Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 Sýslumaðurinn í Kópavogi Ný símanúmer frá og með mánudeginum 13. febrúar: Símanúmer embættisins 560 3000 Lögregla - skrifstofa 560 3050 Neyðarnúmer lögreglu 560 3030 Fax 560 3090 SJAÐU VERÐIÐ 16.900 Aður 23.900 Lllir: Svartur, brúnn, rauður, flöskugrœnn, koniaksbrúnn, dökkbeige. Fríar póstkröfur - greiðslukjör ^ Kápusalan <4 Snorrabraut 56, s. 624362. ^ Húsnæði óskast Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík leitar eftir kaupum á einbýlishúsi í Reykjavík, um 300-350 m2 að stærð, að meðtalinni bíla- geymslu. Æskileg staðsetning er í Þingholtun- um, Vesturbænum norðan Hringbrautar eða Vogahverfi. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingar- ár og -efni, herbergjafiölda, brunabóta- og fast- eignamat, afhendingartíma og söluverð, sendist eignadeild flármálaráðuneytisins, Amarhvoh, 150 Reykjavík, fyrir 20. febrúar 1995. Fjármálaráðuneytið, 9. febrúar 1995 GJAFAHANDBÓK /////////////////////////////// FERMINGAR- GJAFAHANDBÓK Miðvikudaginn 22. mars mun hin sívinsæla FERMINGARGJAFAHANDBÓK fylgja DV. Hún er hugsuð sem handbók fyrir lesendur sem eru í leit að fermingargjöfum. Þetta finnst mörgum þægi- legt nú, á dögum tímaleysis, og af reynslunni þekkj- um við að handbækur DV hafa verið afar vinsælar. Skilafrestur auglýsinga er til 13. mars en með tilliti til reynslu undanfarinna ára er auglýsendum bent á að hafa samband við Selmu Rut Magnúsdóttur eða Ragnar Sigurjónsson, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 563 27 00 svo að unnt reynist að veita öllum sem besta þjónustu. ATH.! Bréfasími okkar er 563 27 27. Merming Ólafur Ami Bjarnason og Sigrún Hjálmtýsdóttir f hlutverkum sinum í La traviata. DV-mynd ÞÖK Hin afvegaleidda á réttum nótum íslenska óperan frumsýndi tuttugasta og sjöunda verkefni sitt á föstudaginn var, en það var óperan La traviata eftir Giuseppe Verdi. Þetta mikla meistara- verk Verdis um mannleg örlög og blæðandi tilfinning- ar lætur engan ósnortinn, sama hversu oft verksins er notið. Þessu sinni leikstýröi Bríet Héðinsdóttir, leik- mynd sá Sigurjón Jóhannsson um, Robin Stapleton stýrði hljómsveitinni og búninga sá Hulda Kristín Magnúsdóttir um. Lýsing Jóhanns B. Pálmasonar skipaöi stóran sess í sýningunni og gott samstarf virö- ist hafa verið á milli leikstjóra, Ijósahönnuðar, bún- ingahönnuðar og leikmyndasmiðs. Einfaldleikinn var í fyrirrúmi og ljósin látin tala mest um staö og stund, svo og andrúm. Leikstjóm Bríetar er vel unnið verk og eru t.d. staðsetningar og stellingar söngvaranna mjög vel og skemmtilega skipulagðar. Diddú stjarna kvöldsins Það skal segjast strax að „stjama“ þessarar sýningar er Sigrún Hjálmtýsdóttir í hlutverki Víólettu. Hún bæði leikur og syngur hlutverk sitt á frábæran veg og má tvímælalaust tala hér um enn einn óperusigur hennar. Ólafur Ami Bjamason í hlutverki Alfredos Germonts syngur hlutverk sitt geysivel og er rödd hans einstaklega fögur, en nokkuð virðist vanta upp á reynslu hans á sviði, og var hann ekki alltaf sannfær- andi í leik. Vonandi fær hann tækifæri til þess að þroska sig aö þessu leyti, því hér er um mikinn hæfi- Íeikamann að ræða. Bergþór Pálsson fór með hlutverk Giorgios Germonts og veröur að segjast að þessi ágæti söngvari var ekki nægilega sannfærandi í þessu hlutverki og heföi líklega hæft betur að eldri maður færi með þetta hlutverk. Vibrato Bergþórs var of vítt, rödd hans naut sín ekki nægilega í hlutverkinu, þrátt fyrir aö margt væri vissu- lega smekklega gert, eins og af honum mátti vænta. Aukahlutverkin voru vel sungin Áberandi var hve aukahlutverkin vom vel sungin og á engan er haUað þótt þar sé sérstaklega nefnd Signý Sæmundsdóttir í hiutverki Flóra Bervoix. Bæði söng- ur hennar og leikur var sérlega góöur. Aðrir í auka- hlutverkum vom Hrönn Hafliðadóttir sem Annína, Þorgeir Andrésson sem Gaston, Sigurður Skagfjörð Steingrímsson sem Dauphol barón, Eiríkur Hreinn Helgason sem d’Obigny markgreifi, Eiður Á. Gunnars- son sem Grenvil læknir, Finnur Bjamason sem sendi- boði, Öm Arnarson Jósep, þjónn Víólettu, og Örvar Tónlist Áskell Másson Kristinsson sem ráðsmaður Flóru. Af dönsurum vakti sérstaka athygli David Greenall og vom hreyfingar þeirra vel hannaðar af Nönnu Ól- afsdóttur. Eins og svo oft áður gerði kórinn mjög vel og verður að þakka þar m.a. kórstjóranum, Garðari Cortes, og æfingastjórunum, Iwonu Jagla og Sharon Richards. Hljómsveitin var skipuð mjög góðum hljóðfæraleik- urum, en því miður veröur að segjast að híjómsveitar- sljóm Robins Stapletons var þannig að innkomur voru oftsinnis bæði óhreinar og ónákvæmar og sárlega vantaði tilfinningalega túlkun í þannig þmngnari at- riði verksins. Þannig varð t.d. lokaatriði óperunnar ekki nægilega áhrifaríkt, þrátt fyrir góða frammistöðu Sigrúnar Hjálmtýsúóttur og Ólafs Árna. Sýningin er í heildina ágætlega unnin og er íslensku ópemnni óskað til hamingju með hana. ( ( (

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.