilstilh Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra. Tveir samningar voru undirritaðir fyrir helgina, við Kvenna- skólann og Vita- og hafnamálastofnun. Áður voru sams konar samningar gerðir við Geislavamir ríkisins og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Samningur við Bændaskólann á Hólum er í undirbúningi. Samningar þessir fela í sér nýskipan í ríkisrekstri sem miðast að því að dreifa valdi, auka sjálfstæði stofnana og skilja ábyrgð á rekstri frá heildarstefnumótun. Kjami samninganna er sá að viðkomandi stofnun selur stjómar- ráðinu tiltekna þjónustu fyrir ákveðið verð. Þetta er allt hið merkilegasta mál. Fjármálaráðherra hefur haft vaðið fyrir neðan sig með því að kalla samning- ana sem þegar hafa verið gerðir tilraunastarfsemi. Þess- ar aðferðir em engu að síður þekktar erlendis frá og hafa gefið góða raun og er engin ástæða til að halda annað en þær geti einnig gengið upp hér á landi. Ef svo fer marka samningar af þessu tagi algjör þáttaskil í ríkis- rekstri og geta orðið öllum til góðs. Gagnsemin og ágætið við þessa nýskipan felst í því að stofnanir og þjónustufyrirtæki hins opinbera eru gerð ábyrg fyrir eigin rekstri innan þeirra marka sem samið er um í fjárveitingu. Stofnunin fær tiltekna upphæð greidda frá ríkisssjóði og hefur frelsi og vald til að ráð- stafa því fjármagni á eigin ábyrgð og eftir eigin höfði. Krafa ríkisins er sú ein að stofnunin skuldbindi sig til að ná árangri í samræmi við hlutverk sitt í hinni opin- bem þjónustu sem stofnunin á að sinna fyrir hönd ríkis- valdsins. Ástæða er til að staldra sérstaklega við samninga við Kvennaskólann og Bændaskólann á Hvanneyri. Skólam- ir fá faglegt og fjárhagslegt sjálfstæði innan þess ramma sem fjárveitingar segja til um. Skólamir geta þá væntan- lega ráðið til sín kennara á mismunandi kjörum og óháð almennum kjarasamningum. Skólastjórum er það í sjálfsvald sett, svo framarlega sem þeir fullnægja mennt- unarkröfum og halda sér við þá íjárveitingu sem fyrir- fram er ákveðin og greidd af ríkissjóði í samræmi við undirritaðan rammasamning. Ef þetta fyrirkomulag gefst vel verður það fordæmi og fyrirmynd fyrir aðra skóla sem greiddir em af al- mannafé. Þetta er tvímælalaust leiö sem hentar kennur- um og á að gefa svigrúm til að bæta kjör þeirra. Hér í leiðara hefur áður verið bent á að aukið öjálsræði í rekstri skóla og rammasamningar af þessu tagi sé eina áþreifanlega leiðin fyrir kennara út úr þeim ógöngum sem þeir em lentir í. Jafnframt má binda vonir við að skólastarfið, kennslan og menntastefnan í heild njóti góðs af. Kennarar verða metnir að verðleikum, skólastjórar geta umbunað sínu besta fólki og kerfið er þannig hvati fyrir kennara að standa sig sem hlýtur að verða nemendum og kennsl- unni til framdráttar. Skólastjóri hvers skóla ber rekstrar- lega ábyrgð og hefur meira svigrúm til að móta skólann. Valdinu er dreift og almannafé nýtur meira aðhalds. Þeir þjónustusamningar sem íjármálaráðherra hefur verið að undirrita er athyglisverðasta nýjungin í ríkis- rekstrinum. Stofnanir ríkisins og embættismenn verða meðvitaðari um ábyrgð sína og þjónustan gagnvart „við- skiptavinum“ mun batna af þeirri einfóldu ástæðu að viðkomandi stoöiun á það undir sjálfri sér að standa sig. Ellert B. Schram Læknisþjónusta í Reykjavík og ná- grannabyggðum hefur um langt skeið byggst á greiðum aðgangi sjúklinga að læknum sem eru sér- menntaðir á hinum ýmsu sviðum. þannig kjósa margar konur að leita beint tU kvensjúkdómalækna og fara með böm sín til bamalækna, hjartasjúklingar leita til sinna hjartalækna og svo má lengi telja. Fólk hefur átt greiðan aðgang að ódýrri hágæðaþjónustu sem líklega er ein meginástæða þess að íslensk heilbrigðisþjónusta hefur verið ein sú besta í heimi. Skert valfrelsi Landsmenn hafa mátt velja sér lækni sjálfir, og leita hvort sem er til heimilislæknis eða sérfræðings. Ráðamenn vilja leggja þetta af, og gefa m.a. þau rök að almenningur sé of illa upplýstur til að geta vitað hvort fara eigi til barnalæknis, kvensjúkdómalæknis eða bæklun- arlæknis með vandamál sín. Því skuli fávís almúginn njóta forsjár embættismanns á heilsugæslustöð á vegum rikisins. Fyrr má nú vera forsjárhyggja. Aukinn kostnaður Tilvísanaskylda krefst þess að sjúklingur heimsæki tvo lækna í stað eins. Sjúklingur, sem vill leita sérfræðings, skal fyrst heimsækja heimilislækni og síðan sérfræðing „Kostir sérhæfingar liggja í aukinni hæfni sérfræðinga i sinni grein,“ segir Einar m.a. í grein sinni. Aðför að læknis- hjálp í Reykjavík og bera kostnað, fyrirhöfn og vinnutap af báðum heimsóknum. Líklegt má telja að óþarfar tvöfald- ar læknisheimsóknir verði yfir 100.000 á ári. Margir Reykvíkingar geta litið í eigin barm og rifjað upp hvort þeir hafi leitað sérfræðings „án leyiis" á síðasta ári. Sjúklingar munu sjálfir bera hinn aukna kostnað. Heildarkostnaður verður tvímæla- laust meiri með tilvisanaskyldu og hugsanlega munu sjúkhngar bera allan kostnaöaraukann beint, ann- ars vegar meö tvöföldum komu- gjöldum og hins vegar með því að vera utan sjúkratrygginga. 19. aldar læknisfræði Á fyrri öldum var sérhæfing lítil í læknisfræði. Gömlu mennirnir kunnu allt og gátu allt. Vaxandi þekking í læknavísindum hefur gert það ókleift fyrir nokkurn mann að vera vel að sér á öllum sviðum. Læknar, eins og margar aðrar stéttir, hafa brugðist við með sérhæfingu. Þetta byrjaði með því að sumir læknar höfðu meiri áhuga á einstökum sviðum, þótti e.t.v. gaman að sinna bömum eða voru lagnir viö skurðaðgerðir. Síöan þróast skipuleg sérhæfing í ein- stökum sérgreinum, þ. á m. í heim- ilislækningum. Kostir sérhæfingar liggja í auk- Kjallariim Einar Stefánsson augnlæknir gerir það að verkum að enginn get- ur fylgst með framfórum á öllum sviöum. Sérhæfmg og sértæk sí- menntun er eina leiðin til að koma í veg fyrir að menntun lækna verði úrelt og þar með sú þjónusta sem þeir veita. Sérstaða Reykjavíkur Skipulag læknisþjónustu í Reykjavík og nágrenni hefur byggst á greiðum aögangi að sér- fræðiþjónustu. Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni hefur hins vegar grundvallast á heilsugæslustööv- um í hverri byggð. Tilvísanaskylda er því næsta lítil breyting í dreif- býlinu en kollvarpar heilbrigðis- þjónustu Reykvíkinga. Það er fyrst og fremst þéttbýlið við Faxaflóann sem á að bera aukinn kostnað og „Sjúklingur, sem vill leita sérfræðings, skal fyrst heimsækja heimilislækni og síðan sérfræðing og bera kostnað, fyr- irhöfn og vinnutap af báðum heim- sóknum.“ inni hæfni sérfræðinga í sinni sér- óþægindi af útspili heilbrigðisráð- grein. Hröð þróun læknavísinda herra. EinarStefánsson Skoðanir annarra Samstaða lýðræðisríkjanna „Samstaða lýðræðisríkjanna er nauðsyn og brjóst- vöm þeirra, Atlantshafsbandalagið gegnir enn mikil- vægu hlutverki til að viðhalda friði og stöðugleika. Það verður ekki gert með því að afneita hættunni af misskilinni kurteisi við fólk og þjóöir, sem htur trú og samfélag manna allt öðmm augum en lýðræð- issinnar Vesturlanda. ... Seint mun sá dagur upp renna að vopnin verði kvödd. Þeim mun meiri ástæða er til að lýðræðissinnar standi saman um eflingu friðar og öryggis." Ur forystugrein Tímans 10. febr. Brothætt þróun „Bati og stöðugleiki í íslensku efnahagslífi stendur síður en svo á traustum gmnni. Gott dæmi um hina jákvæðu en brothættu þróun em gjaldeyristekjur landsmanna í fyrra af óvenjulega hagstæðri loðnu- vertíð og umdeildum Smuguveiðum. Það er ekki sjálfgefið að slíkir lottóvinningar falli okkur aftur í skaut á þessu ári. ... Stöðugleikinn í efnahagslífi byggist fyrst og fremst á hugarfari stjómvaida, at- vinnurekenda og launþega." Jón Ásbergsson, framkvstj. Útflutningsráðs, í Mbl. 10. febr. Vændi í blaðamannakjörum? „Á hverju ári þiggja blaðamenn og yfirmenn rit- stjórnar Morgunblaðsins gjafir og þjónustu fyrir hundmö þúsunda ef ekki milljónir króna - og borga ekki eyri fyrir það úr eigin vasa. Blaðamannavændi af þessu tagi hefur hvarvetna verið aflagt á Vestur- löndum, að minnsta kosti á fjölmiðlum sem eiga snefil af sjálfsvirðingu. Það samrýmist ekki hug- myndum heiðarlegra blaðamanna um trúnaö við lesendur að þiggja verðmæti frá aðilum sem em við- fangsefni fjölmiðla. Á Morgunblaðinu er vændið hluti af kjöram blaðamanna.“ Úr forystugr. Vikublaðsins 10. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.