Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 OO > Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráð- herra. Þuldi áróð- urvið öll tækifæri „Leó greinarhöfundur staðhæf- ir að þau lög hafi læknað verð- bólguna. Þá vitleysu hefir hann eftir Jón Sigurðssyni, fv. ráð- herra, sem þuldi hana í áróðri sínum við öll tækifæri. Sannleik- urinn er sá að verðtrygging íjár- skuldbindinga með lánskjara- vísitölu stöðvaði ekki verðbólg- una heldur sprengdi hana upp úr öllu valdi. Lögin komu til framkvæmda frá og með 1982,“ segir m.a. í kjallagrein eftir Egg- Ummæli ert Haukdal í DV á föstudaginn en þar gerir hann að umtalsefni blaðagrein eftir Leó E. Löve sem birtist í Tímanum. Óhróður og lygi „Þetta er óhróður og lygi hjá þessum manni. Ég las þessi um- mæli í DV og það er enginn vafi á því að hann á við okkur. Hann vitnar þarna í býli þar sem eru 100 hross sem hann segir van- nærð og illa haldin," segir Agnar Norland, verkfræðingur í Reykjavík og einn eigenda Hind- isvíkur i Þverárhreppi. Ekkert hross dautt „Það er ekkert hross dautt þarna því sonur minn er búinn að fara yfir það. Umhirðan hefur aftur á móti verið erfið vegna þess hvernig tíðin hefur verið og hirð- irinn þess vegna ekki alltaf kom- ist til að gefa. Þessi bóndi hefur setið um að sverta hirðinn og fyr- ir nokkrum misserum lét ég dýralækni skoða hrossin vegna þess að það var stanslaus óhróð- ur um að þeim væri ekki sinnt. Niöurstaðan varð sú að allt væri í lagi með skepnurnar," sagði Agnar ennfremur í sömu frétt í DV á föstudaginn. Mesta lögleysa í íslensku kerfi „Hér er á ferðinni ein mesta lög- íeysa af þessu tagi sem sést hefur í íslensku kerfi um langa hríð - að utanríkisráðherra sé heimilt að takmarka útflutning eftir því sem þurfa þykir. Það stenst alls ekki að það framselji valdið til einkaréttarlegra aðila sem eru ekki stjórnvald í neinum skiln- ingi og bera ekki neina stjórn- valdsábyrgð," sagði Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður Samherjá hf., í DV á fóstudaginn. ITC-deildin Kvistur Regluiegur fundur ITC-deildar- innar Kvists verður haldinn að Fundir Litlubrekku viö Bankastræti í kvöld, mánudaginn 13. febrúar, kl. 20. Frekari uppl. gefur Kristín i síma 642155. Éljagangur eða slydduél í dag verður áfram austlæg átt, víð- ast 4-6 vindstig. Snjókoma eða slydda verður á Austfjörðum, éljagangur norðaustanlands og él eða slydduél, Veðrið í dag einkum þegar líður á daginn. Á Vest- fjörðum og vestan til á Norðurlandi verður hins vegar þurrt að mestu. Hiti verður ofan frostmarks um land- ið sunnanvert en vægt frost norðan og norðvestan til. Sólarlag í Reykjavík: 17.54 Sólarupprás á mórgun: 9.28 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.40 Árdegisflóð á morgun: 5.55 Heimild: Almanuk Hóskólans Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri skýjað -2 Akurnes skafrenn- ingur 0 Bergsstaðir hálfskýjað -3 Bolungarvík snjóél -2 Keíla víkurflugvöllur skýjað 0 Kirkjubæjarkla ustur skýjað 1 Raufarhöfn úrk. í grennd -1 Reykjavík skýjað 2 Stórhöfði skýjaö 2 Bergen snjókoma 0 Helsinki skýjað -3 Kaupmannahöfn skýjað 6 Stokkhólmur snjókoma á síð. klst. 0 Þórshöfn rigning 3 Amsterdam skýjað 9 Berlín skúrásíð. klst. 9 Feneyjar þokumóða 8 Frankfurt léttskýjað 10 Glasgow rigning og súld 8 Hamborg skýjaö 9 London skýjað 11 LosAngeles skýjað 12 Lúxemborg hálfskýjað 9 Mallorca skýjað 16 Montreal léttskýjað -17 New York léttskýjað -11 Nice skýjaö 12 Orlando þrumuv. á síð. klst 19 París léttskýjað 12 Róm rigningá síð. klst. 14 Veöriö kl. 12 á hádegi Guðlaugur Guömundsson, blaðburðarmaður og fyrrv. bifreiðastjóri: „Líðan er nú alltaf að skána. Þetta er miklu betra eftir aö ég komst í gifsið. Ég var svo bólginn að það var ekki hægt að setja gifs fyrr en á miövikudaginn. Það er talið að ég þurfi að vera í þessu i svona sex vikur og á meöan lendir það alveg á konunni minni að bera út blöðin,“ segir Guðlaugur Guð- mundsson, blaðburðarmaður DV í Borgarnesi og fyrrverandi bifreiða- stjóri. Guðlaugur, sem verður sjötugur í sumar, varð fyrir því óhappi að Maður dagsins Guðlaugur Guðmundsson. fótbrotna á dögunum þegar hann var að bera út DV. Þegar óhappið varð átti Guðlaugur eftir að koma blaðinu til nokkurra áskrifenda. Þrátt fyrir kvalir harkaði hann af sér og lauk við að koma DV til skila. Konan hans, Jóhanna Þor- steinsdóttir, sér nú um að koma blaöinu árétta staði en hún er ekki ókunnug því hlutverki. „Við höfum skipt því á millí okk- ar að bera út blöðin,“ segir Guð- laugur og bætir því við að rúma klukkustund taki að bera út blöðin en hann kann ágætlega við þetta starf. „Blaðburðurinn er ágætis hreyflng en mér var ráðlagt að hreyfa mig eftir að ég fékk krans- æðastíflu sl. sumar. Það er ekkert erfitt að koma sér af stað og ef veðr- ið er leiðinlegt fer maður bara vel klæddur." Guðlaugur reiknar með að halda áfram að bera út DV þrátt fyrir óhappið en hann tók við þessu starfi í desember sl. Áður hafði hann starfað sem bifreiðastjóri í áratugi hjá Kaupfélagi Borgfirð- inga. Guðlaugur, sem er fæddur i Fornáhvammi í Norðurárdal og ólst upp þar og í Svartagili, hefur búið i Borganiesi í meira en hálfa öld og segir ágætt aö búa þar. Kona hans er Jóhanna Þorsteinsdóttir, eins og fyrr segir, og eíga þau þrjá syni, tveir búa í Borgarnesi og einn í Norðurárdal. Guðlaugur segist reyna að fylgj- ast vel með þjóðmálunum og hann er ekki yfir sig hrifinn af núver- andi ríkisstjórn en hann vonast til að betri stjórn taki við eftir kosn- ingarnar. Guðlaugur segist líka vera áhugamaður um bíla og að það megi alveg kalla sig biladellukarl. ÍS og Breiða- blik mætast í 1. deild kvenna Emn leikur er á dagskrá í 1. deild kvenna í körfúbolta í kvöld. Þá mætast ÍS og Breiðablik og fer viðureignin fram í íþróttahúsi íþróttir Kennaraháskólans. Leikurinn hefst kl. 20. Karlarnir taka sér hins vegar frí enda sjálfsagt aö jafna sig eftir Stjörnuleikinn sem háður var í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Einn leikur er sömuleiðis fyrir- hugaður í blakinu í kvöld. Sam- kvæmt mótaskrá leika Stjarnan og Þróttur, Reykjavik, og hefst leikurinn kl. 20.30 á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Ásgarði í Garðabæ. Þetta er leikur í 2. deild en hér eru ekki aðallið félaganna á ferð. Skák Áskorendaeinvígi FIDE standa nú yfir í Sanghi Nagar á Indlandi. Anatoly Karpov tapaði þriöju einvígisskákinni gegn Boris Gelfand en jafnaði stöðuna í þeirri fjórðu. Gata Kamsky hefur unnið tvær skákir af Valeri Salov. Tefldar eru tíu skákir í einvígjunum. Lítum á lokin á 3. skák Kamsky, sem hefur hvítt og á leik, og Salov: 35. e4! og þetta nægði Salov - hann gafst upp. Drottningin á ekki í mörg hús að venda. Ef 35. Dd4 + 36. Bf2 og Ha7 er í skotmáli, eða ef t.d. 35. - Db5, þá 36. Hxd6 Hxd6 37. Dc84 Kh7 38. Dg8 mát. Jón L. Árnason Bridge Tvímenningskeppni Bridgehátíöar lauk með íslenskum sigri, annað árið í röð en það var ansi mjótt á mununum í lokin. Aðalsteinn Jörgensen og Björn Eysteins- son náöu miklum endaspretti og sigruðu með eins stigs mun en þeir fengu 3025 stig. í öðru sæti enduðu Tony Forrester og Zia Mahmood meö 3024 stig en þeir höfðu leitt nánast allt mótið. Spil dagsins er úr síðustu lotu keppninnar og er áhugavert. Alslemma stendur á hendur NS, en það mátti telja pörin á ftngrum annarrar handar sem náðu alslemm- unni. Sagnir gengu þannig á einu borðinu þar sem alslemman náðist, norður gjafari og AV á hættu: ♦ KD954 ¥ -- ' ♦ ÁDG973 + 87 ♦ KDG10863 ♦ 4 + G10932 ♦ 10862 ¥ Á94 ♦ 62 + K654 ♦ ÁG73 ¥ 752 ♦ K1085 + ÁD Norður Austur Suður Vestur 14 Pass 2+ 4? 64 6¥ 7* p/h Opnun norðurs lofaði 5+ spöðum og 11-15 punktum og tveggja laufa sögn suð- urs var óeðlileg sögn, lofaði fyrst og fremst 12 + punktum. Suðri leist svo vel á spilin sín eftir stökk norðurs í 6 tígla að hann lét vaða í alslemmuna. Spilið á alltaf að standa en norður verður að gæta sín ef austur byrjar á að spila laufi. Norður hættir væntanlega ekki á lauf- svíninguna, stingur upp ás og nú er það vandvirkni að trompa lítið hjarta til að verja sig gegn 4-0 legu í trompinu. Ef sagnhaft leggur niður spaðaás, verður hann að spila upp á öfugan blindan til að standa spilið og þá verður austur að eiga a.m.k. 2 tígla. Þá er hjarta trompað í þriðja slag, tígull á tíuna, hjarta tromp- að, KD í spaða teknir og síðan tígull á kóng og síðasta trompið tekið af austri. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.