Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 Fréttir Flutningur SH á störfum til Akureyrar: Mjögerfittað reikna út marg- feldisáhrifin Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Það er mjög eríitt að fullyrða eitt- hvað um það hver áhrif af flutningi Sölumiðstöðvarinnar á störfum til Akureyrar verða. Það er sjálfsagt hægt að sjá hver beinu áhrifm verða, það eru aðaláhrifin sem fylgja því að fólk flyst til bæjarins, þetta fólk hefur svo og svo miklar tekjur sem það eyðir að mestu leyti á Akureyri og greiðir af þeim gjöld. En margfeldis- áhrifin eru miklu óljósari og ógern- ingur að reikna þau,“ segir Björn Rúnar Guðmundsson hjá Þjóðhags- '~'stofnun um þau áhrif á atvinnulífið sem samningur SH og Akureyrar- bæjar mun hafa á atvinnu- og efna- hagslífið í bænum. í tilboði SH er gert ráð fyrir flutn- ingi hluta höfuðstöðva fyrirtækisins til Akureyrar eða 31 starfi. Þá skap- ast 38 störf við umbúðaframleiðslu, Eimskip mun bæta við 10 störfum vegna aukinna umsvifa og stofnuð verður ný prófessorsstaða við Há- skólann á Akureyri. Ekki er ljóst hversu margir af starfsmönnum SH munu flytja til bæjarins eða hversu margir heimamenn munu geta feng- ið störf hjá SH, störfin í umbúða- framleiðslunni verða að öllum lík- indum aðallega mönnuð af fólki af atvinnuleysisskrá og sömu sögu mætti segja um störfin hjá Eimskip. Björn Rúnar segir að flutningi fólks til bæjarins fylgi aukin umsvif, þetta fólk kaupi vörur og ýmsa þjónustu. Því þurfi hins vegar ekki að fylgja nein margfeldisáhrif á atvinnulífið. Hann nefnirsem dæmi að hárskerar muni fá fleiri höfuð til að khppa, en það þýði ekki endilega að þeir þurfi að bæta viö sig mannskap, það þurfi ekki fleiri leikara í leikhúsið þangað sem fólkið mun e.t.v. sækja sér af- þreyingu og ekki fleiri afgreiðslu- menn í matvöruverslanir. „Annars er ekki nein leið að reikna þetta út, það vantar til þess allar for- sendur," segir Björn Rúnar. Undir þau orð tekur Valtýr Sigurbjamar- son, forstöðumaður Byggðastofnun- ar á Akureyri. „Ég held þó að þegar horft er á það sem SH ætlar að gera hér í bænum þá muni það allt saman hafa gríðar- leg áhrif fyrir Akureyri sem stað. Hvað varðar hins vegar margfeldis- áhrif þá geta menn nefnt ýmsar töl- ur, en ég get ekki tekið undir neinar þeirra. Það væri kokhreysti og ekk ert annað að fullyrða eitthvað í þess- um efnum,“ sagði Valtýi'. Lada-jeppinn sem ekið var yfir. DV-mynd Guðfinnur Hólmavlk: Snjóbíll ók yfir jeppa Guðfinnux Finnbogason, DV, Hólmavflc Jeppabíll af gerðinni Lada skemmdist illa þegar snjóbíl var ekið yfir hann innanbæjar á Hólmavík í óveðrinu sem gekk þar yfir á dögun- um. Þak Lada-bílsins færöist niður um nokkra sentímetra. Jeppinn var á kafi í snjó og lítiö hægt að átta sig á ójöfnum á landinu eins og veðrið var. Að keyrt sé yfir kyrrstæðan bíl á Hólmavik er nokk- uð sem varla hefur fyrr gerst og án þessi að sjái á því tæki sem yfir ók. Keflavíkurflugvöllur: Enginn bruni í íbúð- um á síðasta ári Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Ég er mjög ánægður með hvemig forvamarstarfið hefur tekist hjá okkur. Brunaeftirlits- og slökkviliðs- menn taka mikinn þátt í forvömum á einkaheimilum; heimsækja fólkið. Undirtektir íbúa hafa verið góðar og þeir hafa staðið sig mjög vel,“ sagöi Haraldur Stefánsson, slökkviliðs- stjóri á Keflavíkurflugvefli. Sú miklu vinna sem slökkviliðs- menn á Keflavíkurflugvelli unni forvörnum tfl að koma í veg fy eldsvoöa skilaði góðum árangri á s asta ári. Ekkert brunatjón vari íbúöum fjölskyldna á Keflavíkt flugvelli 1994. Á vellinum em lf heimili. Annars staðar á vellini varð einn bmni á hamborgarast; þar ofhitnuðu hamborgarar brunnu. Tjónið var metið á 13.< krónur. Árið 1993 nam brunatjóni vellinum tæplega 400 þúsund. 17 kH ■ ■ ■ mmmm m u u m m u mm u m m \ LÆSILEG HÚSGÖGN Vorura að fá mikið úrval af vonduðura sæuskura húsgögiram; stakir sófar, hornsófar, stólar o.fl. - einuig ítölsk leðursófasett í úrvali. Vönduð húsgögn á góðu veröi. Vandaður homsófi með leðri á slitfiötum. í síðasta skipti á þessu frábæra tilboði. Ath. Takmarkaður fjöldi. (M) 199.900;%: | já Smiðjuvegur 6, Kópavogur. Simi 44544 28" LITASJONVARP Hagœða Surround Nicam-Stereo! • Nicam Stereo Surround-hljómgæöi • íslenskt textavarp • Super Planar myndlampi • og margt fleira... ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS 69.800 STGR. SjÓNVZlRPSIVIIÐSTÖÐIN SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 68 90 90

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.