Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Qupperneq 4
Fréttir Bridgehátíð Flugleiða: tvímenningnum Aðalsteinn Jörgensen og Bjöm Eysteinsson náðu naumum en stórglæsilegum sigri í tvímennings- keppni Bridgehátíðar Flugleiða sem lauk á laugardagskvöldið. Sigur þeirra gat varla verið naumari því þeir skoruðu einu stigi meira en Zia Mahmood og Tony Forrester sem enduðu í öðra sætí keppninnar. Á Bridgehátíðum fram að þessu hefur tvímenningskeppnin verið spiluð meö barómeterfyrirkomulagi, allir andstæðingar spilað innbyrðis, en nú var svo mörgum keppendum leyfð þátttaka að ákveðið var að spila Mitchell tvímenning í íjórum riðlum og spilaðar þijár 30 spila lotur. Mahmood og Forrester náðu him- inháu skori í fyrstu lotunni og bjugg- ust fáir við að nokkurt par ættí möguleika á að ná þeim að stígum. En Aðalsteinn og Björn náðu mjög góðu skori í þriðju og síöustu lotunni sem rétt nægði þeim í fyrsta sætíö. Sigurvegaramir fengu í verðlaun 2.900 dollara, parið í öðru sætí 2.000 dollara en heildarverðlaun fyrir keppnina voru 8.600 dollarar. Keppn- isstjórar á mótinu, sem fram fer á Hótel Loftleiðum, eru Kristján Hauksson, Sveinn R. Eiríksson og Einar Guömundsson. Lokastaða efstu para varð þannig: 1. Aðalsteinn Jörgensen-Bjöm Ey- steinsson 3025 2. Zia Mahmood-Tony Forrester 3024 Bretinn Tony Forrester og Pakistaninn Zia Mahmood urðu að sjá á bak sigrinum í tvimenningskeppni Bridgehátið- ar til Aðalsteins Jörgensens og Björns Eysteinssonar. Hér spila Zia og Forrester gegn Hjalta Eliassyni og Páli Hjaltasyni. DV-mynd VSJ 3. Tom Townsend-Jeffrey Allerton 3004 4. Jón Baldursson-Sævar Þorbjöms- son 2990 5. PáU Valdimarsson-Ragnar Magn- ússon 2967 6. Jason Ha'ckett-Justin Hackett 2952 7. Öm Amþórsson-Guðlaugur R. Jóhannsson 2938 8. Guðmundur S. Hermannsson- Helgi Jóhannsson 2935 Nú stendur yfir sveitakeppni Bridge- hátiðar og þar er metþátttaka, 92 sveitir. Bridgehátíð lýkur í kvöld klukkan 20 með verðlaunaaíhend- ingu fyrir báöar keppnirnar. Islenskur sigur í Framboðslisti Kvennalista á Vestflörðum: Jóna Valgerður í fyrsta sæti KvennaUstinn í Vestfjarðakjör- dæmi hefur lagt fram framboðsUsta sinn fyrir alþingiskosningamar 8. apríl 1995. Fyrsta sætí Ustans skipar Jóna Valgerður Kristjánsdóttír, ísafiröi, í öðra sæti verður Björk Jóhannsdóttir, Hólmavík, í þriðja sætí Ágústa Gísladóttir, ísafiröi, í fiórða sætí Þórann Játvarðardóttir, Reykhólum, í fimmta sætí Ámheiöur Guðnadóttir, Vesturbyggð, Heiðrún Tryggvadóttir, ísafirði, verður í sjötta sætí, Guðrún Bjarnadóttir, Þingeyri, í þvi sjöunda, Dagbjört Óskarsdóttir, Flateyri, í því áttunda, Jónina Emilsdóttir, ísafirði, níunda og Ása Ketilsdóttir, ísfirði, í því tí- unda. MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 Kratar á VestQörðum: Vilja hafa Fagranesið áfram Alþýðuflokksfélögin á ísafirði, Flateyri, Suöureyri og Bolungar- vík skora á Sighvat Björgvinsson, alþingismann flokksins í kjör- dæminu og ráðherra, að beita sér fyrir því að fetjubryggjur verði byggðar fyrir bílafeijuna Fagra- nes og að skipið verði áfram stað- sett á ísafirði. Áskorun þessi er tilkomin vegna tiUagna Vega- gerðarinnar tíl samgöngunefndar Alþingis en þar er lagt til aö Fagranesiö verið leigt Slysa- varnaskóla sjómanna og hætt verði við byggingu ekjubryggja. Á mótí komi stóraukið fiárfram- lag í veginn um ísafiarðardjúp. Sighvatur mun vera sammála hugmyndum flokkssystkina sinna á Vestfiörðum. Alþýðuflokksmenn benda á að hversu vel sem Djúpvegur verður úr garði gerður mun hann ætíð liggja um hættulegar snjóflóða- slóðir. „Félögin vifia benda á þá hættu sem vegfarendur um Djúp- veg leggja sig í yfir vetrartímann og telja afar vafasamt af Vegagerð ríkisins að beina umferö fólksbíla frá norðanverðum Vestfiörðum til annarra landshluta um Djúpiö yfir vetrartímann og hafa ekki annan valkost í boði sem er bíl- ferja um Djúpið. Ljóst er einnig að umferð um Djúpveg mun stór- aukast á vetuma þegar Vest- fiarðagöng opnast," segir í frétta- tilkynningu frá Alþýöuflokksfé- lögunum. Ölvaðirfengu „lánaðan“ bil Gyifi Kristjinsson, DV, Akureyri: Kona sem skildi bifreið sína eft- ir í gangi fyrir utan hús á Dalvik aöfaranótt sunnudags og skrapp frá smástund fann ekki bifreiðina þegar hún haföi lokiö erindi sínu. Eftír að lögreglan hafði leitað bifreiðarinnar í nokkum tíma fannst hún við heimkeyrslu að bæ í Svarfaðardal. í henni vora tveir ölvaöir menn sem voru handteknir og fluttir í fanga- geymslu á Akureyri Á móti kennslunni Kjaradeila kennara og ríkisins stendur enn og verkfalliö nálgast. Samninganefnd ríkisins var með útspil í síðustu viku. Samninga- nefndin bauö kennurum sömu grannkaupshækkun og aörir munu fá í hinum almennu kjara- samningum, en vill ræða breyting- ar á milli launaflokka og óskar jafnframt eftir aukinni kennslu- skyldu af hálfu kennara. Kennarar hafa hafnað þessu til- boði. Þaö sem stendur helst í þeim er að gerð er krafa um aukna kennsluskyldu. Kennarar telja þaö óaðgengilegt. Þetta mátti samn- inganefnd ríkisins segja sér sjálf. Vandi kennara er í hnotskum sá aö þeir fá of lítið kaup fyrir of mikla vinnu. Þeir vilja hækka kaupið og minnka vinnuna í skólanum. Eink- um kennsluna. Þeir vilja fá meiri tíma til að sinna öðram störfum, svo sem heimavinnu, samræðum viö aðra kennara, og undirbúningi fyrir kennsluna. Það sem kennarar era að segja og hafa ailtaf sagt er að kennslu- skyldan er of mikil og hún er þeim til trafala í starfinu. Menn geta ekki kerint fyrir kennslu. Kennarar geta ekki sinnt starfi sínu af kost- gæfni því þeir era alltaf aö kenna. Það hljóta allir að sjá í hendi sér að það er hveijum kennarar ofraun að stunda kennslu ef hann kennir of mikið. Kennslan er vandamálið í skólunum. Samninganefnd ríkisins hefur misskiliö hlutverk sitt. Nefndin heldur að kennarar vilji meira kaup fyrir sömu vinnu. Nefndin er að taka á þessum misskilningi þeg- ar hún býður hærra kaup fyrir meiri vinnu. Kennarar vtíja þvert á móti að þeir hafi meira kaup til að undirbúa minni kennslu og það sé í þágu kennslunnar að hún minnki. Þá hafi þeir meiri tíma til að búa sig undir þá kennslu sem enn fer fram. Kennslan nýtist bet- ur, kennarar hafa meira næði til að búa sig undir kennsluna og þar með verður kennslan ekki sá þrö- skuldur í kennslustarfinu sem stendur öllu námi fyrir þrifum. Nemendur ættu að styðja þessa kröfu kennara. Þeir eiga aö styðja kennara í þeirri kröfu að miirnka kennsluna. Kennslustundir eru leiðinlegar nemendum og hafa hvaö eftir annað orðið tíl þess að nemendur hrökklast frá námi af þvi kennslan höfðar ekki til þeirra. Með minni kennslu verður skólinn meira aðlaðandi og laðar nemend- ur aftur inn í nám og fræðslu. Ef nemendur og kennarar eru sammála um þetta eiga skólayfir- völd og stjórnvöld að fallast á þess- ar hugmyndir og bjóða fram meira kaup ef kennarar kenna minna. Það styrkir skólakerfið. Helst ætti að borga kennurum fyrir að kenna alls ekki neitt. Þaö er krafa sem kennarar hafa ekki sett fram vegna hógværðar og tillitssemi viö stjóm- völd en þeir mundu ekki hafna því. Hvers vegna ættu nemendur, kennarar og ríkisvald að streitast við að halda uppi of mikilli kennslu þegar allir era á mótí því og kenn- arar og nemendur era sammála um að skólastarfið verður mun betra með minni kennslu? Hvers vegna á að neyða kennara til aukinnar kennslu þótt þeir fái hærra kaup þegar þeir sjálfir hafa bent á að meiri kennsla bitnar á kennslunni? Tillögur samningarnefndar ríkis- ins era þar af leiðandi út í hött og verkfall mun skeUa á ef ríkisvaldið gefur sig ekki. Út af fyrir sig er gott að fá þetta verkfaU því þar með leggst skólastarf niður og kennsla fer ekki fram og nemendur njóta góðs af og kennarar njóta góðs af. Kennarar þurfa á þessu fríi að halda tíl aö undirbúa sig fyrir kennsluna og verkfallið verður þannig til aö undirstrika gUdi þess að kennarar minnki kennsluna. VerkfaUstíminn verður sýnishorn af því hvemig skólastarfið styrkist við minni kennslu og alls enga kennslu. Kennarar eru út af fyrir sig ekki að mæla með að kennsla verði lögð niður með öllu því þeir þurfa jú hvort sem er að mæta í skólann til að ná í launin og þá geta þeir svos- um gripið niður í kennslustund til að láta það koma í ljós, hversu heimavinnan hefur reynst þeim vel til aö undirbúa kennsluna. En kennslan verður aö vera í lágmarki því það getur enginn ætlast tíl að kennarar kenni án þess aö búa sig undir kennsluna. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.